Slagurinn um þriðja sætið 29. september 2005 00:01 Tæplega sjö hundruð Reykvíkingar geta tekið þátt í prófkjöri Reykjavíkurfélags vinstri grænna á morgun. Flokksmönnum í Reykjavík hefur fjölgað úr fimm hundruð frá áramótum. Tíu eru í framboði, en allir heimildarmenn blaðsins innan flokksins sem Fréttablaðið ræddi við í gær voru sammála um að úrslitin í fyrstu tvö sætin væru nokkuð ljós. Svandís muni sigra prófkjörið og Árni Þór Sigurðsson verði í öðru sæti. Slagurinn verði því um þriðja sætið, en samkvæmt nýlegum könnunum fengi flokkurinn tvo borgarfulltrúa. Þau þrjú sem helst eru talin líkleg til að verða valin í þriðja sætið eru Grímur Atlason, Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Einn heimildarmaður hafði á orði að Árni Þór hefði líklega ekki gefið eftir fyrsta sætið til að sitja í borgarstjórn til 2009. Þriðji maður á lista gæti því orðið borgarfulltrúi. Önnur fimm í framboði eru Ásta Þorleifsdóttir og Magnús Bergsson, sem koma úr hinum græna armi flokksins; Ugla Egilsdóttir, fulltrúi ungra vinstri grænna, Guðný Hildur Magnúsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson sem bæði leggja áherslu á vinstri stefnuna. Innan flokksins hefur nokkuð verið rætt um að fjölgun um tvö hundruð félaga vísi til þess að fólk sé að skrá sig til að taka þátt í prófkjörinu og segja heimildarmenn að það setji þriðja sætið í nokkra óvissu. Grímur Atlason og Þorleifur Gunnlaugsson væru báðir vel þekktir innan flokksins, Grímur þó aðeins þekktari utan hans. Þorleifur er hins vegar varaformaður Reykjavíkurfélagsins og er vel liðinn af störfum sínum. Sóley Tómasdóttir er hins vegar nýr félagi vinstri grænna en hefur verið virk í Femínistafélagi Íslands. Vilja því sumir flokksfélagar meina að margir nýir félagar í flokknum séu félagar Sóleyjar úr Femínistafélaginu. Einn benti á að nýir félagar, sem skrá sig sérstaklega fyrir prófkjörið, séu líklegri til að kjósa en gamlir félagar sem gæti því komið niður á fylgi Þorleifs. Prófkjörið verður í húsnæði VG að Suðurgötu 3 og verður hægt að kjósa frá klukkan níu um morguninn til níu að kvöldi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Tæplega sjö hundruð Reykvíkingar geta tekið þátt í prófkjöri Reykjavíkurfélags vinstri grænna á morgun. Flokksmönnum í Reykjavík hefur fjölgað úr fimm hundruð frá áramótum. Tíu eru í framboði, en allir heimildarmenn blaðsins innan flokksins sem Fréttablaðið ræddi við í gær voru sammála um að úrslitin í fyrstu tvö sætin væru nokkuð ljós. Svandís muni sigra prófkjörið og Árni Þór Sigurðsson verði í öðru sæti. Slagurinn verði því um þriðja sætið, en samkvæmt nýlegum könnunum fengi flokkurinn tvo borgarfulltrúa. Þau þrjú sem helst eru talin líkleg til að verða valin í þriðja sætið eru Grímur Atlason, Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Einn heimildarmaður hafði á orði að Árni Þór hefði líklega ekki gefið eftir fyrsta sætið til að sitja í borgarstjórn til 2009. Þriðji maður á lista gæti því orðið borgarfulltrúi. Önnur fimm í framboði eru Ásta Þorleifsdóttir og Magnús Bergsson, sem koma úr hinum græna armi flokksins; Ugla Egilsdóttir, fulltrúi ungra vinstri grænna, Guðný Hildur Magnúsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson sem bæði leggja áherslu á vinstri stefnuna. Innan flokksins hefur nokkuð verið rætt um að fjölgun um tvö hundruð félaga vísi til þess að fólk sé að skrá sig til að taka þátt í prófkjörinu og segja heimildarmenn að það setji þriðja sætið í nokkra óvissu. Grímur Atlason og Þorleifur Gunnlaugsson væru báðir vel þekktir innan flokksins, Grímur þó aðeins þekktari utan hans. Þorleifur er hins vegar varaformaður Reykjavíkurfélagsins og er vel liðinn af störfum sínum. Sóley Tómasdóttir er hins vegar nýr félagi vinstri grænna en hefur verið virk í Femínistafélagi Íslands. Vilja því sumir flokksfélagar meina að margir nýir félagar í flokknum séu félagar Sóleyjar úr Femínistafélaginu. Einn benti á að nýir félagar, sem skrá sig sérstaklega fyrir prófkjörið, séu líklegri til að kjósa en gamlir félagar sem gæti því komið niður á fylgi Þorleifs. Prófkjörið verður í húsnæði VG að Suðurgötu 3 og verður hægt að kjósa frá klukkan níu um morguninn til níu að kvöldi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira