Við viljum engin ofurlaun á Íslandi 23. ágúst 2006 05:15 Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um svokölluð ofurlaun. Frétt um, að forstjóri KB banka hefði 22 milljónir á mánuði hratt þessari umræðu af stað. Mönnum hefur lengi verið ljóst, að launamunur væri orðinn mjög mikill, einkum í fjármálageiranum. Áður hafa verið nefndar háar tölur, nokkrar milljónir á mánuði í laun. En 22 milljónir á mánuði var dropinn sem fyllti mælinn. Sjálfsagt er hér um að ræða árangurstengd laun að einhverju leyti og tekjur vegna heimildar til kaupréttar á hlutabréfum. En hvernig svo sem ofurtekjurnar eru tilkomnar eru þær gersamlega út úr korti. Það verðskuldar enginn launamaður svona háar mánaðartekjur. Ef afkoma KB banka er svona góð á að láta viðskiptavini bankans njóta þess með lækkun þjónustugjalda og útlánsvaxta.Síðan á að hækka laun almennra starfsmanna bankans. Það er ekki nóg að hækka laun bankastjóra upp úr öllu valdi. Reynt hefur verið að halda því fram, að ofurlaunin séu nauðsynleg til þess að bankarnir geti náð í mjög góða starfsmenn, sem ella myndu fara til starfa erlendis. Einnig hefur verið bent á, að ofurlaunin tíðkist í bönkum og fjármálastofnunum erlendis og þar sem íslenskir bankar starfi í erlendu fjármálaumhverfi verði þeir að fylgja erlendri launastefnu. Þetta er rangt. Ísland getur ekki fylgt erlendri ofurlaunastefnu. Í Bandaríkjunum eru skurðlæknar t.d. á ofurlaunum, svo og eftirsóttir forstjórar og ritstjórar. Hvað fyndist almenningi um það ef góðir skurðlæknar hér fengju 22 milljónir á mánuði? Forstjóri banka er ekki mikilvægari starfsmaður en góður skurðlæknir. Í rauninni má með sanni segja, að starfsfólk allra starfsgreina sé mikilvægt. Starfsfólk fjármálastofnana er ekki mikilvægara eða hæfara en starfsfólk annarra greina. Sem betur fer finnst í öllum greinum hæft starfsfólk. Við eigum t.d. nú orðið afburða góða vísindamenn. En við getum ekki greitt þeim 22 milljónir á mánuði og okkur dettur ekki í hug, að árangurstengja laun þeirra. Stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt ofurlaun og hafa sagt, að stórfyrirtækin verði að sýna samfélagslega ábyrgð. Einnig hafa þeir bent á, að lífeyrissjóðirnir gætu látið mál þetta til sín taka, m.a. með því að fjárfesta ekki í fyrirtækjum, sem reka ofurlaunastefnu. Vegna ofurlauna er nauðsynlegt að taka upp hátekjuskatt, sem skattleggi myndarlega hæstu tekjur (ofurlaun). Það lýsir vel stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar í skattamálum, að skattar skuli hafa verið hækkaðir á lægstu launum en lækkaðir á hæstu launum. Eðlilegra væri að þessu væri öfugt farið. Þeir sem hafa breiðu bökin eiga að bera þyngstu skattbyrðina en það á að hlífa þeim, sem hafa lægstu launin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um svokölluð ofurlaun. Frétt um, að forstjóri KB banka hefði 22 milljónir á mánuði hratt þessari umræðu af stað. Mönnum hefur lengi verið ljóst, að launamunur væri orðinn mjög mikill, einkum í fjármálageiranum. Áður hafa verið nefndar háar tölur, nokkrar milljónir á mánuði í laun. En 22 milljónir á mánuði var dropinn sem fyllti mælinn. Sjálfsagt er hér um að ræða árangurstengd laun að einhverju leyti og tekjur vegna heimildar til kaupréttar á hlutabréfum. En hvernig svo sem ofurtekjurnar eru tilkomnar eru þær gersamlega út úr korti. Það verðskuldar enginn launamaður svona háar mánaðartekjur. Ef afkoma KB banka er svona góð á að láta viðskiptavini bankans njóta þess með lækkun þjónustugjalda og útlánsvaxta.Síðan á að hækka laun almennra starfsmanna bankans. Það er ekki nóg að hækka laun bankastjóra upp úr öllu valdi. Reynt hefur verið að halda því fram, að ofurlaunin séu nauðsynleg til þess að bankarnir geti náð í mjög góða starfsmenn, sem ella myndu fara til starfa erlendis. Einnig hefur verið bent á, að ofurlaunin tíðkist í bönkum og fjármálastofnunum erlendis og þar sem íslenskir bankar starfi í erlendu fjármálaumhverfi verði þeir að fylgja erlendri launastefnu. Þetta er rangt. Ísland getur ekki fylgt erlendri ofurlaunastefnu. Í Bandaríkjunum eru skurðlæknar t.d. á ofurlaunum, svo og eftirsóttir forstjórar og ritstjórar. Hvað fyndist almenningi um það ef góðir skurðlæknar hér fengju 22 milljónir á mánuði? Forstjóri banka er ekki mikilvægari starfsmaður en góður skurðlæknir. Í rauninni má með sanni segja, að starfsfólk allra starfsgreina sé mikilvægt. Starfsfólk fjármálastofnana er ekki mikilvægara eða hæfara en starfsfólk annarra greina. Sem betur fer finnst í öllum greinum hæft starfsfólk. Við eigum t.d. nú orðið afburða góða vísindamenn. En við getum ekki greitt þeim 22 milljónir á mánuði og okkur dettur ekki í hug, að árangurstengja laun þeirra. Stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt ofurlaun og hafa sagt, að stórfyrirtækin verði að sýna samfélagslega ábyrgð. Einnig hafa þeir bent á, að lífeyrissjóðirnir gætu látið mál þetta til sín taka, m.a. með því að fjárfesta ekki í fyrirtækjum, sem reka ofurlaunastefnu. Vegna ofurlauna er nauðsynlegt að taka upp hátekjuskatt, sem skattleggi myndarlega hæstu tekjur (ofurlaun). Það lýsir vel stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar í skattamálum, að skattar skuli hafa verið hækkaðir á lægstu launum en lækkaðir á hæstu launum. Eðlilegra væri að þessu væri öfugt farið. Þeir sem hafa breiðu bökin eiga að bera þyngstu skattbyrðina en það á að hlífa þeim, sem hafa lægstu launin.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun