Keyptu í lettneskum banka 19. janúar 2006 00:01 Upplýst um kaupin. Frá kynningu á kaupum íslenskra fjárfesta á sextíu prósenta hlut í Lateko-bankanum í Riga. Auk fjárfesta og eigenda bankans voru Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Artis Pabriks, utanríkisráðherra Lettlands, viðstaddir. Íslenskir fjárfestar hafa keypt meirihluta í lettneska viðskiptabankanum Lateko. Bankinn rekur tíu útibú og um 67 minni afgreiðslustaði, en hjá honum starfa um 550 manns. Þá er bankinn með skrifstofur í London og Moskvu. Straumborg ehf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, keypti 51 prósent en félög tengd Jóni Helga og Byko hafa verið með starfsemi í Lettlandi frá árinu 1993. Ice-Balt Invest ehf., sem er félag í eigu Þorsteins Ólafssonar og Vitalijs Gavrilovs, formanns vinnuveitendasambands Lettlands, keypti níu prósent. Helstu eigendur bankans fyrir kaupin, sem eru lettneskir, halda um 40 prósentum hlutafjár í bankanum. "Okkur finnst þetta óskaplega spennandi verkefni og teljum að lettneski fjármálamarkaðurinn eigi eftir mikla og öra þróun á næstu árum," segir Jón Helgi Guðmundsson. "Okkur langaði, í framhaldi af því sem við höfum verið að gera í fjárfestingum í bankageiranum á Íslandi, að taka þátt í þessu hér. Við höfum náttúrlega verið nokkuð lengi með starfsemi í Lettlandi og höfum í gegnum hana öðlast nokkra tiltrú á þessu umhverfi og þykjumst skynja þann drifkraft sem hér er undirliggjandi." Jón Helgi neitar því ekki að fjárfestingum í Eystrasaltsríkjunum kunni að fylgja einhver áhætta. Hann telur þó að aðrar ástæður geti legið að baki því að bankar hér hafi látið vera að fjárfesta þar, svo sem að það gæti haft áhrif á lánshæfismat þeirra. "En ég þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu lánshæfismati," bætir hann við. Jón Helgi segist bundinn trúnaði um kaupverð bankans, sem stofnaður var árið 1992, en eignir hans eru sagðar nema um 30 milljörðum króna. Ef miðað er við heildareignir er bankinn sá tíundi stærsti af tuttugu og þremur bönkum Lettlands. Þá var hann valinn besti banki ársins 2005 af tímaritinu The Banker. Upplýst var um kaupin á blaðamannafundi í Riga síðdegis í gær. Auk fjárfestanna og annarra eigenda bankans voru á fundinum Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra og utanríkisráðherra, og Artis Pabriks, utanríkisráðherra Lettlands. Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Sjá meira
Íslenskir fjárfestar hafa keypt meirihluta í lettneska viðskiptabankanum Lateko. Bankinn rekur tíu útibú og um 67 minni afgreiðslustaði, en hjá honum starfa um 550 manns. Þá er bankinn með skrifstofur í London og Moskvu. Straumborg ehf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, keypti 51 prósent en félög tengd Jóni Helga og Byko hafa verið með starfsemi í Lettlandi frá árinu 1993. Ice-Balt Invest ehf., sem er félag í eigu Þorsteins Ólafssonar og Vitalijs Gavrilovs, formanns vinnuveitendasambands Lettlands, keypti níu prósent. Helstu eigendur bankans fyrir kaupin, sem eru lettneskir, halda um 40 prósentum hlutafjár í bankanum. "Okkur finnst þetta óskaplega spennandi verkefni og teljum að lettneski fjármálamarkaðurinn eigi eftir mikla og öra þróun á næstu árum," segir Jón Helgi Guðmundsson. "Okkur langaði, í framhaldi af því sem við höfum verið að gera í fjárfestingum í bankageiranum á Íslandi, að taka þátt í þessu hér. Við höfum náttúrlega verið nokkuð lengi með starfsemi í Lettlandi og höfum í gegnum hana öðlast nokkra tiltrú á þessu umhverfi og þykjumst skynja þann drifkraft sem hér er undirliggjandi." Jón Helgi neitar því ekki að fjárfestingum í Eystrasaltsríkjunum kunni að fylgja einhver áhætta. Hann telur þó að aðrar ástæður geti legið að baki því að bankar hér hafi látið vera að fjárfesta þar, svo sem að það gæti haft áhrif á lánshæfismat þeirra. "En ég þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu lánshæfismati," bætir hann við. Jón Helgi segist bundinn trúnaði um kaupverð bankans, sem stofnaður var árið 1992, en eignir hans eru sagðar nema um 30 milljörðum króna. Ef miðað er við heildareignir er bankinn sá tíundi stærsti af tuttugu og þremur bönkum Lettlands. Þá var hann valinn besti banki ársins 2005 af tímaritinu The Banker. Upplýst var um kaupin á blaðamannafundi í Riga síðdegis í gær. Auk fjárfestanna og annarra eigenda bankans voru á fundinum Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra og utanríkisráðherra, og Artis Pabriks, utanríkisráðherra Lettlands.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Sjá meira