Vilja láta úrskurða um hæfi ráðherra til að skipa saksóknara 14. nóvember 2005 20:30 Verjendur sakborninga í Baugsmálinu krefjast þess að héraðsdómur úrskurði um hæfi dómsmálaráðherra til að skipa sérstakan saksóknara í málinu. Þeir eru sannfærðir um að orðið verði við kröfum þeirra. Baugsmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, það er þeir átta ákæruliðir af 40 sem ekki var vísað frá dómi. Verjendur sakborninga kröfðust þess að héraðsdómur úrskurðaði um hæfi dómsmálaráðherra til að skipa sérstakan ríkissaksóknara, Sigurð T. Magnússon. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir sakborninga í málinu telja sig hafa ástæðu til að efast um óhlutdrægni Björns Bjarnasonar í ljósi þeirra skrifa sem Björn hafi birt opinberlega um Baug og forsvarsmenn fyrirtækisins. Aðspurður hvort sérhver stjórnmálamaður sé vanhæfur til að skipa menn í hin ýmsu verkefni í ljósi þess að þeir tjái sig um hin ýmsu mál segir Gestur að rétt sé að stjórnmálamenn hafi örugglega meira rými til þess að tjá sig um þjóðfélagsleg málefni en aðrir en það breyti ekki því að því séu örugglega takmörk sett hversu langt megi ganga í þeim efnum. Það sé skoðun sakborninga í Baugsmálinu að Björn Bjarnason hafi gengið langt yfir þau mörk. Gestur er sannfærður um að dómari komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hafi verið vanhæfur til að skipa sérstakan saksóknara en tekur þóo fram að ákvörðunin sem slíka að ráða Sigurð T. Magnússon sé ekki gagnrýnisverð enda sé Sigurður afar hæfur til verksins. Að auki lögðu verjendur sakborninga fram erindi til ríkislögreglustjóra þar sem krafist var skýringa á því hvers vegna ekki var gefin út ákæra á hendur tilteknum aðila, sumsé Jóni Geraldi Sullenberg. Gestur segir að bréf þessa efnis hafi verið lagt fram þar sem það liggi fyrir játning hans um að hann hafi framið refsiverðan verknað. Ákæran sé hins vegar gefin út á hendur aðilum sem allir hafi neitað sök varðandi sama verknað. Það sé svolítið sérstök staða þegar sá sem játar sé ekki ákærður en þeir sem hafi neitað séu það. Frestur til að fara nánar yfir þessar kröfur sem og kröfu ríkislögreglustjóra um að ljúka matsgerð í málinu var gefinn til 16. nóvember og verður þá þingað að nýju í málinu og leyst úr ágreiningi um hæfi sérstaks ríkissaksóknara til að skipta sér af málinu. Ekki náðist í Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra vegna málsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Verjendur sakborninga í Baugsmálinu krefjast þess að héraðsdómur úrskurði um hæfi dómsmálaráðherra til að skipa sérstakan saksóknara í málinu. Þeir eru sannfærðir um að orðið verði við kröfum þeirra. Baugsmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, það er þeir átta ákæruliðir af 40 sem ekki var vísað frá dómi. Verjendur sakborninga kröfðust þess að héraðsdómur úrskurðaði um hæfi dómsmálaráðherra til að skipa sérstakan ríkissaksóknara, Sigurð T. Magnússon. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir sakborninga í málinu telja sig hafa ástæðu til að efast um óhlutdrægni Björns Bjarnasonar í ljósi þeirra skrifa sem Björn hafi birt opinberlega um Baug og forsvarsmenn fyrirtækisins. Aðspurður hvort sérhver stjórnmálamaður sé vanhæfur til að skipa menn í hin ýmsu verkefni í ljósi þess að þeir tjái sig um hin ýmsu mál segir Gestur að rétt sé að stjórnmálamenn hafi örugglega meira rými til þess að tjá sig um þjóðfélagsleg málefni en aðrir en það breyti ekki því að því séu örugglega takmörk sett hversu langt megi ganga í þeim efnum. Það sé skoðun sakborninga í Baugsmálinu að Björn Bjarnason hafi gengið langt yfir þau mörk. Gestur er sannfærður um að dómari komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hafi verið vanhæfur til að skipa sérstakan saksóknara en tekur þóo fram að ákvörðunin sem slíka að ráða Sigurð T. Magnússon sé ekki gagnrýnisverð enda sé Sigurður afar hæfur til verksins. Að auki lögðu verjendur sakborninga fram erindi til ríkislögreglustjóra þar sem krafist var skýringa á því hvers vegna ekki var gefin út ákæra á hendur tilteknum aðila, sumsé Jóni Geraldi Sullenberg. Gestur segir að bréf þessa efnis hafi verið lagt fram þar sem það liggi fyrir játning hans um að hann hafi framið refsiverðan verknað. Ákæran sé hins vegar gefin út á hendur aðilum sem allir hafi neitað sök varðandi sama verknað. Það sé svolítið sérstök staða þegar sá sem játar sé ekki ákærður en þeir sem hafi neitað séu það. Frestur til að fara nánar yfir þessar kröfur sem og kröfu ríkislögreglustjóra um að ljúka matsgerð í málinu var gefinn til 16. nóvember og verður þá þingað að nýju í málinu og leyst úr ágreiningi um hæfi sérstaks ríkissaksóknara til að skipta sér af málinu. Ekki náðist í Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra vegna málsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira