Norðlæg vídd í brennidepli 6. september 2006 07:00 Gennadíj Khripel Rússneski þingmaðurinn (t.v.) segir Þingmannaráðstefnu Eystrasaltsráðsins hafa gegnt mikilvægu hlutverki við að byggja upp traust milli fyrrum fénda. MYND/Anton Árlegri Þingmannaráðstefnu aðildarríkja Eystrasaltsráðsins lauk í Reykjavík í gær, en á hana mættu þingmenn ellefu þjóðlanda auk fulltrúa af Evrópuþinginu og þingum sjálfstjórnarsvæða og strandhéraða aðildarríkjanna. Meðal þess helsta sem rætt var á ráðstefnunni var framkvæmd hinnar svokölluðu Norðlægu víddar Evrópusambandsins, en í nafni þeirrar stefnu er unnið að ýmsu því milliríkjasamstarfi um mengunarvarnir og annað, sem varðar sameiginlega hagsmuni ríkjanna. Félagsleg mismunun og hindranir á vinnumarkaði voru einnig ofarlega á baugi umræðunnar. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður tók þátt í umræðunum. Hann tjáði Fréttablaðinu að auk mengunar- og siglingaöryggismála væru þessi félagslegu mál að komast sterkar á dagskrá. Þau snertu meðal annars vandkvæði í tengslum við frjálst flæði vinnuafls frá fátækari löndunum austan megin við Eystrasaltið, en þau vörðuðu öll aðildarríkin, líka Ísland. Tengd þessu væru líka mál á borð við mansal á ungum konum frá löndunum í austri í vændi til ríkari landanna í vestri. Þessi mál verða meginþema ráðstefnunnar á næsta ári, en þá verður hún haldin í Berlín. Steingrímur sagði gildi þessa vettvangs fyrir skoðanaskipti þingmanna frá umræddum löndum ekki síst felast í því að á honum sætu einnig fulltrúar Rússlands. Í gegnum Norðurlandasamstarfið, EES-samstarfið og fleiri stofnanir ættu íslenskir fulltrúar náin samskipti við sömu lönd og starfa saman innan Eystrasaltsráðsins, en það væri ein fárra evrópskra samstarfsstofnana þar sem Rússar tækju þátt á jafnréttisgrundvelli. Gennadíj Khripel, þingmaður á rússneska sambandsþinginu sem á sæti í fastanefnd Þingmannaráðstefnunnar, tjáði Fréttablaðinu að þessi vettvangur hefði í fimmtán ára sögu sinni gegnt mikilvægu hlutverki við að brjóta ís tortryggninnar og byggja upp traust á milli þjóðanna í kringum Eystrasaltið, sem Járntjaldið skildi að á dögum kalda stríðsins. Diana Wallis, þingmaður á Evrópuþinginu, vakti athygli á því samkomulagi sem í gildi er milli Grænlands og Evrópusambandsins um þann þátt Norðlægu víddarinnar sem snertir málefni norðurheimskautsins. Þannig bæri ekki einungis að líta á Norðlæga vídd ESB í tengslum við Eystrasaltið. Vandamál eins og loftslagsbreytingar og annar umhverfisvandi, sem væru áberandi á norðurslóðum, skiptu einnig máli fyrir Eystrasaltssvæðið. Hún bauð til þingmannaráðstefnu á vegum Evrópuþingsins um Norðlægu víddina í nóvember næstkomandi. Erlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Árlegri Þingmannaráðstefnu aðildarríkja Eystrasaltsráðsins lauk í Reykjavík í gær, en á hana mættu þingmenn ellefu þjóðlanda auk fulltrúa af Evrópuþinginu og þingum sjálfstjórnarsvæða og strandhéraða aðildarríkjanna. Meðal þess helsta sem rætt var á ráðstefnunni var framkvæmd hinnar svokölluðu Norðlægu víddar Evrópusambandsins, en í nafni þeirrar stefnu er unnið að ýmsu því milliríkjasamstarfi um mengunarvarnir og annað, sem varðar sameiginlega hagsmuni ríkjanna. Félagsleg mismunun og hindranir á vinnumarkaði voru einnig ofarlega á baugi umræðunnar. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður tók þátt í umræðunum. Hann tjáði Fréttablaðinu að auk mengunar- og siglingaöryggismála væru þessi félagslegu mál að komast sterkar á dagskrá. Þau snertu meðal annars vandkvæði í tengslum við frjálst flæði vinnuafls frá fátækari löndunum austan megin við Eystrasaltið, en þau vörðuðu öll aðildarríkin, líka Ísland. Tengd þessu væru líka mál á borð við mansal á ungum konum frá löndunum í austri í vændi til ríkari landanna í vestri. Þessi mál verða meginþema ráðstefnunnar á næsta ári, en þá verður hún haldin í Berlín. Steingrímur sagði gildi þessa vettvangs fyrir skoðanaskipti þingmanna frá umræddum löndum ekki síst felast í því að á honum sætu einnig fulltrúar Rússlands. Í gegnum Norðurlandasamstarfið, EES-samstarfið og fleiri stofnanir ættu íslenskir fulltrúar náin samskipti við sömu lönd og starfa saman innan Eystrasaltsráðsins, en það væri ein fárra evrópskra samstarfsstofnana þar sem Rússar tækju þátt á jafnréttisgrundvelli. Gennadíj Khripel, þingmaður á rússneska sambandsþinginu sem á sæti í fastanefnd Þingmannaráðstefnunnar, tjáði Fréttablaðinu að þessi vettvangur hefði í fimmtán ára sögu sinni gegnt mikilvægu hlutverki við að brjóta ís tortryggninnar og byggja upp traust á milli þjóðanna í kringum Eystrasaltið, sem Járntjaldið skildi að á dögum kalda stríðsins. Diana Wallis, þingmaður á Evrópuþinginu, vakti athygli á því samkomulagi sem í gildi er milli Grænlands og Evrópusambandsins um þann þátt Norðlægu víddarinnar sem snertir málefni norðurheimskautsins. Þannig bæri ekki einungis að líta á Norðlæga vídd ESB í tengslum við Eystrasaltið. Vandamál eins og loftslagsbreytingar og annar umhverfisvandi, sem væru áberandi á norðurslóðum, skiptu einnig máli fyrir Eystrasaltssvæðið. Hún bauð til þingmannaráðstefnu á vegum Evrópuþingsins um Norðlægu víddina í nóvember næstkomandi.
Erlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira