Áfram samdráttur á fasteignamarkaði 9. ágúst 2006 06:00 "Við reiknum með fimm til tíu prósenta lækkun íbúðaverðs á næstu tveimur árum. Ég tel ekki útilokað að merki um verðlækkanir sjáist nú strax á haustdögum," segir Ingvar Arnarson, sérfræðingur greiningardeildar Glitnis. Hundrað og sjö fasteignasamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu vikuna 28. júlí til 3. ágúst og nam heildarveltan rúmum 2,7 milljörðum króna. Rúmlega tuttugu og sjö prósenta meiri velta var á fasteignamarkaði vikuna fyrir verslunarmannahelgi í fyrra; 148 kaupsamningum var þinglýst og veltan nam 3,5 milljörðum króna. Ingvar segir kólnun á fasteignamarkaði þegar komna fram í minni veltu. Eftirspurn sé minni en áður en framboð umtalsvert. "Það er þrýstingur í átt að verðlækkun. Það sem liggur að baki eru vaxtahækkanir, minni aðgangur að fjármagni auk þess sem verðbólga hefur látið á sér kræla. Allt þetta stuðlar að minni eftirspurn eftir íbúðum á sama tíma og framboð er meira en áður." Tvisvar hefur velta á fasteignamarkaði farið yfir 4,9 milljarða króna á viku; í desember 2004 og vikuna 11. til 17. nóvember 2005. Veltan hefur því dregist saman um fjörutíu og fimm prósent frá því þegar mest lét. Þorleifur Guðsmundsson, einn eigenda fasteignasölunnar Eignamiðlunar, segir markaðinn líflegri heldur en fréttir hafi gefið í skyn. Hann telur verð hafa náð nokkru jafnvægi, minna sé um að eignir séu verðlagðar upp úr öllu valdi "Markaðurinn er vissulega ekki jafn líflegur og í fyrra. Góðar eignir á réttu verði seljast þó sem fyrr." Þorleifur segist telja að nafnverð komi til með að haldast nokkuð stöðugt. "Það er mikil tregða í markaðnum og verðlækkanir sjaldgæfar. Ef kemur til verðlækkana að raunvirði má rekja þær til verðbólgu." Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman víðar en á höfuðborgarsvæðinu; 144 samningum var þinglýst í síðustu viku á Akureyri samanborið við 638 þegar mest lét snemma á þessu ári. Þá var sjö samningum þinglýst í Árborg en níu samningum hefur verið þinglýst að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði. Viðskipti Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
"Við reiknum með fimm til tíu prósenta lækkun íbúðaverðs á næstu tveimur árum. Ég tel ekki útilokað að merki um verðlækkanir sjáist nú strax á haustdögum," segir Ingvar Arnarson, sérfræðingur greiningardeildar Glitnis. Hundrað og sjö fasteignasamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu vikuna 28. júlí til 3. ágúst og nam heildarveltan rúmum 2,7 milljörðum króna. Rúmlega tuttugu og sjö prósenta meiri velta var á fasteignamarkaði vikuna fyrir verslunarmannahelgi í fyrra; 148 kaupsamningum var þinglýst og veltan nam 3,5 milljörðum króna. Ingvar segir kólnun á fasteignamarkaði þegar komna fram í minni veltu. Eftirspurn sé minni en áður en framboð umtalsvert. "Það er þrýstingur í átt að verðlækkun. Það sem liggur að baki eru vaxtahækkanir, minni aðgangur að fjármagni auk þess sem verðbólga hefur látið á sér kræla. Allt þetta stuðlar að minni eftirspurn eftir íbúðum á sama tíma og framboð er meira en áður." Tvisvar hefur velta á fasteignamarkaði farið yfir 4,9 milljarða króna á viku; í desember 2004 og vikuna 11. til 17. nóvember 2005. Veltan hefur því dregist saman um fjörutíu og fimm prósent frá því þegar mest lét. Þorleifur Guðsmundsson, einn eigenda fasteignasölunnar Eignamiðlunar, segir markaðinn líflegri heldur en fréttir hafi gefið í skyn. Hann telur verð hafa náð nokkru jafnvægi, minna sé um að eignir séu verðlagðar upp úr öllu valdi "Markaðurinn er vissulega ekki jafn líflegur og í fyrra. Góðar eignir á réttu verði seljast þó sem fyrr." Þorleifur segist telja að nafnverð komi til með að haldast nokkuð stöðugt. "Það er mikil tregða í markaðnum og verðlækkanir sjaldgæfar. Ef kemur til verðlækkana að raunvirði má rekja þær til verðbólgu." Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman víðar en á höfuðborgarsvæðinu; 144 samningum var þinglýst í síðustu viku á Akureyri samanborið við 638 þegar mest lét snemma á þessu ári. Þá var sjö samningum þinglýst í Árborg en níu samningum hefur verið þinglýst að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði.
Viðskipti Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent