Ráðstöfun Símapeninga óbreytt að sinni 14. júlí 2006 07:15 Guðni Ágústsson Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, hefur áhyggjur af þróun gengismála og telur að Seðlabankinn þurfi að selja dollara til að halda gengisvísitölunni í 125 til 130 stigum. Hann segir að það sé til umræðu hjá stjórnarflokkunum að breyta lögum um ráðstöfun Símapeninganna og setja peningana alla í gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Það myndi styrkja Seðlabankann verulega og gera honum kleift að hafa leiðsögn um það að missa ekki gengið of neðarlega, segir Einar Oddur. Geir H. Haarde forsætisráðherra kannast ekki við þessa umræðu. Hann segir að það sé sjálfstætt mál í tengslum við fjárlagagerðina hvort eitthvað verði hróflað við ráðstöfun Símapeninganna. Það hefur ekki verið tekin nein slík ákvörðun, segir hann. Samkvæmt lögum um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. eiga 3,9 milljarðar að fara í ýmsar framkvæmdir á næsta ári. Stærsti hlutinn fer í lagningu Sundabrautar og breikkun Reykjanesbrautar. Ef hugmyndin er sú að fresta því sem ákveðið var um ráðstöfun Símapeninganna árið 2007 þá kallar það á sjálfstæða ákvörðun og hún er ekki tímabær núna. Það getur vel verið að staðan verði sú að það verði frekar bætt við framkvæmdum en dregið úr á næsta ári þótt við séum að draga úr núna. Þetta er fljótt að breytast, segir Geir. Hvorki Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, né Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra taka vel í þá hugmynd að breyta ráðstöfun Símapeninganna. Þegar ríkisstjórnin ákvað sínar aðgerðir var ákveðið að láta það duga að sinni sem telja mætti nægilegt og nauðsynlegt núna. Það var sérstaklega tekið fram að við þyrftum að sjá hvernig framvindan verður, þannig að þessi mál hafa ekki verið á dagskrá. Hinsvegar vitum við að fólk úti í þjóðfélaginu er að spá og spekúlera en það er ekki á verksviði ríkisstjórnarinnar, segir Jón. Hann telur hættur geta verið fólgnar í því að auka gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Vitund um sterkan sjóð geti slævt varúð manna í fjármálakerfinu. Þeir telji sig eiga stuðning vísan þó að þeir hafi alls ekki gengið rækilega frá sínum málum, segir hann. Innlent Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, hefur áhyggjur af þróun gengismála og telur að Seðlabankinn þurfi að selja dollara til að halda gengisvísitölunni í 125 til 130 stigum. Hann segir að það sé til umræðu hjá stjórnarflokkunum að breyta lögum um ráðstöfun Símapeninganna og setja peningana alla í gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Það myndi styrkja Seðlabankann verulega og gera honum kleift að hafa leiðsögn um það að missa ekki gengið of neðarlega, segir Einar Oddur. Geir H. Haarde forsætisráðherra kannast ekki við þessa umræðu. Hann segir að það sé sjálfstætt mál í tengslum við fjárlagagerðina hvort eitthvað verði hróflað við ráðstöfun Símapeninganna. Það hefur ekki verið tekin nein slík ákvörðun, segir hann. Samkvæmt lögum um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. eiga 3,9 milljarðar að fara í ýmsar framkvæmdir á næsta ári. Stærsti hlutinn fer í lagningu Sundabrautar og breikkun Reykjanesbrautar. Ef hugmyndin er sú að fresta því sem ákveðið var um ráðstöfun Símapeninganna árið 2007 þá kallar það á sjálfstæða ákvörðun og hún er ekki tímabær núna. Það getur vel verið að staðan verði sú að það verði frekar bætt við framkvæmdum en dregið úr á næsta ári þótt við séum að draga úr núna. Þetta er fljótt að breytast, segir Geir. Hvorki Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, né Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra taka vel í þá hugmynd að breyta ráðstöfun Símapeninganna. Þegar ríkisstjórnin ákvað sínar aðgerðir var ákveðið að láta það duga að sinni sem telja mætti nægilegt og nauðsynlegt núna. Það var sérstaklega tekið fram að við þyrftum að sjá hvernig framvindan verður, þannig að þessi mál hafa ekki verið á dagskrá. Hinsvegar vitum við að fólk úti í þjóðfélaginu er að spá og spekúlera en það er ekki á verksviði ríkisstjórnarinnar, segir Jón. Hann telur hættur geta verið fólgnar í því að auka gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Vitund um sterkan sjóð geti slævt varúð manna í fjármálakerfinu. Þeir telji sig eiga stuðning vísan þó að þeir hafi alls ekki gengið rækilega frá sínum málum, segir hann.
Innlent Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira