Ofurlaun 12. ágúst 2006 08:45 Það er staðreynd, sem stundum er vanmetin, að sumir hafa meiri áhuga á peningum en aðrir. Margt fólk leitar annars í lífinu en að eiga ofsalega mikið fé, þótt flestir vilji jú eiga nóg að bíta og brenna. Sumir telja veraldlegan auð mikinn hégóma. Aðrir eru kapítalistar. Kapítalisti er samkvæmt minni skilgreiningu manneskja sem á nóga peninga, en vill samt alltaf meira. Þannig eru sumir kapítalistar, en aðrir ekki. Nákvæmlega eins og sumir eru alkóhólistar, en aðrir ekki. Alkóhólisti drekkur alltaf meira en hann þarf. EINHVERJIR kunna að lesa úr þessari skilgreiningu ákveðið virðingarleysi gagnvart auðmönnum, líkt og ég telji auðsöfnun þeirra bera vitni um fíkn. Kannski er það of langt gengið, en þó ekki fjarri lagi. Einu sinni sá ég viðtal við auðmann. Hann var spurður hvað drifi hann áfram. Hvers vegna vildi hann alltaf meira? Átti hann ekki nóg? Hann svaraði með því að líkja sér við íþróttamann. Hann vildi alltaf stökkva hærra. Hlaupa hraðar. Á ákveðnu stigi hætta peningar að vera peningar. Venjulegt fólk notar peninga sem gjaldmiðil. Maður fær þá fyrir að gera eitthvað ákveðið. Og maður notar þá til þess að kaupa sér eitthvað ákveðið. Á vissu stigi auðsöfnunar hættir þetta að vera svona. Magn peninganna verður slíkt að tilvist þeirra er ekki lengur fyrst og fremst spurning um að geta keypt eitthvað – það er orðið aukaatriði – heldur eru peningarnir orðnir að tákni um vissa tegund af afmarkaðri velgengni. Sumir eru góðir í bridge. Aðrir eru góðir í að kaupa og selja. ÞETTA er þó aðeins önnur hliðin á peningnum. Í umræðu um ofurlaun forstjóranna undanfarið hafa margir hlaupið til og fordæmt misskiptingu auðsins. Launabilið er orðið tvöhundruðfalt. Nú er ég einn af þeim sem telja ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að eiga skrilljón trilljónir, átta einkaþotur og fimmtíuogfimm sportbíla. Hver á að fara með alla þessa bíla í smurningu? Aukinheldur tel ég að það sé ekki eftirsóknarvert að sitja heima hjá sér með fimm tölvuskjái og fylgjast með þróun markaða í því augnamiði að græða sem mest fé. Betra er að vera hamingjusamur með minna fé en stressaður með mikið. EN þó vil ég segja eftirfarandi: Misskiptingin er áhyggjuefni. Ekki vegna þess að sumir eru orðnir ofsalega ríkir, heldur vegna þess hversu margir eru fátækir. Það er ekki ástæða til að fordæma há laun ef þeirra er réttlátlega aflað – sem er reyndar ekki alltaf raunin – heldur er meiri ástæða til að fordæma það að fátækt líðist í landinu. Þá fordæmingu skortir stundum og aðgerðir að sama skapi. Niðurstaðan er þessi: Ef enginn þarf að búa við skort og ef allir eiga jöfn tækifæri á því, ef þeir svo kjósa með mikilli vinnu og menntun að verða ríkir, þá er mér slétt sama um það í hversu mörgum heimsálfum sumir eiga hús. Nokkuð skortir hins vegar upp á að þessum skilyrðum sé fullnægt. Innlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Það er staðreynd, sem stundum er vanmetin, að sumir hafa meiri áhuga á peningum en aðrir. Margt fólk leitar annars í lífinu en að eiga ofsalega mikið fé, þótt flestir vilji jú eiga nóg að bíta og brenna. Sumir telja veraldlegan auð mikinn hégóma. Aðrir eru kapítalistar. Kapítalisti er samkvæmt minni skilgreiningu manneskja sem á nóga peninga, en vill samt alltaf meira. Þannig eru sumir kapítalistar, en aðrir ekki. Nákvæmlega eins og sumir eru alkóhólistar, en aðrir ekki. Alkóhólisti drekkur alltaf meira en hann þarf. EINHVERJIR kunna að lesa úr þessari skilgreiningu ákveðið virðingarleysi gagnvart auðmönnum, líkt og ég telji auðsöfnun þeirra bera vitni um fíkn. Kannski er það of langt gengið, en þó ekki fjarri lagi. Einu sinni sá ég viðtal við auðmann. Hann var spurður hvað drifi hann áfram. Hvers vegna vildi hann alltaf meira? Átti hann ekki nóg? Hann svaraði með því að líkja sér við íþróttamann. Hann vildi alltaf stökkva hærra. Hlaupa hraðar. Á ákveðnu stigi hætta peningar að vera peningar. Venjulegt fólk notar peninga sem gjaldmiðil. Maður fær þá fyrir að gera eitthvað ákveðið. Og maður notar þá til þess að kaupa sér eitthvað ákveðið. Á vissu stigi auðsöfnunar hættir þetta að vera svona. Magn peninganna verður slíkt að tilvist þeirra er ekki lengur fyrst og fremst spurning um að geta keypt eitthvað – það er orðið aukaatriði – heldur eru peningarnir orðnir að tákni um vissa tegund af afmarkaðri velgengni. Sumir eru góðir í bridge. Aðrir eru góðir í að kaupa og selja. ÞETTA er þó aðeins önnur hliðin á peningnum. Í umræðu um ofurlaun forstjóranna undanfarið hafa margir hlaupið til og fordæmt misskiptingu auðsins. Launabilið er orðið tvöhundruðfalt. Nú er ég einn af þeim sem telja ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að eiga skrilljón trilljónir, átta einkaþotur og fimmtíuogfimm sportbíla. Hver á að fara með alla þessa bíla í smurningu? Aukinheldur tel ég að það sé ekki eftirsóknarvert að sitja heima hjá sér með fimm tölvuskjái og fylgjast með þróun markaða í því augnamiði að græða sem mest fé. Betra er að vera hamingjusamur með minna fé en stressaður með mikið. EN þó vil ég segja eftirfarandi: Misskiptingin er áhyggjuefni. Ekki vegna þess að sumir eru orðnir ofsalega ríkir, heldur vegna þess hversu margir eru fátækir. Það er ekki ástæða til að fordæma há laun ef þeirra er réttlátlega aflað – sem er reyndar ekki alltaf raunin – heldur er meiri ástæða til að fordæma það að fátækt líðist í landinu. Þá fordæmingu skortir stundum og aðgerðir að sama skapi. Niðurstaðan er þessi: Ef enginn þarf að búa við skort og ef allir eiga jöfn tækifæri á því, ef þeir svo kjósa með mikilli vinnu og menntun að verða ríkir, þá er mér slétt sama um það í hversu mörgum heimsálfum sumir eiga hús. Nokkuð skortir hins vegar upp á að þessum skilyrðum sé fullnægt.
Innlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent