Leikskólakennarar fást enn ekki til starfa á leikskólum 10. ágúst 2006 08:00 LEIKSKÓLASTARF. Erfitt getur reynst að taka við börnum af biðlista í haust ef ekki tekst að fullmanna leikskólana. MYND/vilhelm Búast má við að ráða þurfi ófaglært starfsfólk í stað leikskólakennara í haust, að sögn Bjargar Bjarnadóttur, formanns Félags leikskólakennara. Björg segir sögur um manneklu á leikskólum hljóma kunnuglega og telur líklegt að allir leikskólakennarar séu þegar búnir að ráða sig. Guðný Hjálmarsdóttir, leikskólastjóri á Maríuborg í Grafarholti, segir að nú vanti leikskólann þrjá leikskólakennara og aðstoð í eldhús. „Ég er búin að auglýsa tvisvar eftir leikskólakennurum í Fréttablaðinu án þess að fá viðbrögð.“ María segir þetta óvanalegt því yfirleitt komi fyrirspurnir um störf í kjölfar auglýsinga. „Það hefur verið regla hjá mér að ráða ekki yngra starfsfólk en 22 ára en nú gæti farið svo að ég þurfi að gera undantekningu á þeirri reglu vegna manneklu.“ Guðný gerir sér ekki miklar vonir um að fá menntaða leikskólakennara í þær stöður sem enn eru ómannaðar. „Það er alveg ljóst að ef ekki tekst að manna þessar stöður verður erfitt að taka við þeim börnum sem búið var að lofa plássi í haust.“ Guðný segir léleg laun á leikskólum eina helstu ástæðu þess að svo illa gangi að manna stöðurnar. Vel gengur að manna stöður við leikskólann Kiðagil á Akureyri, að sögn Snjólaugar Brjánsdóttur leikskólastjóra. Hún segir að þeir leikskólakennarar sem menntaðir séu við Háskólann á Akureyri skili sér vel í leikskólana á Akureyri. Betur hefur gengið að ráða í stöður grunnskólakennara nú en oft áður, að sögn Þorsteins Hjartarsonar, skólastjóri Fellaskóla, en aðeins á eftir að manna stöðu heimilisfræðikennara við skólann. Árdís Ívarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Borgaskóla í Grafarvogi, segir að ennþá séu einhverjir lausir endar varðandi ráðningar en vonast til að á næstu dögum náist að fullmanna skólann. Staðan er sömuleiðis góð við grunnskólann í Hveragerði. Þar vantar danskennara og þroskaþjálfa en ráðið var í aðrar stöður fyrr í sumar, að sögn Páls Leós Jónssonar, aðstoðarskólastjóra Grunnskólans í Hveragerði. Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Búast má við að ráða þurfi ófaglært starfsfólk í stað leikskólakennara í haust, að sögn Bjargar Bjarnadóttur, formanns Félags leikskólakennara. Björg segir sögur um manneklu á leikskólum hljóma kunnuglega og telur líklegt að allir leikskólakennarar séu þegar búnir að ráða sig. Guðný Hjálmarsdóttir, leikskólastjóri á Maríuborg í Grafarholti, segir að nú vanti leikskólann þrjá leikskólakennara og aðstoð í eldhús. „Ég er búin að auglýsa tvisvar eftir leikskólakennurum í Fréttablaðinu án þess að fá viðbrögð.“ María segir þetta óvanalegt því yfirleitt komi fyrirspurnir um störf í kjölfar auglýsinga. „Það hefur verið regla hjá mér að ráða ekki yngra starfsfólk en 22 ára en nú gæti farið svo að ég þurfi að gera undantekningu á þeirri reglu vegna manneklu.“ Guðný gerir sér ekki miklar vonir um að fá menntaða leikskólakennara í þær stöður sem enn eru ómannaðar. „Það er alveg ljóst að ef ekki tekst að manna þessar stöður verður erfitt að taka við þeim börnum sem búið var að lofa plássi í haust.“ Guðný segir léleg laun á leikskólum eina helstu ástæðu þess að svo illa gangi að manna stöðurnar. Vel gengur að manna stöður við leikskólann Kiðagil á Akureyri, að sögn Snjólaugar Brjánsdóttur leikskólastjóra. Hún segir að þeir leikskólakennarar sem menntaðir séu við Háskólann á Akureyri skili sér vel í leikskólana á Akureyri. Betur hefur gengið að ráða í stöður grunnskólakennara nú en oft áður, að sögn Þorsteins Hjartarsonar, skólastjóri Fellaskóla, en aðeins á eftir að manna stöðu heimilisfræðikennara við skólann. Árdís Ívarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Borgaskóla í Grafarvogi, segir að ennþá séu einhverjir lausir endar varðandi ráðningar en vonast til að á næstu dögum náist að fullmanna skólann. Staðan er sömuleiðis góð við grunnskólann í Hveragerði. Þar vantar danskennara og þroskaþjálfa en ráðið var í aðrar stöður fyrr í sumar, að sögn Páls Leós Jónssonar, aðstoðarskólastjóra Grunnskólans í Hveragerði.
Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira