Óvissa ríkjandi um hagkvæmni stóriðju 10. ágúst 2006 07:15 Gera þarf orkugeirann gagnsærri, segir Val Koromzay, yfirmaður landarannsókna efnahagsdeildar Efnahags- og þróunarstofnunarinnar í París, OECD. Hann kynnti í gærmorgun, ásamt Hannes Suppanz, hagfræðingi á skrifstofu OECD sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna, efni nýrrar skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi. Koromzay segir óvissu vera uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu. Að mörgu leyti stendur landið sig frábærlega í auðlindastjórnun og nægir að benda á sjávarútveginn og kvótakerfið. Sömu sögu er því miður ekki að segja um orkugeirann. Þar er þörf á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum er búinn. Hann segir ljóst að eina leið þjóðarinnar til orkuútflutnings sé með sölu til stóriðju. En það hefur enginn hugmynd um hverju það skilar til þjóðarinnar því allt gagnsæi vantar. Telur Koromazay að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu, opna þurfi iðnaðinn og auka með því gagnsæi og samkeppni um leið og frekari stóriðja verði metin á breiðum gagnsæjum kostnaðar- og ábatagrundvelli, þar sem tekið verði tillit til þátta á borð við viðeigandi landleigu fyrir notkun náttúrugæða, umhverfisáhrif og þjóðhagslegar afleiðingar. Sem stendur er litið á orkusölusamninga sem viðskiptaleyndarmál þannig að við vitum ekki hvort viðunandi verð fæst fyrir orkuna, segir Koromazay. Þá segir í skýrslu OECD að æskilegt sé að fresta hér nýjum stóriðjuframkvæmdum þar til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. OECD telur að þensluáhrifum skattalækkana verði að mæta með viðbótarniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu, auk þess sem stjórn peningamála þurfi að vera ströng áfram. Þannig gerir stofnunin ráð fyrir því að vextir hér þurfi enn að hækka. Góður árangur felur samt í sér vanda fyrir stjórn efnahagsmála, því erfitt getur verið fyrir stjórnmálamenn að halda fram þörfinni á aðhaldi og enn frekari afgangi á ríkissjóði þegar hann er þegar ríflegur, segir Hannes Suppanz. Innlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Gera þarf orkugeirann gagnsærri, segir Val Koromzay, yfirmaður landarannsókna efnahagsdeildar Efnahags- og þróunarstofnunarinnar í París, OECD. Hann kynnti í gærmorgun, ásamt Hannes Suppanz, hagfræðingi á skrifstofu OECD sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna, efni nýrrar skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi. Koromzay segir óvissu vera uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu. Að mörgu leyti stendur landið sig frábærlega í auðlindastjórnun og nægir að benda á sjávarútveginn og kvótakerfið. Sömu sögu er því miður ekki að segja um orkugeirann. Þar er þörf á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum er búinn. Hann segir ljóst að eina leið þjóðarinnar til orkuútflutnings sé með sölu til stóriðju. En það hefur enginn hugmynd um hverju það skilar til þjóðarinnar því allt gagnsæi vantar. Telur Koromazay að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu, opna þurfi iðnaðinn og auka með því gagnsæi og samkeppni um leið og frekari stóriðja verði metin á breiðum gagnsæjum kostnaðar- og ábatagrundvelli, þar sem tekið verði tillit til þátta á borð við viðeigandi landleigu fyrir notkun náttúrugæða, umhverfisáhrif og þjóðhagslegar afleiðingar. Sem stendur er litið á orkusölusamninga sem viðskiptaleyndarmál þannig að við vitum ekki hvort viðunandi verð fæst fyrir orkuna, segir Koromazay. Þá segir í skýrslu OECD að æskilegt sé að fresta hér nýjum stóriðjuframkvæmdum þar til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. OECD telur að þensluáhrifum skattalækkana verði að mæta með viðbótarniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu, auk þess sem stjórn peningamála þurfi að vera ströng áfram. Þannig gerir stofnunin ráð fyrir því að vextir hér þurfi enn að hækka. Góður árangur felur samt í sér vanda fyrir stjórn efnahagsmála, því erfitt getur verið fyrir stjórnmálamenn að halda fram þörfinni á aðhaldi og enn frekari afgangi á ríkissjóði þegar hann er þegar ríflegur, segir Hannes Suppanz.
Innlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira