Mannréttindadómstóll vísar máli Kjartans frá 28. desember 2005 19:00 MYND/Teitur Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, vegna dóms Hæstaréttar Íslands. Kjartan skaut málinu til mannréttindadómstólsins eftir að Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi framkvæmdastjóri Norðurljósa, var sýknaður í meiðyrðamáli. Kjartan Gunnarsson höfðaði mál á hendur Sigurði G. Guðjónssyni eftir að hann skrifaði grein í Dag árið 2000, þar sem sagði að hann hefði leitað eftir viðskiptum við Landsbankann fyrir hönd íslenska útvarpssfélagsins en Kjartan Gunnarsson var þá formaður bankaráðs. 29. júlí árið 1994 hefði félaginu borist bréf frá Landsbankanum þar sem sagði að bankinn vildi ekki eiga viðskipti við félagið. Í grein Sigurðar sagði orðrétt: „Engar skýringar fengust, þó var okkur sagt sem stóðum í forsvari fyrir viðræðum við bankann að Kjartan Gunnarsson legðist gegn því að Landsbanki Íslands ætti viðskipti við félag sem Jón Ólafsson ætti aðild að." Kjartan krafðist þess fyrir dómi að þessi setning yrði dæmd ómerk. Þá vildi Kjartan einnig ómerkja setningu þar sem Sigurður fjallaði um að sparisjóðirnir hefðu séð ábata í viðskiptum við félagið. Þar sagði orðrétt. „Þar var ákvörðun um viðskipti við Íslenska útvarpsfélagið hf tekin á grundvelli viðskiptalegra hagsmuna sparisjóðanna en ekki á þeim forsendum hvað væri Sjálfstæðisflokknum fyrir bestu og forkólfum fjármálaráðs flokksins þóknanlegt." Sigurður G. Guðjónsson var sýknaður bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti sem taldi að Kjartan Gunnarsson yrði að þola opinbera umræðu um störf sín. Kjartan skaut hins vegar málinu til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg sem hefur nú vísað því frá, þar sem ekki hafi tekist að leiða í ljós annmarka á dómi Hæstaréttar þegar málið var reifað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, vegna dóms Hæstaréttar Íslands. Kjartan skaut málinu til mannréttindadómstólsins eftir að Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi framkvæmdastjóri Norðurljósa, var sýknaður í meiðyrðamáli. Kjartan Gunnarsson höfðaði mál á hendur Sigurði G. Guðjónssyni eftir að hann skrifaði grein í Dag árið 2000, þar sem sagði að hann hefði leitað eftir viðskiptum við Landsbankann fyrir hönd íslenska útvarpssfélagsins en Kjartan Gunnarsson var þá formaður bankaráðs. 29. júlí árið 1994 hefði félaginu borist bréf frá Landsbankanum þar sem sagði að bankinn vildi ekki eiga viðskipti við félagið. Í grein Sigurðar sagði orðrétt: „Engar skýringar fengust, þó var okkur sagt sem stóðum í forsvari fyrir viðræðum við bankann að Kjartan Gunnarsson legðist gegn því að Landsbanki Íslands ætti viðskipti við félag sem Jón Ólafsson ætti aðild að." Kjartan krafðist þess fyrir dómi að þessi setning yrði dæmd ómerk. Þá vildi Kjartan einnig ómerkja setningu þar sem Sigurður fjallaði um að sparisjóðirnir hefðu séð ábata í viðskiptum við félagið. Þar sagði orðrétt. „Þar var ákvörðun um viðskipti við Íslenska útvarpsfélagið hf tekin á grundvelli viðskiptalegra hagsmuna sparisjóðanna en ekki á þeim forsendum hvað væri Sjálfstæðisflokknum fyrir bestu og forkólfum fjármálaráðs flokksins þóknanlegt." Sigurður G. Guðjónsson var sýknaður bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti sem taldi að Kjartan Gunnarsson yrði að þola opinbera umræðu um störf sín. Kjartan skaut hins vegar málinu til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg sem hefur nú vísað því frá, þar sem ekki hafi tekist að leiða í ljós annmarka á dómi Hæstaréttar þegar málið var reifað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira