Með bitsár á hálsinum 12. ágúst 2006 09:15 vettvangur glæpsins Á þessum göngustíg var ráðist á tvítuga stúlku á leið til vinnu. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi falið sig í gróðrinum og beðið færis. MYND/Hrönn Rétt liðlega tvítug stúlka varð fyrir hrottafenginni árás á myrkvuðum göngustíg milli neðra Breiðholts og Fellahverfis um fjögurleytið aðfaranótt fimmtudags. Árásarmaðurinn réðst aftan að stúlkunni þar sem hún gekk, dró sjal sem stúlkan klæddist yfir höfuð hennar og skellti henni niður á jörðina. Að sögn lögreglu reyndi maðurinn þá að afklæða stúlkuna og koma fram vilja sínum. Stúlkan veitti hetjulega mótspyrnu en í miðjum átökunum beit árásarmaðurinn stúlkuna í hálsinn svo að ljótt bitsár er eftir. Þá er stúlkan með áverka á baki eftir hné árásarmannsins og lemstruð á sál og líkama, að sögn aðstandenda. Áður en maðurinn hafði sig á brott rændi hann stúlkuna. Hann tók veski hennar, sem innihélt um fimm þúsund krónur í peningum, og farsíma. Stúlkan komst við illan leik á Select-bensínstöðina við Æsufell, þar sem afgreiðslufólk gerði lögreglu viðvart. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi hreiðrað um sig í rjóðri og beðið færis, en svæðið þar sem göngustígurinn liggur er mjög gróið og illa upplýst. Að sögn kunnugra var þetta einungis fjórða ferð stúlkunnar um göngustíginn, en hún hafði nýverið tekið íbúð á leigu í nágrenninu. Stúlkan var á leið til vinnu, en hún er bakaranemi í Breiðholtsbakaríi við Völvufell. „Hún var svo ánægð með nýju íbúðina og að hún gæti gengið í vinnuna og svo gerist eitthvað svona hræðilegt," segir Petrína Bergvinsdóttir, samstarfskona stúlkunnar í Breiðholtsbakaríi. Hún segir samstarfsfólk stúlkunnar felmtri slegið yfir atburðinum. „Við erum auðvitað allar í sjokki yfir þessu. Ég þarf sjálf að ganga í vinnuna og ég hef alltaf með mér regnhlíf hvernig sem viðrar, fyrir barefli ef eitthvað skyldi gerast. Miðað við það sem ég hef séð á gangi mínum í gegnum Elliðaárdalinn var bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona myndi gerast," segir Petrína. Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina og að sögn lögreglu er fátt um vísbendingar og enginn grunaður um verknaðinn. Árásarmaðurinn gengur því enn laus. Innlent Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Rétt liðlega tvítug stúlka varð fyrir hrottafenginni árás á myrkvuðum göngustíg milli neðra Breiðholts og Fellahverfis um fjögurleytið aðfaranótt fimmtudags. Árásarmaðurinn réðst aftan að stúlkunni þar sem hún gekk, dró sjal sem stúlkan klæddist yfir höfuð hennar og skellti henni niður á jörðina. Að sögn lögreglu reyndi maðurinn þá að afklæða stúlkuna og koma fram vilja sínum. Stúlkan veitti hetjulega mótspyrnu en í miðjum átökunum beit árásarmaðurinn stúlkuna í hálsinn svo að ljótt bitsár er eftir. Þá er stúlkan með áverka á baki eftir hné árásarmannsins og lemstruð á sál og líkama, að sögn aðstandenda. Áður en maðurinn hafði sig á brott rændi hann stúlkuna. Hann tók veski hennar, sem innihélt um fimm þúsund krónur í peningum, og farsíma. Stúlkan komst við illan leik á Select-bensínstöðina við Æsufell, þar sem afgreiðslufólk gerði lögreglu viðvart. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi hreiðrað um sig í rjóðri og beðið færis, en svæðið þar sem göngustígurinn liggur er mjög gróið og illa upplýst. Að sögn kunnugra var þetta einungis fjórða ferð stúlkunnar um göngustíginn, en hún hafði nýverið tekið íbúð á leigu í nágrenninu. Stúlkan var á leið til vinnu, en hún er bakaranemi í Breiðholtsbakaríi við Völvufell. „Hún var svo ánægð með nýju íbúðina og að hún gæti gengið í vinnuna og svo gerist eitthvað svona hræðilegt," segir Petrína Bergvinsdóttir, samstarfskona stúlkunnar í Breiðholtsbakaríi. Hún segir samstarfsfólk stúlkunnar felmtri slegið yfir atburðinum. „Við erum auðvitað allar í sjokki yfir þessu. Ég þarf sjálf að ganga í vinnuna og ég hef alltaf með mér regnhlíf hvernig sem viðrar, fyrir barefli ef eitthvað skyldi gerast. Miðað við það sem ég hef séð á gangi mínum í gegnum Elliðaárdalinn var bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona myndi gerast," segir Petrína. Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina og að sögn lögreglu er fátt um vísbendingar og enginn grunaður um verknaðinn. Árásarmaðurinn gengur því enn laus.
Innlent Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira