Eimskip gæti fengið milljarð króna í sekt 11. ágúst 2006 07:30 Uppskipun í Sundahöfn Nú hyllir undir lok rannsóknar samkeppnisyfirvalda á meintum brotum Eimskipafélagsins á samkeppnislögum, en rannsóknin hófst haustið 2002. Síðan þá hefur félagið skipt um eigendur og stjórn. MYND/GVA Rannsókn samkeppnisyfirvalda á meintum ólögmætum starfsháttum Eimskipafélagsins er á lokastigi og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er búist við niðurstöðu á haustmánuðum. Eimskip hefur gögn Samkeppniseftirlitsins til skoðunar og á eftir að koma að andmælum sínum, en í þeim er samkvæmt heimildum blaðsins gert ráð fyrir því að Eimskip verði sektað um sem nemur einum milljarði króna. Rannsóknin hófst með húsleit Samkeppnisstofnunar í skrifstofum Eimskipafélagsins í Reykjavík í septemberbyrjun 2002, eftir kæru Samskipa í ágústlok sama ár. Samskip vildi að kannað yrði hvort Eimskipafélagið hefði brotið gegn samkeppnislögum í flutningastarfsemi sinni, meðal annars með undirboðum og misnotkun á markaðsráðandi stöðu í sjóflutningum. Samkomulag var um það gert milli málsaðila að Eimskip fengi eitt að sjá niðurstöður rannsóknarinnar og koma að andmælum áður en endanleg niðurstaða yrði kynnt. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, staðfestir að lögfræðingar félagsins hafi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins til skoðunar. Hann segir málið nokkuð flókið og enn mikla óvissu um endanlega niðurstöðu þess og því ekki tímabært að tjá sig um það efnislega. Síðan rannsóknin á meintum brotum Eimskipafélagsins hófst hafa orðið eigendaskipti á félaginu, auk þess sem skipt hefur verið um stjórnendur. Vaknar því spurning um hvar ábyrgðin liggi, verði niðurstaðan á endanum sú að félagið hafi brotið gegn samkeppnislögum og þurfi að greiða sekt. Burðarás keypti Eimskipafélagið hf. og síðan var, við samruna Burðaráss við Straum, gerð sérstök niðurfærsla vegna rannsóknarinnar. Í dag er Eimskip eitt dótturfélaga Avion Group, en Avion keypti Eimskip í maí í fyrra. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að mál Eimskipafélagsins sé enn til rannsóknar hjá stofnuninni en kveðst hvorki vilja tjá sig um hvar rannsóknin sé stödd eða hvenær henni kunni að ljúka. Þegar þar að kemur segir hann niðurstöðu stofnunarinnar verða birta á vef hennar, samkeppni.is. Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Rannsókn samkeppnisyfirvalda á meintum ólögmætum starfsháttum Eimskipafélagsins er á lokastigi og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er búist við niðurstöðu á haustmánuðum. Eimskip hefur gögn Samkeppniseftirlitsins til skoðunar og á eftir að koma að andmælum sínum, en í þeim er samkvæmt heimildum blaðsins gert ráð fyrir því að Eimskip verði sektað um sem nemur einum milljarði króna. Rannsóknin hófst með húsleit Samkeppnisstofnunar í skrifstofum Eimskipafélagsins í Reykjavík í septemberbyrjun 2002, eftir kæru Samskipa í ágústlok sama ár. Samskip vildi að kannað yrði hvort Eimskipafélagið hefði brotið gegn samkeppnislögum í flutningastarfsemi sinni, meðal annars með undirboðum og misnotkun á markaðsráðandi stöðu í sjóflutningum. Samkomulag var um það gert milli málsaðila að Eimskip fengi eitt að sjá niðurstöður rannsóknarinnar og koma að andmælum áður en endanleg niðurstaða yrði kynnt. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, staðfestir að lögfræðingar félagsins hafi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins til skoðunar. Hann segir málið nokkuð flókið og enn mikla óvissu um endanlega niðurstöðu þess og því ekki tímabært að tjá sig um það efnislega. Síðan rannsóknin á meintum brotum Eimskipafélagsins hófst hafa orðið eigendaskipti á félaginu, auk þess sem skipt hefur verið um stjórnendur. Vaknar því spurning um hvar ábyrgðin liggi, verði niðurstaðan á endanum sú að félagið hafi brotið gegn samkeppnislögum og þurfi að greiða sekt. Burðarás keypti Eimskipafélagið hf. og síðan var, við samruna Burðaráss við Straum, gerð sérstök niðurfærsla vegna rannsóknarinnar. Í dag er Eimskip eitt dótturfélaga Avion Group, en Avion keypti Eimskip í maí í fyrra. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að mál Eimskipafélagsins sé enn til rannsóknar hjá stofnuninni en kveðst hvorki vilja tjá sig um hvar rannsóknin sé stödd eða hvenær henni kunni að ljúka. Þegar þar að kemur segir hann niðurstöðu stofnunarinnar verða birta á vef hennar, samkeppni.is.
Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira