Íslensku bankarnir endurheimta traust í Evrópu 18. mars 2006 00:01 Vaxtaálag á bréf íslensku bankanna á eftirmarkaði skuldabréfa í Evrópu lækkaði dag frá degi í síðustu viku. Þróunin endurspeglar heldur jákvæðari tón í skrifum greiningardeilda og viðleitni bankanna til að leiðrétta misskilning. Á þriðjudag varð viðsnúningur í viðhorfi fjárfesta á skuldabréfamörkuðum í viðhorfi til íslensku bankanna sem lýsti sér í því að vaxtálag á skuldabréf bankanna tók að lækka og hélt sú lækkun áfram út vikuna. Deginum áður kom út skýrsla Morgan Stanley þar sem lýst var því áliti að vaxtaálag á bréf bankanna væri allt of hátt og ekki í nokkru samræmi við áhættu fjárfesta við kaup skuldabréfanna. Þannig var um morguninn álag skuldabréf bæði Kaupþings banka og Landsbanka til tveggja ára 90 punktar, en var seinni partinn komið í 81 punkt hjá Kaupþingi banka og 77 punkta hjá Landsbankanum. Glitnir (áður Íslandsbanki) naut þegar nokkuð betri kjara, en álag á skuldabréf hans til sama tíma fór á þriðjudaginn úr 63 punktum í 60 punkta. í Frankfurt í Þýskalandi er miðstöð fjármála Greiningardeildir sem fjárfestar í Evrópu reiða sig sumir hverjir á hafa síðustu misseri farið með rangfærslur um íslenska banka og það hefur haft áhrif á kjör þeirra í útboðum skuldabréfa þar. Nordicphotos/AFP Lækkunin hélt svo áfram í vikunni og náði álagið lágmarki á fimmtudaginn með 38 punktum hjá Glitni á tveggja ára skuldabréfunum, 62 punktum hjá Kaupþingi banka og 58 punktum hjá Landsbankanum. Í gær jókst svo álagið á bréf bankanna lítillega, en sérfræðingar töldu erfitt að ráða í hvað orðið hefði til þess. Einn nefndi að hjá Bloomberg hefði pistlahöfundur farið niðrandi orðum um nafnabreytingu Íslandsbanka í Glitni og endurtekið misskilning um krosseignarhald bankanna. Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður Alþjóðlegrar fjármögnunar hjá Glitni, segir þróun í vikunni hafa verið mjög jákvæða. Þar höfðu jákvæðar fréttir áhrif, bæði nýjar greiningar erlendra banka svo sem Morgan Stanley og staðfesting lánshæfismatsfyrirtækisins Standard and Poors á lánshæfismati íslenska ríkisins. Hann segir þó alveg ljóst að enn sé mikil vinna fram undan við kynningu á starfsemi bankanna og á aðstæðum í íslensku efnahagslífi. Að því beinum við aðallega kröftum okkar þessar vikurnar. Innlent Viðskipti Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira
Vaxtaálag á bréf íslensku bankanna á eftirmarkaði skuldabréfa í Evrópu lækkaði dag frá degi í síðustu viku. Þróunin endurspeglar heldur jákvæðari tón í skrifum greiningardeilda og viðleitni bankanna til að leiðrétta misskilning. Á þriðjudag varð viðsnúningur í viðhorfi fjárfesta á skuldabréfamörkuðum í viðhorfi til íslensku bankanna sem lýsti sér í því að vaxtálag á skuldabréf bankanna tók að lækka og hélt sú lækkun áfram út vikuna. Deginum áður kom út skýrsla Morgan Stanley þar sem lýst var því áliti að vaxtaálag á bréf bankanna væri allt of hátt og ekki í nokkru samræmi við áhættu fjárfesta við kaup skuldabréfanna. Þannig var um morguninn álag skuldabréf bæði Kaupþings banka og Landsbanka til tveggja ára 90 punktar, en var seinni partinn komið í 81 punkt hjá Kaupþingi banka og 77 punkta hjá Landsbankanum. Glitnir (áður Íslandsbanki) naut þegar nokkuð betri kjara, en álag á skuldabréf hans til sama tíma fór á þriðjudaginn úr 63 punktum í 60 punkta. í Frankfurt í Þýskalandi er miðstöð fjármála Greiningardeildir sem fjárfestar í Evrópu reiða sig sumir hverjir á hafa síðustu misseri farið með rangfærslur um íslenska banka og það hefur haft áhrif á kjör þeirra í útboðum skuldabréfa þar. Nordicphotos/AFP Lækkunin hélt svo áfram í vikunni og náði álagið lágmarki á fimmtudaginn með 38 punktum hjá Glitni á tveggja ára skuldabréfunum, 62 punktum hjá Kaupþingi banka og 58 punktum hjá Landsbankanum. Í gær jókst svo álagið á bréf bankanna lítillega, en sérfræðingar töldu erfitt að ráða í hvað orðið hefði til þess. Einn nefndi að hjá Bloomberg hefði pistlahöfundur farið niðrandi orðum um nafnabreytingu Íslandsbanka í Glitni og endurtekið misskilning um krosseignarhald bankanna. Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður Alþjóðlegrar fjármögnunar hjá Glitni, segir þróun í vikunni hafa verið mjög jákvæða. Þar höfðu jákvæðar fréttir áhrif, bæði nýjar greiningar erlendra banka svo sem Morgan Stanley og staðfesting lánshæfismatsfyrirtækisins Standard and Poors á lánshæfismati íslenska ríkisins. Hann segir þó alveg ljóst að enn sé mikil vinna fram undan við kynningu á starfsemi bankanna og á aðstæðum í íslensku efnahagslífi. Að því beinum við aðallega kröftum okkar þessar vikurnar.
Innlent Viðskipti Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira