Nýju mennirnir björguðu Liverpool 10. ágúst 2006 11:45 craig bellamy Skoraði dýrmætt mark fyrir Liverpool í gær. MYND/nordic photos/afp Fyrrum Evrópumeistarar Liverpool lentu í talsverðum vandræðum á heimavelli í gær er liðið tók á móti ísraelska liðinu Maccabi Haifa. Ísraelsmennirnir voru fyrri til að skora í leiknum eftir slæm varnarmistök hjá Finnanum Sami Hyypiä. Craig Bellamy náði skömmu síðar að jafna metin fyrir Liverpool í sínum fyrsta alvöruleik með liðinu og eftir langar og þungar sóknarlotur í síðari hálfleik tókst Chile-manninum Mark Gonzalez að tryggja þeim ensku sigurinn með marki á 88. mínútu. Þetta var einnig fyrsti stóri leikur Gonzalez með liðinu. Brasilíumaðurinn Gustavo Boccoli skoraði mark Maccabi. Liverpool-menn voru lengi í gang en mark Ísraelsmannanna kom eftir um hálftímaleik. Undir lok hálfleiksins tóku heimamenn völdin á vellinum en máttu sig svo prísa sig sæla að hafa ekki lent aftur marki undir undir miðbik síðari hálfleiksins er Colautti átti skalla rétt framhjá marki Liverpool. Þeir ensku sóttu svo stíft undir lok leiksins og kom markið loks í blálokin. Niðurstaðan því 2-1 sigur en lengi vel leit út fyrir að neyðarlegt jafntefli yrði niðurstaðan á Anfield. Líklegt er að síðari leikur liðanna fari fram í Kænugarði í Úkraínu eftir að forseti Dynamo Kiev gaf óformlegri fyrirspurn ísraelska liðsins jákvætt svar. Knattspyrnusamband Evrópu staðfesti fyrir skömmu að heimaleikur Maccabi Haifa gæti ekki farið fram í Ísrael vegna átakanna í suðurhluta Líbanon. Margir mótmæltu stríðinu fyrir utan Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Fjölmargir leikir fóru fram í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær og slapp pólska liðið Legia Varsjá ágætlega frá viðureign sinni gegn Shakhtar Donetsk í Úkraínu. FH-banarnir töpuðu leiknum, 1-0. Hamburger SV og Osasuna gerðu markalaust jafntefli í Þýskalandi og þá tapaði FC Köbenhavn fyrir Ajax á heimavelli, 2-1. AC Milan vann 1-0 sigur á Rauðu stjörnunni frá Belgrad í Serbíu og Hearts tapaði á heimavelli, 2-1, fyrir AEK Aþenu. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var 1-0 sigur liðs Salzburg frá Austurríki á Valencia. Íþróttir Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum Sjá meira
Fyrrum Evrópumeistarar Liverpool lentu í talsverðum vandræðum á heimavelli í gær er liðið tók á móti ísraelska liðinu Maccabi Haifa. Ísraelsmennirnir voru fyrri til að skora í leiknum eftir slæm varnarmistök hjá Finnanum Sami Hyypiä. Craig Bellamy náði skömmu síðar að jafna metin fyrir Liverpool í sínum fyrsta alvöruleik með liðinu og eftir langar og þungar sóknarlotur í síðari hálfleik tókst Chile-manninum Mark Gonzalez að tryggja þeim ensku sigurinn með marki á 88. mínútu. Þetta var einnig fyrsti stóri leikur Gonzalez með liðinu. Brasilíumaðurinn Gustavo Boccoli skoraði mark Maccabi. Liverpool-menn voru lengi í gang en mark Ísraelsmannanna kom eftir um hálftímaleik. Undir lok hálfleiksins tóku heimamenn völdin á vellinum en máttu sig svo prísa sig sæla að hafa ekki lent aftur marki undir undir miðbik síðari hálfleiksins er Colautti átti skalla rétt framhjá marki Liverpool. Þeir ensku sóttu svo stíft undir lok leiksins og kom markið loks í blálokin. Niðurstaðan því 2-1 sigur en lengi vel leit út fyrir að neyðarlegt jafntefli yrði niðurstaðan á Anfield. Líklegt er að síðari leikur liðanna fari fram í Kænugarði í Úkraínu eftir að forseti Dynamo Kiev gaf óformlegri fyrirspurn ísraelska liðsins jákvætt svar. Knattspyrnusamband Evrópu staðfesti fyrir skömmu að heimaleikur Maccabi Haifa gæti ekki farið fram í Ísrael vegna átakanna í suðurhluta Líbanon. Margir mótmæltu stríðinu fyrir utan Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Fjölmargir leikir fóru fram í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær og slapp pólska liðið Legia Varsjá ágætlega frá viðureign sinni gegn Shakhtar Donetsk í Úkraínu. FH-banarnir töpuðu leiknum, 1-0. Hamburger SV og Osasuna gerðu markalaust jafntefli í Þýskalandi og þá tapaði FC Köbenhavn fyrir Ajax á heimavelli, 2-1. AC Milan vann 1-0 sigur á Rauðu stjörnunni frá Belgrad í Serbíu og Hearts tapaði á heimavelli, 2-1, fyrir AEK Aþenu. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var 1-0 sigur liðs Salzburg frá Austurríki á Valencia.
Íþróttir Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum Sjá meira