Huglægt hver er hryðjuverkamaður 24. júlí 2006 06:45 Þó að margir stjórnmálamenn telji það auðvelt hafa fræðimenn ekki náð samstöðu um hver getur talist hryðjuverkamaður. Vandinn felst aðallega í því að erfitt er að skilgreina hver sé munurinn á hermanni, skæruliða og hryðjuverkamanni. Slíkt mat getur farið eftir pólitískum tilgangi þess sem skilgreinir eða hugsunargangi á hverjum tíma, að sögn Vísindavefs Háskóla Íslands. Hvað er hryðjuverkamaður? Í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 hefur verið erfiðara að skilgreina hugtakið „hryðjuverkamaður”, því margir valdhafar hafa notað hugtakið eftir hentugleika. Hryðjuverkamenn vinna í hópum sem fara leynt og ráðast á saklausa borgara í pólitískum tilgangi. Hins vegar eru hermenn merktir og berjast fyrir opnum tjöldum gegn öðrum hermönnum. Þeim er bannað að ráðast á borgara. Munurinn er því eðli skotmarka. Skæruliði er svo annað hugtak, en skæruliðar berjast fyrir stjórnarskiptum eða byltingum og getur barátta þeirra jafnvel verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu. Hvenær hefur almenningsálit breytt skilgreiningunni? Dæmi eru um það að álit á aðilum hefur breyst í takt við tíðarandann. Til dæmis var Nelson Mandela úthrópaður sem hryðjuverkamaður fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Það breyttist allt eftir að aðskilnaðarstefnunni lauk, hann varð forseti og hlaut friðarverðlaun Nóbels. Hvað er hryðjuverk? Orðið hryðjuverk var fyrst notað um stjórnarathafnir ógnarstjórnar Jakobína í Frakklandi undir lok 18. aldar, þegar fjölmargir pólitískir andstæðingar þeirra voru sendir í fallöxina. Nú á dögum er orðið notað á annan hátt. Verknaðir öfgahópa og andspyrnuafla eru kallaðir hryðjuverk, en aðgerðir stjórnvalda og herja eitthvað annað. Árásir ríkisstjórna á eigin þegna eru kölluð mannréttindabrot, en árásir gegn þegnum annarra ríkja eru kallaðar stríðsglæpir. Innlent Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Þó að margir stjórnmálamenn telji það auðvelt hafa fræðimenn ekki náð samstöðu um hver getur talist hryðjuverkamaður. Vandinn felst aðallega í því að erfitt er að skilgreina hver sé munurinn á hermanni, skæruliða og hryðjuverkamanni. Slíkt mat getur farið eftir pólitískum tilgangi þess sem skilgreinir eða hugsunargangi á hverjum tíma, að sögn Vísindavefs Háskóla Íslands. Hvað er hryðjuverkamaður? Í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 hefur verið erfiðara að skilgreina hugtakið „hryðjuverkamaður”, því margir valdhafar hafa notað hugtakið eftir hentugleika. Hryðjuverkamenn vinna í hópum sem fara leynt og ráðast á saklausa borgara í pólitískum tilgangi. Hins vegar eru hermenn merktir og berjast fyrir opnum tjöldum gegn öðrum hermönnum. Þeim er bannað að ráðast á borgara. Munurinn er því eðli skotmarka. Skæruliði er svo annað hugtak, en skæruliðar berjast fyrir stjórnarskiptum eða byltingum og getur barátta þeirra jafnvel verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu. Hvenær hefur almenningsálit breytt skilgreiningunni? Dæmi eru um það að álit á aðilum hefur breyst í takt við tíðarandann. Til dæmis var Nelson Mandela úthrópaður sem hryðjuverkamaður fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Það breyttist allt eftir að aðskilnaðarstefnunni lauk, hann varð forseti og hlaut friðarverðlaun Nóbels. Hvað er hryðjuverk? Orðið hryðjuverk var fyrst notað um stjórnarathafnir ógnarstjórnar Jakobína í Frakklandi undir lok 18. aldar, þegar fjölmargir pólitískir andstæðingar þeirra voru sendir í fallöxina. Nú á dögum er orðið notað á annan hátt. Verknaðir öfgahópa og andspyrnuafla eru kallaðir hryðjuverk, en aðgerðir stjórnvalda og herja eitthvað annað. Árásir ríkisstjórna á eigin þegna eru kölluð mannréttindabrot, en árásir gegn þegnum annarra ríkja eru kallaðar stríðsglæpir.
Innlent Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira