Grunaðir um aðild að peningaþvætti 5. október 2005 00:01 MYND/Róbert Húsleit var í dag gerð hjá fyrirtæki og á einkaheimili í Reykjavík að beiðni breskra yfirvalda. Íslendingar eru grunaðir um aðild að skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Aðgerðirnar í Reykjavík tengjast víðtækum aðgerðum bresku efnahagsbrotalögreglunnar sem hófust í morgun. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleitir á einkaheimili og hjá fyrirtæki í höfuðborginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er um að ræða fjármálafyrirtæki sem hefur bæði útibú hér á landi og í Bretlandi. Fimmtán starfsmenn efnahagsbrotadeildarinnar vinna að málinu og leita meðal annars í tölvum sem lagt var hald á. Að auki yfirheyra þeir grunaða en ekki fékkst staðfest fyrir fréttir hvort einhver hefði verið handtekinn hér á landi. Sjö voru handteknir í Bretlandi en talsmenn bresku lögreglunnar gátu ekki staðfest hvort Íslendingar væru þeirra á meðal. Þeir staðfestu hins vegar að Íslendingar væru grunaðir um aðild að málinu, væru raunar eitt meginviðfangsefni rannsóknarinnar og um helmingur þeirra einstaklinga sem væri til rannsókn. Leitað var á fimmtán stöðum í Bretlandi auk heimilisins og fyrirtækisins í Reykjavík og standa aðgerðir enn yfir að einhverju leyti. Málið mun vera umfangsmikið. Það felst í því að selja hlutabréf í litlum fyrirtækum í miklum flýti og blekkja með röngum og villandi upplýsingum um þau fyrirtæki og væntanlega skráningu í kauphöll. Yfirvöld verjast frétta en það er til marks um umfang málsins að efnahagsbrotalögreglan á Bretlandi stýrir rannsókninni og naut í dag aðstoðar lögreglu um allt Bretland. Efnahagsbrotalögreglan tekur engin smámál til rannsóknar. Upphæðin sem svik nema þarf til dæmis að fara yfir eina milljón punda, um hundrað og tíu milljónir króna. Málið þarf að ná yfir landamæri Bretlands og hafa mikil áhrif á almannahag. Að þessum skilyrðum uppfylltum tekur efnahagsbrotalögreglan málið til rannsóknar og getur þá meðal annars krafið banka um margs konar upplýsingar sem þeim er skylt að afhenda. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Húsleit var í dag gerð hjá fyrirtæki og á einkaheimili í Reykjavík að beiðni breskra yfirvalda. Íslendingar eru grunaðir um aðild að skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Aðgerðirnar í Reykjavík tengjast víðtækum aðgerðum bresku efnahagsbrotalögreglunnar sem hófust í morgun. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleitir á einkaheimili og hjá fyrirtæki í höfuðborginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er um að ræða fjármálafyrirtæki sem hefur bæði útibú hér á landi og í Bretlandi. Fimmtán starfsmenn efnahagsbrotadeildarinnar vinna að málinu og leita meðal annars í tölvum sem lagt var hald á. Að auki yfirheyra þeir grunaða en ekki fékkst staðfest fyrir fréttir hvort einhver hefði verið handtekinn hér á landi. Sjö voru handteknir í Bretlandi en talsmenn bresku lögreglunnar gátu ekki staðfest hvort Íslendingar væru þeirra á meðal. Þeir staðfestu hins vegar að Íslendingar væru grunaðir um aðild að málinu, væru raunar eitt meginviðfangsefni rannsóknarinnar og um helmingur þeirra einstaklinga sem væri til rannsókn. Leitað var á fimmtán stöðum í Bretlandi auk heimilisins og fyrirtækisins í Reykjavík og standa aðgerðir enn yfir að einhverju leyti. Málið mun vera umfangsmikið. Það felst í því að selja hlutabréf í litlum fyrirtækum í miklum flýti og blekkja með röngum og villandi upplýsingum um þau fyrirtæki og væntanlega skráningu í kauphöll. Yfirvöld verjast frétta en það er til marks um umfang málsins að efnahagsbrotalögreglan á Bretlandi stýrir rannsókninni og naut í dag aðstoðar lögreglu um allt Bretland. Efnahagsbrotalögreglan tekur engin smámál til rannsóknar. Upphæðin sem svik nema þarf til dæmis að fara yfir eina milljón punda, um hundrað og tíu milljónir króna. Málið þarf að ná yfir landamæri Bretlands og hafa mikil áhrif á almannahag. Að þessum skilyrðum uppfylltum tekur efnahagsbrotalögreglan málið til rannsóknar og getur þá meðal annars krafið banka um margs konar upplýsingar sem þeim er skylt að afhenda.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira