Verður skrítið að leika gegn Chelsea 5. september 2006 00:00 Eiður Smári Guðjohnsen MYND/Ole nielsen Eiður Smári Guðjohnsen sló rækilega í gegn í sínum fyrsta leik með Barcelona í spænsku deildinni, en hann skoraði sigurmarkið gegn Celta Vigo. Félag hans kynnir Eið rækilega til leiks á heimasíðu sinni þessa dagana. Eiður var í athyglisverðu spjalli á heimasíðunni í gær þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig það yrði fyrir hann að mæta Chelsea í Meistaradeildinni með Barcelona. "Ég var ánægður þegar ég sá að við áttum að leika gegn Chelsea. Ég get ekki neitað því að það verður skrítið að mæta Chelsea því ég lék svo lengi með liðinu," sagði Eiður Smári við heimasíðu Barcelona en hvernig heldur hann að verði tekið á móti sér á Stamford Bridge? eiður smári Segist vera stoltur af uppruna sínum og að það sé heiður að leika fyrir íslenska landsliðið. fréttablaðið/ole nielsen "Ég vona að það verði tekið vel á móti mér. Ég hef talað um þá virðingu sem ég ber fyrir Chelsea, ég var ánægður hjá liðinu og mér leið vel allan þann tíma sem ég var í herbúðum þess. Svo náðum við fínum árangri á síðustu tveim árum þannig að ég vona að stuðningsmennirnir taki vel á móti mér," sagði Eiður en hann ætlar eðlilega að láta þjálfara Barcelona, Frank Rijkaard, í té upplýsingar um Chelsea og leikaðferðir liðsins. Eiður talar í viðtalinu einnig um það hversu vel hafi verið tekið á móti sér hjá félaginu og hann imprar einnig enn og aftur á því að ekki sé hægt að bera hann og Henrik Larsson saman. Eiður talar einnig um hversu mikill heiður það sé fyrir sig að leika með landsliðinu."Ég verð alltaf að muna hvaðan ég kem og fyrir mér er það heiður að leika fyrir Ísland. Ég er fyrirliði landsliðsins og fólkið heima ætlast til mikils af mér. Við strákarnir í landsliðinu verðum alltaf að gefa allt í leikina og þá verður íslenska þjóðin hamingjusöm. Annars er mikill munur á því að leika fyrir Barcelona og Ísland því með Barcelona er sótt grimmt til sigurs en það er ekki hægt með íslenska landsliðinu," sagði Eiður Smári. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sló rækilega í gegn í sínum fyrsta leik með Barcelona í spænsku deildinni, en hann skoraði sigurmarkið gegn Celta Vigo. Félag hans kynnir Eið rækilega til leiks á heimasíðu sinni þessa dagana. Eiður var í athyglisverðu spjalli á heimasíðunni í gær þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig það yrði fyrir hann að mæta Chelsea í Meistaradeildinni með Barcelona. "Ég var ánægður þegar ég sá að við áttum að leika gegn Chelsea. Ég get ekki neitað því að það verður skrítið að mæta Chelsea því ég lék svo lengi með liðinu," sagði Eiður Smári við heimasíðu Barcelona en hvernig heldur hann að verði tekið á móti sér á Stamford Bridge? eiður smári Segist vera stoltur af uppruna sínum og að það sé heiður að leika fyrir íslenska landsliðið. fréttablaðið/ole nielsen "Ég vona að það verði tekið vel á móti mér. Ég hef talað um þá virðingu sem ég ber fyrir Chelsea, ég var ánægður hjá liðinu og mér leið vel allan þann tíma sem ég var í herbúðum þess. Svo náðum við fínum árangri á síðustu tveim árum þannig að ég vona að stuðningsmennirnir taki vel á móti mér," sagði Eiður en hann ætlar eðlilega að láta þjálfara Barcelona, Frank Rijkaard, í té upplýsingar um Chelsea og leikaðferðir liðsins. Eiður talar í viðtalinu einnig um það hversu vel hafi verið tekið á móti sér hjá félaginu og hann imprar einnig enn og aftur á því að ekki sé hægt að bera hann og Henrik Larsson saman. Eiður talar einnig um hversu mikill heiður það sé fyrir sig að leika með landsliðinu."Ég verð alltaf að muna hvaðan ég kem og fyrir mér er það heiður að leika fyrir Ísland. Ég er fyrirliði landsliðsins og fólkið heima ætlast til mikils af mér. Við strákarnir í landsliðinu verðum alltaf að gefa allt í leikina og þá verður íslenska þjóðin hamingjusöm. Annars er mikill munur á því að leika fyrir Barcelona og Ísland því með Barcelona er sótt grimmt til sigurs en það er ekki hægt með íslenska landsliðinu," sagði Eiður Smári.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira