Ætlaði að drepa mig á bílastæðinu 3. ágúst 2006 13:30 Guðmundur viðar mete Í leik Keflavíkur gegn Lilleström í Noregi fyrr í sumar. Hann er borinn þungum sökum en vill samt ekki tjá sig. MYND/jón björn Fótbolti Mikið hefur verið ritað og rætt um það sem fór á milli Hjartar Hjartarsonar og Guðmundar Viðars Mete í leik ÍA og Keflavíkur þann 23. júlí síðastliðinn. Hjörtur hefur staðfest að hafa kallað Guðmund Tyrkjadjöful og sagt honum að fara heim. Það gerði hann á opinberum vettvangi. Hann sakaði Guðmund einnig að hafa hótað sér, móður sinni og öðrum líkamsmeiðingum og fleira í þeim dúr. Hjörtur er fyrsti leikmaðurinn í efstu deild sem fær bann fyrir kynþáttafordóma og Guðmundur er fyrsti maðurinn sem fær bann fyrir hótanir og ofbeldisfulla hegðun. Ásmundur Friðriksson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði við Fréttablaðið í gær að eftir að hafa grennslast fyrir um hvaða orð Guðmundur lét falla í þessum leik og að það komi ekki heim saman við sögu Hjartar. Ég verð bara að trúa því sem mér er sagt í þessum efnum, sagði Ásmundur. Að öðru leyti hafa hvorki Guðmundur Viðar Mete né Keflvíkingar tjáð sig um málið opinberlega. Aganefnd KSÍ mat orð Hjartar, sem hann viðurkenndi í greinagerð sinni til KSÍ, nóg til að dæma hann í tveggja leikja bann. Guðmundur var dæmdur í eins leiks bann þó svo að hann hafi aldrei viðurkennt að hafa látið þessi orð falla í umræddum leik. Fréttablaðið hafði samband við fleiri framherja í efstu deild karla eftir að heimildir blaðsins hermdu að Hjörtur væri ekki sá eini sem hafði samskonar sögu að segja af viðskiptum sínum við Guðmund Viðar. Daníel Hjaltason, leikmaður Víkings, fer mjög ítarlega í samskipti sín við Guðmund Viðar á bloggsíðu sinni og má lesa valda kafla af heimasíðu hans hér til hliðar. Þar segir hann meðal annars að Guðmundur Viðar hótaði sér lífláti og gefið sér öflugt olnbogaskot í bringuna. Frásögn Daníels er mjög lík þeirri sem Hjörtur sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í síðustu viku. Ég stend við það sem ég skrifaði, sagði Daníel við Fréttablaðið. Það var kannski of mikið að kalla hann asna en að öðru leyti er frásögnin rétt. En ég man nú ekki af hverju þetta byrjaði allt saman. Ég held að ég hafi beðið um aukaspyrnu á hann og hann hafi móðgast svona agalega. Þá byrjaði hann að segja að hann ætlaði að drepa mig og fótbrjóta mig og fleira í þeim dúr. Fréttablaðið hafði einnig samband við fleiri framherja hjá liðum í efstu deild karla og höfðu ekki allir sömu sögu að segja af Guðmundi. Ég þekki hann ekki öðruvísi en sem mjög heiðarlegan leikmann, sagði einn viðmælandi. Sem fyrr vildi Guðmundur Viðar ekki tjá sig um þessi mál er Fréttablaðið hafði samband við hann. Við ætlum ekki að fara með þetta mál í fjölmiðla og ræða þetta þar. Við stöndum fast við það, sagði Guðmundur. Íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Sjá meira
Fótbolti Mikið hefur verið ritað og rætt um það sem fór á milli Hjartar Hjartarsonar og Guðmundar Viðars Mete í leik ÍA og Keflavíkur þann 23. júlí síðastliðinn. Hjörtur hefur staðfest að hafa kallað Guðmund Tyrkjadjöful og sagt honum að fara heim. Það gerði hann á opinberum vettvangi. Hann sakaði Guðmund einnig að hafa hótað sér, móður sinni og öðrum líkamsmeiðingum og fleira í þeim dúr. Hjörtur er fyrsti leikmaðurinn í efstu deild sem fær bann fyrir kynþáttafordóma og Guðmundur er fyrsti maðurinn sem fær bann fyrir hótanir og ofbeldisfulla hegðun. Ásmundur Friðriksson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði við Fréttablaðið í gær að eftir að hafa grennslast fyrir um hvaða orð Guðmundur lét falla í þessum leik og að það komi ekki heim saman við sögu Hjartar. Ég verð bara að trúa því sem mér er sagt í þessum efnum, sagði Ásmundur. Að öðru leyti hafa hvorki Guðmundur Viðar Mete né Keflvíkingar tjáð sig um málið opinberlega. Aganefnd KSÍ mat orð Hjartar, sem hann viðurkenndi í greinagerð sinni til KSÍ, nóg til að dæma hann í tveggja leikja bann. Guðmundur var dæmdur í eins leiks bann þó svo að hann hafi aldrei viðurkennt að hafa látið þessi orð falla í umræddum leik. Fréttablaðið hafði samband við fleiri framherja í efstu deild karla eftir að heimildir blaðsins hermdu að Hjörtur væri ekki sá eini sem hafði samskonar sögu að segja af viðskiptum sínum við Guðmund Viðar. Daníel Hjaltason, leikmaður Víkings, fer mjög ítarlega í samskipti sín við Guðmund Viðar á bloggsíðu sinni og má lesa valda kafla af heimasíðu hans hér til hliðar. Þar segir hann meðal annars að Guðmundur Viðar hótaði sér lífláti og gefið sér öflugt olnbogaskot í bringuna. Frásögn Daníels er mjög lík þeirri sem Hjörtur sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í síðustu viku. Ég stend við það sem ég skrifaði, sagði Daníel við Fréttablaðið. Það var kannski of mikið að kalla hann asna en að öðru leyti er frásögnin rétt. En ég man nú ekki af hverju þetta byrjaði allt saman. Ég held að ég hafi beðið um aukaspyrnu á hann og hann hafi móðgast svona agalega. Þá byrjaði hann að segja að hann ætlaði að drepa mig og fótbrjóta mig og fleira í þeim dúr. Fréttablaðið hafði einnig samband við fleiri framherja hjá liðum í efstu deild karla og höfðu ekki allir sömu sögu að segja af Guðmundi. Ég þekki hann ekki öðruvísi en sem mjög heiðarlegan leikmann, sagði einn viðmælandi. Sem fyrr vildi Guðmundur Viðar ekki tjá sig um þessi mál er Fréttablaðið hafði samband við hann. Við ætlum ekki að fara með þetta mál í fjölmiðla og ræða þetta þar. Við stöndum fast við það, sagði Guðmundur.
Íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Sjá meira