Leikhlé fyrir Gerhard og Joschka 7. september 2005 00:01 Þýska kosningabaráttan - Henryk M. Broder Í fyrsta sinn á 40 ára fullveldisferli mínum mun ég í komandi kosningum ekki kjósa þýska jafnaðarmannaflokkinn SPD. Heldur ekki græningja. Ég var of lengi eitt af þessum sjálfgefnu atkvæðum, sem hefði jafnvel kosið kústskaft, svo fremi það hefði borið merkimiðann "rauð-grænt". Í fyrstu af sannfæringu - það væri einfaldlega enginn kjósanlegur valkostur við SPD - síðar vegna þess að maður leit svo á að flokkurinn væri illskárri en hinir. Þegar Schröder varð kanslari og Fischer utanríkisráðherra fékk ég snert af þýsku stolti: Land þar sem sonur skúringakonu og bílaverksmiðju-verkamaður getur náð svo langt: slíkt land er betra en sá orðstír sem fer af því. Og þá fór að halla undan fæti. Á meðan Schröder kepptist við að halda PDS (arftakaflokki austur-þýskra kommúnista) í fjarlægð sýndu héraðshöfðingjar hans engar hömlur á að efna til stjórnarsamstarfs við nafnbreyttu kommúnistana. Með þessu var PDS ekki aðeins gerður "húsum hæfur" heldur var líka endurlífgaður "þjóðlegur sósíalismi". Afleiðingarnar blasa núna alls staðar við, "Ossivæðing" Sambandslýðveldisins (Ossi=Austur-Þjóðverji) heldur áfram hröðum skrefum. Austurhluti landsins, sem búið er að endurbyggja og dæla fullan af fjárstyrkjum, kvartar yfir "nýlenduvæðingu" úr vestri. Fyrrverandi borgarar Austur-Þýskalands kalla ekki aðeins eftir "félagslegri hengikoju" fyrir alla heldur heimta þeir líka að einhver ruggi þeim í henni. Oskar Lafontaine, sem var einu sinni kanslaraefni SPD en er nú á atkvæðaveiðum fyrir PDS og vestur-þýska meðreiðarsveina þeirra, talar um "erlenda verkamenn" sem taki störf frá þýskum atvinnuleysingjum, Franz Müntefering, formaður SPD, talar um hálaunaða stjórnendur sem "engisprettur" sem mergsjúgi allan þrótt úr þýskum fyrirtækjum. Og man einhver eftir ýktum and-amerískum yfirlýsingum frú Däubler-Gmelin (fyrrverandi ráðherra úr SPD) og herra Stiegler (áberandi þingmanns úr vinstriarmi SPD)? Nei? Það er líka best að þau orð séu gleymd. Schröder og Fischer eru sennilega mestu hæfileikamennirnir í hópi stjórnmálamanna Berlínarlýðveldisins og eru í persónulegum viðkynnum einstaklega þægilegir, fyndnir og skemmtilegir. En þeir eru líka því miður algerir tækifærissinnar. Schröder kallaði ísraelskar árásir á Hisbollah-búðir "óásættanlegar", úrslit svindl-kosninganna í Úkraínu aftur á móti "ásættanleg", til þess að halda Pútín vini sínum góðum. Fischer tókst að vera sá fyrsti sem óskaði Bandaríkjamönnum til hamingju með handtöku Saddams Husseins, sá sami Fischer og hefði helst persónulega stillt sér í veg fyrir bandarísku skriðdrekana til þess að hindra för þeirra til Bagdad. Það má vera að slíkar mótsagnir tilheyri hversdagsrútínu stjórnmálanna, í mínum augum eru þær samt "óásættanlegar". Schröder og Fischer hafa með sinni afkáralegu pólitík skákað sjálfum sér út í horn, sem þeir komast ekki út úr nema kjósendur gefi þeim færi á því. Í stjórnarandstöðu. Þar geta þeir horft í eigin barm, gert yfirbót og velt fyrir sér hvernig þeir geta gert hlutina öðruvísi og betur. Báðir eru tiltölulega ungir, Fischer undir sextugu, Schröder rétt yfir því. Eftir fjögur eða átta ár geta þeir stigið fram aftur, því þá verður Angela Merkel orðin þreytt og útbrunnin. Ég óska þeim báðum endurnærandi leikhlés. Þess vegna kýs ég í fyrsta sinn CDU 18. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þýska kosningabaráttan - Henryk M. Broder Í fyrsta sinn á 40 ára fullveldisferli mínum mun ég í komandi kosningum ekki kjósa þýska jafnaðarmannaflokkinn SPD. Heldur ekki græningja. Ég var of lengi eitt af þessum sjálfgefnu atkvæðum, sem hefði jafnvel kosið kústskaft, svo fremi það hefði borið merkimiðann "rauð-grænt". Í fyrstu af sannfæringu - það væri einfaldlega enginn kjósanlegur valkostur við SPD - síðar vegna þess að maður leit svo á að flokkurinn væri illskárri en hinir. Þegar Schröder varð kanslari og Fischer utanríkisráðherra fékk ég snert af þýsku stolti: Land þar sem sonur skúringakonu og bílaverksmiðju-verkamaður getur náð svo langt: slíkt land er betra en sá orðstír sem fer af því. Og þá fór að halla undan fæti. Á meðan Schröder kepptist við að halda PDS (arftakaflokki austur-þýskra kommúnista) í fjarlægð sýndu héraðshöfðingjar hans engar hömlur á að efna til stjórnarsamstarfs við nafnbreyttu kommúnistana. Með þessu var PDS ekki aðeins gerður "húsum hæfur" heldur var líka endurlífgaður "þjóðlegur sósíalismi". Afleiðingarnar blasa núna alls staðar við, "Ossivæðing" Sambandslýðveldisins (Ossi=Austur-Þjóðverji) heldur áfram hröðum skrefum. Austurhluti landsins, sem búið er að endurbyggja og dæla fullan af fjárstyrkjum, kvartar yfir "nýlenduvæðingu" úr vestri. Fyrrverandi borgarar Austur-Þýskalands kalla ekki aðeins eftir "félagslegri hengikoju" fyrir alla heldur heimta þeir líka að einhver ruggi þeim í henni. Oskar Lafontaine, sem var einu sinni kanslaraefni SPD en er nú á atkvæðaveiðum fyrir PDS og vestur-þýska meðreiðarsveina þeirra, talar um "erlenda verkamenn" sem taki störf frá þýskum atvinnuleysingjum, Franz Müntefering, formaður SPD, talar um hálaunaða stjórnendur sem "engisprettur" sem mergsjúgi allan þrótt úr þýskum fyrirtækjum. Og man einhver eftir ýktum and-amerískum yfirlýsingum frú Däubler-Gmelin (fyrrverandi ráðherra úr SPD) og herra Stiegler (áberandi þingmanns úr vinstriarmi SPD)? Nei? Það er líka best að þau orð séu gleymd. Schröder og Fischer eru sennilega mestu hæfileikamennirnir í hópi stjórnmálamanna Berlínarlýðveldisins og eru í persónulegum viðkynnum einstaklega þægilegir, fyndnir og skemmtilegir. En þeir eru líka því miður algerir tækifærissinnar. Schröder kallaði ísraelskar árásir á Hisbollah-búðir "óásættanlegar", úrslit svindl-kosninganna í Úkraínu aftur á móti "ásættanleg", til þess að halda Pútín vini sínum góðum. Fischer tókst að vera sá fyrsti sem óskaði Bandaríkjamönnum til hamingju með handtöku Saddams Husseins, sá sami Fischer og hefði helst persónulega stillt sér í veg fyrir bandarísku skriðdrekana til þess að hindra för þeirra til Bagdad. Það má vera að slíkar mótsagnir tilheyri hversdagsrútínu stjórnmálanna, í mínum augum eru þær samt "óásættanlegar". Schröder og Fischer hafa með sinni afkáralegu pólitík skákað sjálfum sér út í horn, sem þeir komast ekki út úr nema kjósendur gefi þeim færi á því. Í stjórnarandstöðu. Þar geta þeir horft í eigin barm, gert yfirbót og velt fyrir sér hvernig þeir geta gert hlutina öðruvísi og betur. Báðir eru tiltölulega ungir, Fischer undir sextugu, Schröder rétt yfir því. Eftir fjögur eða átta ár geta þeir stigið fram aftur, því þá verður Angela Merkel orðin þreytt og útbrunnin. Ég óska þeim báðum endurnærandi leikhlés. Þess vegna kýs ég í fyrsta sinn CDU 18. september næstkomandi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun