Tvenns konar tortryggni 14. september 2005 00:01 Vinstri og hægri - Geir Ágústsson verkfræðingur. Vinstrimaður hefur, að vitund undirritaðs, aldrei í sögu Íslands kosið með skattalækkun og gegn afnámi ríkiseinokunar eða íþyngjandi reglugerða. Hvers vegna? Eftirfarandi hugleiðing gæti kannski hjálpað við að varpa ljósi á það. Í mjög einfölduðu máli má segja að fólk skiptist í tvo hópa þegar kemur að tortryggni – einn sem tortryggir ríkisvaldið og annan sem tortryggir hinn frjálsa markað. Gjarnan eru hóparnir nefndir hægri- og vinstrimenn og verður það gert hér þótt mikill misskilningur umlyki jafnan bæði orðin. Báðir hópar hafa sínar eigin túlkanir á orðum eins og frelsi, jafnrétti, auði og velferð, og tala þar af leiðandi gjarnan í kross. Þetta er afar óheppilegt ástand því einföld atriði flækjast gjarnan þegar sömu orð hafa mismunandi merkingar. Vinstrimenn eru duglegir við að stinga upp á nýjum sköttum og reglugerðum með það að markmiði að styrkja ríkisvaldið á kostnað einstaklinga og fyrirtækja. Hægrimenn vilja gjarnan lækka skatta og fækka reglum svo hinn frjálsi markaður fái meira svigrúm á kostnað ríkisvaldsins. Ólík nálgun kemur til af ólíkri tortryggni hópanna tveggja. Reglur og skattar eru að mati vinstrimanna hin upplögðu verkfæri stjórnmálamanna til að móta samfélagið í ákveðið form. Margir vinstrimenn berjast t.d. hart fyrir því að ríkið jafni magn efnislegra gæða milli einstaklinga, og jafni aðgang einstaklinga að tilteknum þjónustustofnunum og verslunum en ekki endilega öðrum. Til dæmis vilja vinstrimenn að ríkið selji vatn og strætóferðir en ekki mat og bíla. Þessi nálgun hefur oft haft slæmar afleiðingar í för með sér. Skólar og sjúkrahús líða stanslaust fjársvelti í höndum hins opinbera og þeir fátækustu fá fyrstir allra að finna fyrir því. Þeir ríku geta alltaf borgað aukalega fyrir þjónustu kennara og lækna þótt skattbyrðin sé þung. Þessu hafa þeir fátæku ekki möguleika á og þurfa treysta á að skattbyrðin dugi fyrir nauðsynlegri þjónustu. Það að reka hið opinbera með jöfnun efnislegra gæða að leiðarljósi virkar oft einfaldlega öfugt. Þeir fátækustu hafa það best þar sem ríkisvaldið einbeitir sér að því að halda uppi lögum og reglu og sér e.t.v. um að grípa þá fáu sem ekki geta spjarað sig á eigin spýtur. Flókið og fjárþyrst ríkisvald hárra skatta og fjölskrúðugrar bóta- og styrkjaflóru auk mikils magns laga og reglugerða er bæði afvegaleitt og óskilvirkt fyrirbæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Vinstri og hægri - Geir Ágústsson verkfræðingur. Vinstrimaður hefur, að vitund undirritaðs, aldrei í sögu Íslands kosið með skattalækkun og gegn afnámi ríkiseinokunar eða íþyngjandi reglugerða. Hvers vegna? Eftirfarandi hugleiðing gæti kannski hjálpað við að varpa ljósi á það. Í mjög einfölduðu máli má segja að fólk skiptist í tvo hópa þegar kemur að tortryggni – einn sem tortryggir ríkisvaldið og annan sem tortryggir hinn frjálsa markað. Gjarnan eru hóparnir nefndir hægri- og vinstrimenn og verður það gert hér þótt mikill misskilningur umlyki jafnan bæði orðin. Báðir hópar hafa sínar eigin túlkanir á orðum eins og frelsi, jafnrétti, auði og velferð, og tala þar af leiðandi gjarnan í kross. Þetta er afar óheppilegt ástand því einföld atriði flækjast gjarnan þegar sömu orð hafa mismunandi merkingar. Vinstrimenn eru duglegir við að stinga upp á nýjum sköttum og reglugerðum með það að markmiði að styrkja ríkisvaldið á kostnað einstaklinga og fyrirtækja. Hægrimenn vilja gjarnan lækka skatta og fækka reglum svo hinn frjálsi markaður fái meira svigrúm á kostnað ríkisvaldsins. Ólík nálgun kemur til af ólíkri tortryggni hópanna tveggja. Reglur og skattar eru að mati vinstrimanna hin upplögðu verkfæri stjórnmálamanna til að móta samfélagið í ákveðið form. Margir vinstrimenn berjast t.d. hart fyrir því að ríkið jafni magn efnislegra gæða milli einstaklinga, og jafni aðgang einstaklinga að tilteknum þjónustustofnunum og verslunum en ekki endilega öðrum. Til dæmis vilja vinstrimenn að ríkið selji vatn og strætóferðir en ekki mat og bíla. Þessi nálgun hefur oft haft slæmar afleiðingar í för með sér. Skólar og sjúkrahús líða stanslaust fjársvelti í höndum hins opinbera og þeir fátækustu fá fyrstir allra að finna fyrir því. Þeir ríku geta alltaf borgað aukalega fyrir þjónustu kennara og lækna þótt skattbyrðin sé þung. Þessu hafa þeir fátæku ekki möguleika á og þurfa treysta á að skattbyrðin dugi fyrir nauðsynlegri þjónustu. Það að reka hið opinbera með jöfnun efnislegra gæða að leiðarljósi virkar oft einfaldlega öfugt. Þeir fátækustu hafa það best þar sem ríkisvaldið einbeitir sér að því að halda uppi lögum og reglu og sér e.t.v. um að grípa þá fáu sem ekki geta spjarað sig á eigin spýtur. Flókið og fjárþyrst ríkisvald hárra skatta og fjölskrúðugrar bóta- og styrkjaflóru auk mikils magns laga og reglugerða er bæði afvegaleitt og óskilvirkt fyrirbæri.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun