Aðeins ákærður fyrir fíkniefnabrot 29. ágúst 2005 00:01 Litháinn sem reyndi að smygla nærri tveim lítrum af brennisteinssýru til landsins fyrir viku, hefur einungis verið ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum, en ekki almennum hegningarlögum. Farþegum í flugvélinni sem hann kom með stafaði þó augljós hætta af því að brennisteinssýran væri um borð. Litháinn, sem kom með nærri tvo lítra af brennisteinssýru í tveim áfengisflöskum hingað til lands verður bara ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi samkvæmt þeim. Maðurinn kom með brennisteinssýruna með flugvél og stefndi með því augljóslega öryggi farþeganna í hættu. Engu að síður hefur ekki þótt ástæða til að ákæra hann samkvæmt almennum hegningarlögum fyrir að stofna öryggi flugfarþega í hættu. Brot þar að lútandi getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi. Ákæran er gefin út af lögreglustjóranum í Keflavík sem hefur ekki vald til að ákæra fyrir þann hluta almennra hegningarlaga sem nær til öryggis flugfarþega. Slík ákæra verður að koma frá ríkissaksóknara. Brennisteinssýra getur skapað mikla hættu um borð í flugvélum og jafnvel hreinlega brennt gat á þær og því málið augljóslega ekki sama eðlis og þegar um venjulegt fíkniefnasmygl er að ræða. Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, segir að ekki hafi verið óskað eftir rannsóknargögnum málsins. Aðspurð um hvort ekki hafi þótt rétt að óska eftir þeim með tilliti til eðlis málsins segir Kolbrún að ekki hafi þótt tilefni til þess að svo stöddu. Ekki hafi þótt ástæða til að kanna það frekar hvort rétt væri að ákæra manninn fyrir annað en brot á fíkniefnalögum. Flugmálastjórn hefur lýst yfir verulegum áhyggjum af því að brennisteinssýran hafi komist um borð enda geti hún valdið mikilli hættu og jafnvel brennt gat á flugvélar. Flugmálastjórn hyggst kanna málið í samráði við flugverndaryfirvöld annars staðar í Evrópu á næstunni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Litháinn sem reyndi að smygla nærri tveim lítrum af brennisteinssýru til landsins fyrir viku, hefur einungis verið ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum, en ekki almennum hegningarlögum. Farþegum í flugvélinni sem hann kom með stafaði þó augljós hætta af því að brennisteinssýran væri um borð. Litháinn, sem kom með nærri tvo lítra af brennisteinssýru í tveim áfengisflöskum hingað til lands verður bara ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi samkvæmt þeim. Maðurinn kom með brennisteinssýruna með flugvél og stefndi með því augljóslega öryggi farþeganna í hættu. Engu að síður hefur ekki þótt ástæða til að ákæra hann samkvæmt almennum hegningarlögum fyrir að stofna öryggi flugfarþega í hættu. Brot þar að lútandi getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi. Ákæran er gefin út af lögreglustjóranum í Keflavík sem hefur ekki vald til að ákæra fyrir þann hluta almennra hegningarlaga sem nær til öryggis flugfarþega. Slík ákæra verður að koma frá ríkissaksóknara. Brennisteinssýra getur skapað mikla hættu um borð í flugvélum og jafnvel hreinlega brennt gat á þær og því málið augljóslega ekki sama eðlis og þegar um venjulegt fíkniefnasmygl er að ræða. Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, segir að ekki hafi verið óskað eftir rannsóknargögnum málsins. Aðspurð um hvort ekki hafi þótt rétt að óska eftir þeim með tilliti til eðlis málsins segir Kolbrún að ekki hafi þótt tilefni til þess að svo stöddu. Ekki hafi þótt ástæða til að kanna það frekar hvort rétt væri að ákæra manninn fyrir annað en brot á fíkniefnalögum. Flugmálastjórn hefur lýst yfir verulegum áhyggjum af því að brennisteinssýran hafi komist um borð enda geti hún valdið mikilli hættu og jafnvel brennt gat á flugvélar. Flugmálastjórn hyggst kanna málið í samráði við flugverndaryfirvöld annars staðar í Evrópu á næstunni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira