Svefnpoki á 3.500 krónur 27. júlí 2006 06:45 Ekki eru margir hlýir sólarmánuðir á hinu veðurbarða Íslandi en yfir hásumarið ákveða margir að leggja land undir fót í tjaldútilegu yfir helgina til þess að sofa úti í náttúrunni undir berum tjaldhimni. Að mörgu ber að hyggja áður en lagt er í slíka ferð og nokkrir hlutir öðrum fremur sem telja má ómissandi í alvöru útilegu. Fyrst ber að nefna, eðli málsins samkvæmt, tjaldið sjálft. Hægt er að fá tjöld af öllum stærðum, gerðum og gæðum og verðið er misjafnt eftir því. Blaðamaður gerði lauslega verðkönnun á tjöldum í þremur verslunum. Sex manna útilegutjöld eru á verðbilinu 14.900 til 39.900 krónur hjá Útilífi, 21.990 til 34.900 hjá Intersport og 15.990 til 44.900 hjá versluninni 66° Norður. Verðmunur felst aðallega í því hversu sterkbyggð og vatnsheld tjöldin eru. Þriggja manna útilegutjöld eru á verðbilinu 6.900 til 13.900 hjá Útilífi, 7.990 til 12.990 hjá Intersport og 4.900 til 19.900 hjá versluninni 66° Norður. Allar verslanirnar buðu upp á úrval tjalda í fleiri stærðum. Nauðsynlegt er að hafa hlýjan svefnpoka til að skríða ofan í þegar útilegufari ákveður að ganga til náða eftir viðburðaríkan dag í náttúrunni. Fyrir þá sem eru að hugsa um að leggja loksins svefnpokanum sem þeir fengu í fermingargjöf er hægt að fjárfesta í nýjum fyrir lítinn pening. Verslanirnar buðu allar upp á gerviefnapoka og dúnpoka. Meira fer af gerviefnapokunum sem mega frekar við því að blotna heldur en dúnpokarnir sem eru þó hlýrri. Útilíf býður gerviefnapoka á verðinu 5.900 til 12.900 krónur og dúnpoka frá 13.900 upp í 46.900 krónur. Í Intersport eru gerviefnapokar á verðbilinu 3.490 til 26.900 krónur og dúnpokar á 19.900 krónur. Verslunin 66° Norður er með gerviefnapoka á 6.900 upp í 29.900 krónur og dúnpoka á 19.900 upp í 34.900 krónur. Prímus er svo auðvitað lykilatriði þegar útilegufarinn vaknar á laugardagsmorgni og kaffiþörfin gerir vart við sig en óþarfi er að útlista notagildi prímussins sem liggur í augum uppi varðandi alla eldamennsku í útilegum. Prímusar fyrir einnota gaskúta eru handhægir í útileguna og felst verðmunur á þeim í fyrirferð þeirra. Útilíf býður slíka prímusa á verðbilinu 2.990 til 5.990 krónur. Í Intersport fást þeir á 3.990 upp í 6.990 krónur. Í versluninni 66° Norður eru þeir frá 4.500 upp í 7.900 krónur. Ef að útilegufaranum hugnast ekki að taka því rólega í og við tjald sitt yfir helgina er upplagt að taka með sér dagbakpoka og kanna nánasta umhverfi tjaldsins með nesti og aukaföt á bakinu ef illa skyldi fara við hopp yfir ár. Dagbakpokar taka á bilinu 20 til 30 lítra og fást þeir í Útilífi á verðbilinu 6.900 til 13.900 krónur. Í Intersport eru þeir á 2.990 upp í 6.990 krónur. Verslunin 66° Norður er með dagbakpoka á verðbilinu 2.590 til 7.900 krónur. Sólgleraugu og regnhlíf gætu flokkast undir nauðsynlegan aukabúnað útilegufarans enda óvarlegt að treysta á að sama veðrið haldist alla helgina. Og ef að pláss leyfir í bílnum þá vekur gítarinn yfirleitt mikla lukku í útilegunni. Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Ekki eru margir hlýir sólarmánuðir á hinu veðurbarða Íslandi en yfir hásumarið ákveða margir að leggja land undir fót í tjaldútilegu yfir helgina til þess að sofa úti í náttúrunni undir berum tjaldhimni. Að mörgu ber að hyggja áður en lagt er í slíka ferð og nokkrir hlutir öðrum fremur sem telja má ómissandi í alvöru útilegu. Fyrst ber að nefna, eðli málsins samkvæmt, tjaldið sjálft. Hægt er að fá tjöld af öllum stærðum, gerðum og gæðum og verðið er misjafnt eftir því. Blaðamaður gerði lauslega verðkönnun á tjöldum í þremur verslunum. Sex manna útilegutjöld eru á verðbilinu 14.900 til 39.900 krónur hjá Útilífi, 21.990 til 34.900 hjá Intersport og 15.990 til 44.900 hjá versluninni 66° Norður. Verðmunur felst aðallega í því hversu sterkbyggð og vatnsheld tjöldin eru. Þriggja manna útilegutjöld eru á verðbilinu 6.900 til 13.900 hjá Útilífi, 7.990 til 12.990 hjá Intersport og 4.900 til 19.900 hjá versluninni 66° Norður. Allar verslanirnar buðu upp á úrval tjalda í fleiri stærðum. Nauðsynlegt er að hafa hlýjan svefnpoka til að skríða ofan í þegar útilegufari ákveður að ganga til náða eftir viðburðaríkan dag í náttúrunni. Fyrir þá sem eru að hugsa um að leggja loksins svefnpokanum sem þeir fengu í fermingargjöf er hægt að fjárfesta í nýjum fyrir lítinn pening. Verslanirnar buðu allar upp á gerviefnapoka og dúnpoka. Meira fer af gerviefnapokunum sem mega frekar við því að blotna heldur en dúnpokarnir sem eru þó hlýrri. Útilíf býður gerviefnapoka á verðinu 5.900 til 12.900 krónur og dúnpoka frá 13.900 upp í 46.900 krónur. Í Intersport eru gerviefnapokar á verðbilinu 3.490 til 26.900 krónur og dúnpokar á 19.900 krónur. Verslunin 66° Norður er með gerviefnapoka á 6.900 upp í 29.900 krónur og dúnpoka á 19.900 upp í 34.900 krónur. Prímus er svo auðvitað lykilatriði þegar útilegufarinn vaknar á laugardagsmorgni og kaffiþörfin gerir vart við sig en óþarfi er að útlista notagildi prímussins sem liggur í augum uppi varðandi alla eldamennsku í útilegum. Prímusar fyrir einnota gaskúta eru handhægir í útileguna og felst verðmunur á þeim í fyrirferð þeirra. Útilíf býður slíka prímusa á verðbilinu 2.990 til 5.990 krónur. Í Intersport fást þeir á 3.990 upp í 6.990 krónur. Í versluninni 66° Norður eru þeir frá 4.500 upp í 7.900 krónur. Ef að útilegufaranum hugnast ekki að taka því rólega í og við tjald sitt yfir helgina er upplagt að taka með sér dagbakpoka og kanna nánasta umhverfi tjaldsins með nesti og aukaföt á bakinu ef illa skyldi fara við hopp yfir ár. Dagbakpokar taka á bilinu 20 til 30 lítra og fást þeir í Útilífi á verðbilinu 6.900 til 13.900 krónur. Í Intersport eru þeir á 2.990 upp í 6.990 krónur. Verslunin 66° Norður er með dagbakpoka á verðbilinu 2.590 til 7.900 krónur. Sólgleraugu og regnhlíf gætu flokkast undir nauðsynlegan aukabúnað útilegufarans enda óvarlegt að treysta á að sama veðrið haldist alla helgina. Og ef að pláss leyfir í bílnum þá vekur gítarinn yfirleitt mikla lukku í útilegunni.
Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira