Skipulag á röngum forsendum 19. ágúst 2005 00:01 Skipulagsmál í Kópavogi - Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi Hugmyndir bæjaryfirvalda í Kópavogi um skipulag á svæðinu í kringum Kópavogshælið voru auglýstar 13. júlí síðastliðinn undir nafninu Kópavogstún. Gera hugmyndirnar ráð fyrir 384 íbúðum á þessu svæði að stærstum hluta í fjölbýli. Kópavogsbær eignaðist stóran hluta af landinu sem skipulagið nær til árið 2003 en afgangurinn er í eigu Ríkisspítalanna. Þar er rekin mikilvæg starfsemi eins og líknardeild, endurhæfing og Fjölsmiðjan á góðum stað. Engar viðræður eru í gangi milli bæjarins og Ríkisspítalanna um frekari kaup á landi á þessu svæði. Með skipulagshugmyndunum er verið að gjörbreytta ásýnd og eðli byggðarinnar á svæðinu sem hefur mikil áhrif á umferðar- og skólamál á Kársnesinu öllu. Á kynningarfundi í Kársnesskóla 11. ágúst færði Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður skipulagsnefndar, þau rök fyrir þessu mikla byggingarmagni að landið hafi verið dýrt og að bærinn verði að ná inn fyrir kaupverðinu með svokölluðum yfirtökugjöldum sem lögð eru á hverja íbúð eins og venja er. Þessi röksemd sjálfstæðismanna stenst alls ekki, því ef miðað er við þau yfirtökugjöld sem lögð voru á í Þingahverfi í Vatnsenda myndi byggingarmagnið sem skipulagið gerir ráð fyrir á þeim hluta Kópavogstúnsins sem bærinn á nú þegar gefa sveitarfélaginu 451 milljón króna í tekjur en heildarkaupverð landsins var 260 milljónir króna. Það "þarf" því ekki að byggja meira en 15 einbýlishús, 10 raðhús og 50 íbúðir í fjölbýli til að bærinn komi út á sléttu. Þetta mikla byggingarmagn er því pólitísk ákvörðun og það er vondur málflutningur hjá Gunnsteini bæjarfulltrúa að halda öðru fram. Með hliðsjón að ofangreindu á að skoða grunnhugmynd skipulagsins og það byggingarmagn sem þar er gert ráð fyrir. Einnig ætti að nota tækifærið og kanna hug Sunnuhlíðar til stækkunnar á sinni starfsemi og taka upp viðræður við Ríkisspítalana um þeirra framtíðarsýn á starfseminni í Kópavogi og hvort sú sýn geti ekki samræmst hugmyndum Kópavogsbæjar. Eins og oft áður í valdatíð núverandi meirihluta kvarta íbúar yfir fyrirkomulagi á kynningu á skipulagshugmyndum. Raunar var óvenjuilla staðið að kynningu á þessum fundi og var hann haldinn 11. ágúst, degi eftir að lögbundnum auglýsingatíma lauk og þokkalega fundarsókn mátti að mestu þakka dreifimiðum sem íbúarnir dreifðu sjálfir í hús. Það virðist því vera þannig að bæjarfulltrúar meirihlutans vilji að sem fæstir komi á slíka kynningarfundi enda fundinum valinn tími í byrjun ágúst. Gagnrýndi undirritaður þessa tímasetningu sérstaklega á vegum bæjarins en við litlar undirtektir. Fundarmenn gagnrýndu skipulagshugmyndirnar harðlega og skort á samráði við íbúa við gerð þeirra. Frestur til að gera athugasemdir og koma með ábendingar stendur til 24. ágúst og skora ég á alla sem áhuga hafa á framtíð Kópavogs og þessa viðkvæma svæðis að koma á sínum sjónarmiðum á framfæri við bæjaryfirvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Skipulagsmál í Kópavogi - Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi Hugmyndir bæjaryfirvalda í Kópavogi um skipulag á svæðinu í kringum Kópavogshælið voru auglýstar 13. júlí síðastliðinn undir nafninu Kópavogstún. Gera hugmyndirnar ráð fyrir 384 íbúðum á þessu svæði að stærstum hluta í fjölbýli. Kópavogsbær eignaðist stóran hluta af landinu sem skipulagið nær til árið 2003 en afgangurinn er í eigu Ríkisspítalanna. Þar er rekin mikilvæg starfsemi eins og líknardeild, endurhæfing og Fjölsmiðjan á góðum stað. Engar viðræður eru í gangi milli bæjarins og Ríkisspítalanna um frekari kaup á landi á þessu svæði. Með skipulagshugmyndunum er verið að gjörbreytta ásýnd og eðli byggðarinnar á svæðinu sem hefur mikil áhrif á umferðar- og skólamál á Kársnesinu öllu. Á kynningarfundi í Kársnesskóla 11. ágúst færði Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður skipulagsnefndar, þau rök fyrir þessu mikla byggingarmagni að landið hafi verið dýrt og að bærinn verði að ná inn fyrir kaupverðinu með svokölluðum yfirtökugjöldum sem lögð eru á hverja íbúð eins og venja er. Þessi röksemd sjálfstæðismanna stenst alls ekki, því ef miðað er við þau yfirtökugjöld sem lögð voru á í Þingahverfi í Vatnsenda myndi byggingarmagnið sem skipulagið gerir ráð fyrir á þeim hluta Kópavogstúnsins sem bærinn á nú þegar gefa sveitarfélaginu 451 milljón króna í tekjur en heildarkaupverð landsins var 260 milljónir króna. Það "þarf" því ekki að byggja meira en 15 einbýlishús, 10 raðhús og 50 íbúðir í fjölbýli til að bærinn komi út á sléttu. Þetta mikla byggingarmagn er því pólitísk ákvörðun og það er vondur málflutningur hjá Gunnsteini bæjarfulltrúa að halda öðru fram. Með hliðsjón að ofangreindu á að skoða grunnhugmynd skipulagsins og það byggingarmagn sem þar er gert ráð fyrir. Einnig ætti að nota tækifærið og kanna hug Sunnuhlíðar til stækkunnar á sinni starfsemi og taka upp viðræður við Ríkisspítalana um þeirra framtíðarsýn á starfseminni í Kópavogi og hvort sú sýn geti ekki samræmst hugmyndum Kópavogsbæjar. Eins og oft áður í valdatíð núverandi meirihluta kvarta íbúar yfir fyrirkomulagi á kynningu á skipulagshugmyndum. Raunar var óvenjuilla staðið að kynningu á þessum fundi og var hann haldinn 11. ágúst, degi eftir að lögbundnum auglýsingatíma lauk og þokkalega fundarsókn mátti að mestu þakka dreifimiðum sem íbúarnir dreifðu sjálfir í hús. Það virðist því vera þannig að bæjarfulltrúar meirihlutans vilji að sem fæstir komi á slíka kynningarfundi enda fundinum valinn tími í byrjun ágúst. Gagnrýndi undirritaður þessa tímasetningu sérstaklega á vegum bæjarins en við litlar undirtektir. Fundarmenn gagnrýndu skipulagshugmyndirnar harðlega og skort á samráði við íbúa við gerð þeirra. Frestur til að gera athugasemdir og koma með ábendingar stendur til 24. ágúst og skora ég á alla sem áhuga hafa á framtíð Kópavogs og þessa viðkvæma svæðis að koma á sínum sjónarmiðum á framfæri við bæjaryfirvöld.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun