Nokkrir tæpir fyrir Fram-FH 3. ágúst 2005 00:01 Í kvöld mætast Fram og FH í fyrri undanúrslitaleik VISA bikarsins í knattspyrnu. Ólafur Kristjánsson þjálfari Fram segir óljóst með nokkra leikmenn í Fram-liðinu vegna meiðsla. Daninn Kim Nörholt er á heimleið með slitna hásin og leikur hann ekki meira með þeim í sumar. Þá er hann ekki viss með fyrirliðann Ríkharð Daðason fyrir kvöldið eins og hann komst skemmtilega að orði á blaðamannafundi hjá KSÍ í gær. "Ég veit ekki hvað langi maðurinn hérna við hliðina á mér dugir mikið. Hann hefur aðeins verið að ströggla í meisðlum þannig að það verður bara að koma í ljós. En það er ljóst að það byrja 11 leikmenn inni á hjá okkur þegar flautað verður til leiks." sagði Ólafur. Leifur Garðarsson aðstoðarþjálfari FH segir að Tommy Nielsen sé meiddur og þá verði Davíð Þór Viðarsson í leikbanni gegn Fram. Aðrir leikmenn eru þokkalega heilir og meðal þeirra er fyrirliðinn Heimir Guðjónsson sem hefur verið meiddur að undanförnu. Leifur notaði tækifærið á fréttamannafundinum í gær og skaut aðeins léttilega á KSÍ fyrir að hafa undanúrslitaleikina á Laugardalsvelli. "Það stendur nú í reglugerðinni að það eigi að leika á hlutlausum velli en við munum þarna leika útileik á heimavelli Fram. Við tökum því bara eins og menn enda eru þetta flottar aðstæður og okkur hlakkar bara til." sagði Leifur. Ólafur þjálfari Fram svaraði kvörtun Leifs að bragði. "Þetta er nú reyndar varavöllur FH í Evrópukeppninni þannig að ég veit ekki alveg hvað þeir eru að kvarta." FH-ingar hafa aldrei hampað bikarmeistaratitlinum, en hafa þrisvar sinnum leikið til úrslita. Framarar hafa hins vegar unnið bikarinn sjö sinnum, síðast árið 1989. Leikur Fram og FH hefst kl. 19:40 í kvöld á Laugardalsvelli og verður hægt að fylgjast með beinni lýsingu frá leiknum á boltavaktinni hér á Vísi. Síðari undanúrslitaleikurinn fer síðan fram á morgun en þá mætast Valur og Fylkir. Íslenski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira
Í kvöld mætast Fram og FH í fyrri undanúrslitaleik VISA bikarsins í knattspyrnu. Ólafur Kristjánsson þjálfari Fram segir óljóst með nokkra leikmenn í Fram-liðinu vegna meiðsla. Daninn Kim Nörholt er á heimleið með slitna hásin og leikur hann ekki meira með þeim í sumar. Þá er hann ekki viss með fyrirliðann Ríkharð Daðason fyrir kvöldið eins og hann komst skemmtilega að orði á blaðamannafundi hjá KSÍ í gær. "Ég veit ekki hvað langi maðurinn hérna við hliðina á mér dugir mikið. Hann hefur aðeins verið að ströggla í meisðlum þannig að það verður bara að koma í ljós. En það er ljóst að það byrja 11 leikmenn inni á hjá okkur þegar flautað verður til leiks." sagði Ólafur. Leifur Garðarsson aðstoðarþjálfari FH segir að Tommy Nielsen sé meiddur og þá verði Davíð Þór Viðarsson í leikbanni gegn Fram. Aðrir leikmenn eru þokkalega heilir og meðal þeirra er fyrirliðinn Heimir Guðjónsson sem hefur verið meiddur að undanförnu. Leifur notaði tækifærið á fréttamannafundinum í gær og skaut aðeins léttilega á KSÍ fyrir að hafa undanúrslitaleikina á Laugardalsvelli. "Það stendur nú í reglugerðinni að það eigi að leika á hlutlausum velli en við munum þarna leika útileik á heimavelli Fram. Við tökum því bara eins og menn enda eru þetta flottar aðstæður og okkur hlakkar bara til." sagði Leifur. Ólafur þjálfari Fram svaraði kvörtun Leifs að bragði. "Þetta er nú reyndar varavöllur FH í Evrópukeppninni þannig að ég veit ekki alveg hvað þeir eru að kvarta." FH-ingar hafa aldrei hampað bikarmeistaratitlinum, en hafa þrisvar sinnum leikið til úrslita. Framarar hafa hins vegar unnið bikarinn sjö sinnum, síðast árið 1989. Leikur Fram og FH hefst kl. 19:40 í kvöld á Laugardalsvelli og verður hægt að fylgjast með beinni lýsingu frá leiknum á boltavaktinni hér á Vísi. Síðari undanúrslitaleikurinn fer síðan fram á morgun en þá mætast Valur og Fylkir.
Íslenski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira