Tuttugufaldast í virði á einu ári 1. júlí 2006 06:30 Magnús Þorsteinsson, Avion Group Félagið stefnir að því að selja helming eignarhlutar síns flugfjárfestingafélagi með vænum söluhagnaði. MYND/Pjetur Avion Group selur að öllum líkindum yfir meirihluta hlutafjár í dótturfélaginu Avion Aircraft Trading á næstu dögum. Ef af sölunni verður er ljóst að gríðarlegur söluhagnaður fellur til, enda er allt félagið metið á 7,5 milljarða króna (100 milljarða dala) en bókfært verðmæti bara brot af matsvirði, eða 375 milljónir króna. Avion Aircraft Trading er félag sem var stofnað fyrir tæpu einu ári utan um kaup og sölu flugvéla af öllum gerðum en heildareignir félagsins í flugvélum eru yfir tveir milljarðar dala. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, segir að hlutirnir gerist hratt í heimi flugvélafjárfestinga og með sölu hlutarins hagnist félagið um 3,6 milljarða við söluna og eigi enn eftir verðmætan hlut. Jafnframt er ljóst að miklar eignir fara út úr efnahagsreikningi sem eru bundnar í þessu félagi. Heilt yfir er Magnús ánægður með afkomu félagsins á fyrstu sex mánuðum reikningsársins. Gangi salan á Avion Aircraft eftir er ljóst að áætlanir félagsins á árinu breytast til hins betra. Við erum í fínum vexti með þær einingar sem við erum með. Avion er sérhæft félag á sviði flutninga og við höldum okkur við það. Dótturfélagið Excel Airways er að fara í gegnum sitt stærsta sumar frá upphafi og Eimskip hefur á dagskránni að fjór- til fimmfalda veltu á næstu árum. Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Avion Group 5,4 milljörðum króna á tímabilinu en hafa ber í huga að stórar árstíðarsveiflur eru í rekstri félagsins; allur hagnaður félagsins myndast til að mynda á seinni hluta ársins. Áætlanir gera ráð fyrir að heildarvelta félagsins nemi tæpum 160 milljörðum króna á árinu og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) verði 12,3 milljarðar króna. Félagið ákvað að bakfæra samninga Excel Airways við Alpha Airports Group um 750 milljónir króna vegna ágreinings sem stendur um bókhaldslega meðferð samningsins. Þessi varúðarfærsla mun ekki hafa áhrif á sjóðsstöðu eða áætlanir félagsins. Viðskipti Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Avion Group selur að öllum líkindum yfir meirihluta hlutafjár í dótturfélaginu Avion Aircraft Trading á næstu dögum. Ef af sölunni verður er ljóst að gríðarlegur söluhagnaður fellur til, enda er allt félagið metið á 7,5 milljarða króna (100 milljarða dala) en bókfært verðmæti bara brot af matsvirði, eða 375 milljónir króna. Avion Aircraft Trading er félag sem var stofnað fyrir tæpu einu ári utan um kaup og sölu flugvéla af öllum gerðum en heildareignir félagsins í flugvélum eru yfir tveir milljarðar dala. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, segir að hlutirnir gerist hratt í heimi flugvélafjárfestinga og með sölu hlutarins hagnist félagið um 3,6 milljarða við söluna og eigi enn eftir verðmætan hlut. Jafnframt er ljóst að miklar eignir fara út úr efnahagsreikningi sem eru bundnar í þessu félagi. Heilt yfir er Magnús ánægður með afkomu félagsins á fyrstu sex mánuðum reikningsársins. Gangi salan á Avion Aircraft eftir er ljóst að áætlanir félagsins á árinu breytast til hins betra. Við erum í fínum vexti með þær einingar sem við erum með. Avion er sérhæft félag á sviði flutninga og við höldum okkur við það. Dótturfélagið Excel Airways er að fara í gegnum sitt stærsta sumar frá upphafi og Eimskip hefur á dagskránni að fjór- til fimmfalda veltu á næstu árum. Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Avion Group 5,4 milljörðum króna á tímabilinu en hafa ber í huga að stórar árstíðarsveiflur eru í rekstri félagsins; allur hagnaður félagsins myndast til að mynda á seinni hluta ársins. Áætlanir gera ráð fyrir að heildarvelta félagsins nemi tæpum 160 milljörðum króna á árinu og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) verði 12,3 milljarðar króna. Félagið ákvað að bakfæra samninga Excel Airways við Alpha Airports Group um 750 milljónir króna vegna ágreinings sem stendur um bókhaldslega meðferð samningsins. Þessi varúðarfærsla mun ekki hafa áhrif á sjóðsstöðu eða áætlanir félagsins.
Viðskipti Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira