Sport

Þurfa lík­lega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó

Sindri Sverrisson skrifar
Sivert Bakken var afar fær skíðaskotfimimaður og var að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleikana þegar hann lést.
Sivert Bakken var afar fær skíðaskotfimimaður og var að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleikana þegar hann lést. Getty/Kevin Voigt

Norska skíðaskotfimisambandið íhugar nú að breyta undirbúningnum fyrir Vetrarólympíuleikana sem fram undan eru í febrúar, eftir að landsliðsmaðurinn Sivert Bakken lést fyrir viku.

Bakken fannst látinn á hótelherbergi sínu í ítalska alpabænum Lavaze. Liðsfélagar hans fundu hann þar þegar þeir fóru að undrast að hann hefði ekki skilað sér niður í morgunmat.

Dánarorsök liggur ekki fyrir en búist er við krufningarskýrslu í þessari viku. Vitað er að Bakken var með sérstaka „hæðargrímu“ sem er gríma sem dregur úr súrefni og á að hjálpa til við að líkja eftir æfingum í mikilli hæð yfir sjávarmáli. Í kjölfarið sendi norska síðaskotfimisambandið skilaboð til síns íþróttafólks um að hætta allir notkun á slíkum grímum.

Eins og fyrr segir lést Bakken í bænum Lavaze en það er þar sem Norðmenn höfðu ætlað sér að taka sinn lokaundirbúning fyrir Vetrarólympíuleikana sem fara einmitt fram á Ítalíu 6.-22. febrúar.

„Við höfum rætt við íþróttafólkið um hvort við eigum að vera þar,“ segir yfirþjálfarinn Per Arne Botnan í samtali við TV 2.

Hins vegar er svo stutt í að leikarnir hefjist að ólíklegt verður að teljast að Norðmenn geti yfirhöfuð gert einhverjar breytingar á sínum áætlunum, þar sem hótel gætu til að mynda verið fullbókuð.

„Lavaze hefur verið okkar staður í mjög mörg ár. Við höfum nýtt hann fyrir undirbúningsbúðir í mörg ár. Við höfum ekki kannað aðra staði enn þá, en vitum að margir aðrir staðir eru uppteknir,“ segir Botnan við VG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×