Sama gjald fyrir alla 9. september 2005 00:01 Leikskólar - Hafsteinn Karlsson Það er skortur á dagforeldrum í Kópavogi. Eftirspurn eftir þessari þjónustu er meiri en framboðið. Það er mikilvægt fyrir foreldra yngstu barnanna að geta fengið örugga gæslu fyrir börn sín þann tíma sem er á milli loka fæðingarorlofs og upphafs leikskólagöngu. Foreldrar smábarna þurfa að eiga möguleika á að komast út á vinnumarkaðinn strax eftir að fæðingarorlofi lýkur, enda leyfa fjárhagskuldbindingar meðal annars vegna íbúðakaupa sjaldnast nokkurt tekjutap. Sveitarfélög verða að gera það sem í þeirra valdi stendur til að fólk fáist til að starfa sem dagforeldrar. Ýmislegt gott hefur verið gert í Kópavogi, en eitthvað meira þarf greinilega til. 160 þúsund krónum meira fyrir daggæslu. Fyrir 8 tíma vistun hjá dagforeldri þurfa foreldrar að greiða 55 - 60 þús. kr. en fá svo niðurgreiðslu frá bænum að fjárhæð tæplega 14 þús. kr. og einstæðir foreldrar og foreldrar báðir í námi fá niðurgreiðslu sem nemur 25 þúsund krónum. Einstæðir foreldrar og námsmenn þurfa því að greiða 30 - 35 þús. kr. á mánuði en aðrir foreldrar 40 - 45 þús. kr. Þetta er verulega hærra gjald en foreldrar greiða fyrir jafnlanga dvöl á leikskólum bæjarins. Þar er hæsta gjald um 29 þús. kr. en gjald fyrir einstæða foreldra um 21 þús. Foreldrar yngstu Kópavogsbúanna þurfa því að greiða 10-15 þús. kr. meira á mánuði fyrir barn hjá dagmóður en kostar að hafa barn á leikskóla. Þessi umfram greiðsla verður um 110 - 160 þús. kr. á ári sem er áleit fjárhæð fyrir flestar fjölskyldur í bænum. Nágrannar okkar í Garðabæ og Hafnarfirði gera betur fyrir sína borgara þannig að foreldrar þar greiða svipað gjald fyrir vistun hjá dagforeldrum og fyrir leikskóla. Það er ekki hægt að færa nein góð rök fyrir því að foreldrar sem hafa börn í daggæslu skuli greiða meira en foreldrar með börn í leikskólum. Ódýrari daggæslu. Það er engin sanngirni í því að þeir sem yngstu börnin eiga þurfi að greiða allt að 160 þús. kr. aukalega fyrir það á hverju ári. Foreldrar yngstu barnanna er einmitt á þeim aldri sem mest útgjöldin eru, þurfa ef til vill að greiða fyrir eitt barn hjá dagforeldri, annað á leikskóla, eru að koma sér upp húsnæði og borga af námslánum. Þeir þurfa að vinna mikið til að standa undir öllum skuldbindingum. Þetta getur valdið bæði álagi og streitu bæði hjá foreldrunum og börnunum. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar komu því til leiðar í bæjarstjórn á dögunum að Félagsþjónustu Kópavogs yrði falið að finna leiðir til niðurgreiðslu á gjöldum dagforeldra þannig að þjónusta þeirra verði ekki dýrari fyrir foreldra en vistun á leikskólum bæjarins, auk þess sem legði fram tillögur sem gætu orðið til þess að fjölga dagforeldrum. Vonandi er því að vænta úrbóta í þessum málum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Leikskólar - Hafsteinn Karlsson Það er skortur á dagforeldrum í Kópavogi. Eftirspurn eftir þessari þjónustu er meiri en framboðið. Það er mikilvægt fyrir foreldra yngstu barnanna að geta fengið örugga gæslu fyrir börn sín þann tíma sem er á milli loka fæðingarorlofs og upphafs leikskólagöngu. Foreldrar smábarna þurfa að eiga möguleika á að komast út á vinnumarkaðinn strax eftir að fæðingarorlofi lýkur, enda leyfa fjárhagskuldbindingar meðal annars vegna íbúðakaupa sjaldnast nokkurt tekjutap. Sveitarfélög verða að gera það sem í þeirra valdi stendur til að fólk fáist til að starfa sem dagforeldrar. Ýmislegt gott hefur verið gert í Kópavogi, en eitthvað meira þarf greinilega til. 160 þúsund krónum meira fyrir daggæslu. Fyrir 8 tíma vistun hjá dagforeldri þurfa foreldrar að greiða 55 - 60 þús. kr. en fá svo niðurgreiðslu frá bænum að fjárhæð tæplega 14 þús. kr. og einstæðir foreldrar og foreldrar báðir í námi fá niðurgreiðslu sem nemur 25 þúsund krónum. Einstæðir foreldrar og námsmenn þurfa því að greiða 30 - 35 þús. kr. á mánuði en aðrir foreldrar 40 - 45 þús. kr. Þetta er verulega hærra gjald en foreldrar greiða fyrir jafnlanga dvöl á leikskólum bæjarins. Þar er hæsta gjald um 29 þús. kr. en gjald fyrir einstæða foreldra um 21 þús. Foreldrar yngstu Kópavogsbúanna þurfa því að greiða 10-15 þús. kr. meira á mánuði fyrir barn hjá dagmóður en kostar að hafa barn á leikskóla. Þessi umfram greiðsla verður um 110 - 160 þús. kr. á ári sem er áleit fjárhæð fyrir flestar fjölskyldur í bænum. Nágrannar okkar í Garðabæ og Hafnarfirði gera betur fyrir sína borgara þannig að foreldrar þar greiða svipað gjald fyrir vistun hjá dagforeldrum og fyrir leikskóla. Það er ekki hægt að færa nein góð rök fyrir því að foreldrar sem hafa börn í daggæslu skuli greiða meira en foreldrar með börn í leikskólum. Ódýrari daggæslu. Það er engin sanngirni í því að þeir sem yngstu börnin eiga þurfi að greiða allt að 160 þús. kr. aukalega fyrir það á hverju ári. Foreldrar yngstu barnanna er einmitt á þeim aldri sem mest útgjöldin eru, þurfa ef til vill að greiða fyrir eitt barn hjá dagforeldri, annað á leikskóla, eru að koma sér upp húsnæði og borga af námslánum. Þeir þurfa að vinna mikið til að standa undir öllum skuldbindingum. Þetta getur valdið bæði álagi og streitu bæði hjá foreldrunum og börnunum. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar komu því til leiðar í bæjarstjórn á dögunum að Félagsþjónustu Kópavogs yrði falið að finna leiðir til niðurgreiðslu á gjöldum dagforeldra þannig að þjónusta þeirra verði ekki dýrari fyrir foreldra en vistun á leikskólum bæjarins, auk þess sem legði fram tillögur sem gætu orðið til þess að fjölga dagforeldrum. Vonandi er því að vænta úrbóta í þessum málum á næstunni.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun