Heimahjúkrun verði efld 14. júlí 2006 07:45 heilbrigðisráðherra Segir blasa við að öldruðum sé að fjölga og meira fé þurfi inn í málaflokkinn. MYND/Valli „Brýnasta verkefnið er að stórefla þjónustu við aldraða í heimahúsum. Það þarf að efla heimahjúkrunina og svo þyrftu sveitarfélögin líka að efla félagslega heimaþjónustu,“ segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem kynnti í gær áherslur sínar í öldrunarmálum, sem eru í fimm flokkum, með bæklingnum Ný sýn – nýjar áherslur. „Þetta eru mín áhersluatriði í málaflokknum sem ég mun berjast fyrir að ná fram. Bæði með því að ná fjármagni í það sem ég tel mikilvægast og einnig að setjast að vinnu sem á að tryggja að þjónusta við aldraða eflist.“ Fyrsta áherslan snýr að stjórnskipulagi öldunarþjónustu. „Sveitarfélögin hafa skyldum að gegna og ég tel að það vanti skýrari reglur hvað í þeirri þjónustu á að felast. Einnig þarf að fara yfir verkaskiptingu eins og varðandi þjónustu við aldraða sem eru heima. Þar er ríkið með heimahjúkrunina en sveitarfélagið með félagslega þjónustu eins og þrif. Það er ekki eðlilegt að hafa þessa nátengdu þjónustu á hendi tveggja mismunandi aðila.“ Önnur áherslan lýtur að þjónustu við aldraða í heimahúsum sem verður efld þannig að unnt sé að veita hana um kvöld, helgar og nætur þegar þess gerist þörf. Á stærstu þéttbýlisstöðum landsins verði komið á fót skipulegri vaktþjónustu allan sólarhringinn. Stefnt er að því að koma á fót öldrunarlækningum og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu við aldraða við tiltekin sjúkrahús eða heilbrigðisstofnanir í öllum landshlutum. Geðdeild fyrir aldrað fólk með geðsjúkdóma verður komið á fót á öldrunarsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss. Þriðja áherslan snýr að stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Forgangur þeirra að hjúkrunarrýmum sem eru í mestri þörf verði betur tryggður og stuðlað að auknu hlutfalli fagmenntaðs starfsfólks á öldunarstofnunum. Fjórða áherslan fjallar um fjölgun hjúkrunarrýma og endurbætur á öldrunarstofnunum. Ráðist verður í frekari endurbætur og breytingar á stofnanarýmum með það markmið að fjölga einbýlum og bæta aðstæður. Fimmta áherslan er bætt upplýsingagjöf um málefni aldraðra og öldrunarþjónustu en komið verði á fót gagnagrunni með heildarupplýsingum um þjónustu við aldraða um allt land. Einnig verði stofnuð upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Engar bótatillögur felast í þessari stefnumótun sem snýr einungis að þjónustuþættinum að sögn Sivjar. „Ásmundarnefndin svonefnda hefur verið í mikilli vinnu varðandi bótakerfi aldraðra. Ég hef fylgst með því starfi í gegnum fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins sem sitja í nefndinni og þar fer fram gífurlega þarft starf. Forsætisráðherra mun fá tillögur nefndarinnar þegar þær liggja fyrir og ríkisstjórnin tekur ákvarðanir í kjölfarið.“ Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
„Brýnasta verkefnið er að stórefla þjónustu við aldraða í heimahúsum. Það þarf að efla heimahjúkrunina og svo þyrftu sveitarfélögin líka að efla félagslega heimaþjónustu,“ segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem kynnti í gær áherslur sínar í öldrunarmálum, sem eru í fimm flokkum, með bæklingnum Ný sýn – nýjar áherslur. „Þetta eru mín áhersluatriði í málaflokknum sem ég mun berjast fyrir að ná fram. Bæði með því að ná fjármagni í það sem ég tel mikilvægast og einnig að setjast að vinnu sem á að tryggja að þjónusta við aldraða eflist.“ Fyrsta áherslan snýr að stjórnskipulagi öldunarþjónustu. „Sveitarfélögin hafa skyldum að gegna og ég tel að það vanti skýrari reglur hvað í þeirri þjónustu á að felast. Einnig þarf að fara yfir verkaskiptingu eins og varðandi þjónustu við aldraða sem eru heima. Þar er ríkið með heimahjúkrunina en sveitarfélagið með félagslega þjónustu eins og þrif. Það er ekki eðlilegt að hafa þessa nátengdu þjónustu á hendi tveggja mismunandi aðila.“ Önnur áherslan lýtur að þjónustu við aldraða í heimahúsum sem verður efld þannig að unnt sé að veita hana um kvöld, helgar og nætur þegar þess gerist þörf. Á stærstu þéttbýlisstöðum landsins verði komið á fót skipulegri vaktþjónustu allan sólarhringinn. Stefnt er að því að koma á fót öldrunarlækningum og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu við aldraða við tiltekin sjúkrahús eða heilbrigðisstofnanir í öllum landshlutum. Geðdeild fyrir aldrað fólk með geðsjúkdóma verður komið á fót á öldrunarsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss. Þriðja áherslan snýr að stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Forgangur þeirra að hjúkrunarrýmum sem eru í mestri þörf verði betur tryggður og stuðlað að auknu hlutfalli fagmenntaðs starfsfólks á öldunarstofnunum. Fjórða áherslan fjallar um fjölgun hjúkrunarrýma og endurbætur á öldrunarstofnunum. Ráðist verður í frekari endurbætur og breytingar á stofnanarýmum með það markmið að fjölga einbýlum og bæta aðstæður. Fimmta áherslan er bætt upplýsingagjöf um málefni aldraðra og öldrunarþjónustu en komið verði á fót gagnagrunni með heildarupplýsingum um þjónustu við aldraða um allt land. Einnig verði stofnuð upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Engar bótatillögur felast í þessari stefnumótun sem snýr einungis að þjónustuþættinum að sögn Sivjar. „Ásmundarnefndin svonefnda hefur verið í mikilli vinnu varðandi bótakerfi aldraðra. Ég hef fylgst með því starfi í gegnum fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins sem sitja í nefndinni og þar fer fram gífurlega þarft starf. Forsætisráðherra mun fá tillögur nefndarinnar þegar þær liggja fyrir og ríkisstjórnin tekur ákvarðanir í kjölfarið.“
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira