Spila ekki aftur fyrr en hnéð er orðið 100% 3. janúar 2006 02:55 Nú eru liðnir þrír og hálfur mánuður síðan knattspyrnumaðurinn Ólafur Ingi Skúlason hjá Brentford í Englandi fór í aðgerð eftir að hafa slitið krossbönd og skaddað liðþófa í haust. Atvikið átti sér stað í leik gegn Chesterfield, aðeins öðrum leik Ólafs Inga fyrir félagið. "Ég er allur að koma til. Samkvæmt bókinni eru þetta sex mánuðir sem tekur að jafna sig og þeir segja að ég sé jafnvel eitthvað aðeins á undan áætlun. En ég spái lítið í tímann og ætla ekki að spila aftur fyrr en ég finn að hnéð er orðið 100 prósent tilbúið," sagði Ólafur Ingi við Fréttablaðið í gær. Ólafur er nýbyrjaður að hlaupa á ný eftir að hafa eytt fyrstu vikunum eftir aðgerðina í lyftingasalnum og á hlaupahjólinu. "Það er náttúrlega mjög leiðinlegt til lengdar að standa í svona endurhæfingu. En ég var mjög fljótur að sætta mig við að þetta tæki tima. Nú er ég að prófa hliðarskref, hraðaaukningar og slíka hluti. Það er framför sem gefur manni aukinn styrk til að komast í gegnum þetta. Það er ofboðslega gott að vera kominn út á æfingasvæðið í stað þess að vera inni í lyftingasalnum. En ég má ekki sparka í bolta enn sem komið er," segir Ólafur sem vonast þó til að það verði eftir 2-3 vikur. Þekkt er að smellurinn sem oft fylgir þegar íþróttamenn verða fyrir því að slíta liðbönd eða brjóta bein lifi í fersku minni þeirra löngu eftir að óhappið átti sér stað. Ólafur Ingi kveðst muna vel eftir þeim óhljóðum en þegar hann horfi til baka sé mesta eftirsjáin fólgin í fyrsta leik hans fyrir Brentford. "Þá fékk ég fljótt gula spjaldið og sleppti í kjölfarið nokkrum tæklingum sem ég hefði venjulega farið í. Eftir á að hyggja hefði ég kannski átt að fara í þær tæklingar og vera þá í banni í öðrum leiknum," segir Ólafur Ingi og hlær. "En það þýðir ekkert að hugsa svona aftur í tímann. Svona er þetta bara í fótboltanum og í meiðslum verður að horfa fram á veginn." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira
Nú eru liðnir þrír og hálfur mánuður síðan knattspyrnumaðurinn Ólafur Ingi Skúlason hjá Brentford í Englandi fór í aðgerð eftir að hafa slitið krossbönd og skaddað liðþófa í haust. Atvikið átti sér stað í leik gegn Chesterfield, aðeins öðrum leik Ólafs Inga fyrir félagið. "Ég er allur að koma til. Samkvæmt bókinni eru þetta sex mánuðir sem tekur að jafna sig og þeir segja að ég sé jafnvel eitthvað aðeins á undan áætlun. En ég spái lítið í tímann og ætla ekki að spila aftur fyrr en ég finn að hnéð er orðið 100 prósent tilbúið," sagði Ólafur Ingi við Fréttablaðið í gær. Ólafur er nýbyrjaður að hlaupa á ný eftir að hafa eytt fyrstu vikunum eftir aðgerðina í lyftingasalnum og á hlaupahjólinu. "Það er náttúrlega mjög leiðinlegt til lengdar að standa í svona endurhæfingu. En ég var mjög fljótur að sætta mig við að þetta tæki tima. Nú er ég að prófa hliðarskref, hraðaaukningar og slíka hluti. Það er framför sem gefur manni aukinn styrk til að komast í gegnum þetta. Það er ofboðslega gott að vera kominn út á æfingasvæðið í stað þess að vera inni í lyftingasalnum. En ég má ekki sparka í bolta enn sem komið er," segir Ólafur sem vonast þó til að það verði eftir 2-3 vikur. Þekkt er að smellurinn sem oft fylgir þegar íþróttamenn verða fyrir því að slíta liðbönd eða brjóta bein lifi í fersku minni þeirra löngu eftir að óhappið átti sér stað. Ólafur Ingi kveðst muna vel eftir þeim óhljóðum en þegar hann horfi til baka sé mesta eftirsjáin fólgin í fyrsta leik hans fyrir Brentford. "Þá fékk ég fljótt gula spjaldið og sleppti í kjölfarið nokkrum tæklingum sem ég hefði venjulega farið í. Eftir á að hyggja hefði ég kannski átt að fara í þær tæklingar og vera þá í banni í öðrum leiknum," segir Ólafur Ingi og hlær. "En það þýðir ekkert að hugsa svona aftur í tímann. Svona er þetta bara í fótboltanum og í meiðslum verður að horfa fram á veginn."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira