Hættulegt birgðahald í heimahúsum 8. júlí 2005 00:01 "Þetta er ekki einungis stórhættulegt heldur brýtur þetta í bága við lög og er snarbannað," segir Björn Karlsson, brunamálastjóri hjá Brunamálastofnun. Hundruðir ef ekki þúsundir bíleigenda hömstruðu dísilolíu sem mest þeir máttu fyrir síðustu mánaðarmót og notuðu til þess ýmis konar ílát sem nú eru geymd við heimahús, í bílskúrum og iðnaðarhúsnæðum víða um landið. Söluaðilar víða um landið höfðu sömu sögu að segja. Fyrirséð hafi verið að olían hækkaði um helming og menn notað öll tiltæk ráð til að hamstra. Gunnlaugur Axelsson, hjá Esso á Egilsstöðum, sagði hamstur hafa verið mjög áberandi. "Mjög margir fylltu bíla sína og einhver ílát að auki og talsvert var um að menn kæmu margar ferðir með tunnur og öll önnur ílát sem dugðu til." Bjarni Kristinsson, eigandi Bjarnabúðar á Selfossi, tók í sama streng og sagðist hafa heyrt ýmsar útgáfur af því hvernig menn geymdu olíuna á vafasömum stöðum. "Það hömstruðu flestir dísilbílaeigendur enda ósköp skiljanlegt þegar hægt að spara sér miklar upphæðir." Dæmi voru um að tunnur og plastílát seldust upp í byggingavöruverslunum á landsbyggðinni daginn fyrir olíubreytinguna enda hækkaði lítraverð á dísilolíu um helming á einni nóttu og því eftir miklu að slægjast. Einn viðmælandi sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði nágranna sinn hafa fyllt tóma rotþró af olíu og geymdi hana fast upp við íbúðarhús sitt. Bensínafgreiðslumaður fyrir norðan afgreiddi annan sem keypti nóg magn í tunnur til að endast honum næstu árin. Gestur Guðjónsson, yfirmaður öryggismála hjá Olíudreifingu, sagði að sala dísilolíu vikuna fyrir mánaðarmót hefði verið margföld á við venjulega og ljóst að fjölmargir landsmenn hömstruðu þá vikuna. "Við vorum búnir að vara við þessu fyrir löngu síðan. Eftirlit með þessu var lítið sem ekkert og það er ekki hlutverk olíufélaganna að banna viðskiptavinum sínum kaup á olíu. Í raun gæti viðskiptavinur heimtað að við dældum sundlaug hans fulla af olíu og við urðum að hlýða. Þetta er enn eitt klúður ríkisins við upptöku þessa olíugjalds þegar aðrar þjóðir Evrópu eru að leggja þetta af." Brunamálastjóri sagði hættuna mikla af því að geyma olíu inni í byggingum. "Hún er ekki eins eldfim og bensínið en guð hjálpi þeim sem koma að slíkum birgðum í brennandi húsi." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Sjá meira
"Þetta er ekki einungis stórhættulegt heldur brýtur þetta í bága við lög og er snarbannað," segir Björn Karlsson, brunamálastjóri hjá Brunamálastofnun. Hundruðir ef ekki þúsundir bíleigenda hömstruðu dísilolíu sem mest þeir máttu fyrir síðustu mánaðarmót og notuðu til þess ýmis konar ílát sem nú eru geymd við heimahús, í bílskúrum og iðnaðarhúsnæðum víða um landið. Söluaðilar víða um landið höfðu sömu sögu að segja. Fyrirséð hafi verið að olían hækkaði um helming og menn notað öll tiltæk ráð til að hamstra. Gunnlaugur Axelsson, hjá Esso á Egilsstöðum, sagði hamstur hafa verið mjög áberandi. "Mjög margir fylltu bíla sína og einhver ílát að auki og talsvert var um að menn kæmu margar ferðir með tunnur og öll önnur ílát sem dugðu til." Bjarni Kristinsson, eigandi Bjarnabúðar á Selfossi, tók í sama streng og sagðist hafa heyrt ýmsar útgáfur af því hvernig menn geymdu olíuna á vafasömum stöðum. "Það hömstruðu flestir dísilbílaeigendur enda ósköp skiljanlegt þegar hægt að spara sér miklar upphæðir." Dæmi voru um að tunnur og plastílát seldust upp í byggingavöruverslunum á landsbyggðinni daginn fyrir olíubreytinguna enda hækkaði lítraverð á dísilolíu um helming á einni nóttu og því eftir miklu að slægjast. Einn viðmælandi sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði nágranna sinn hafa fyllt tóma rotþró af olíu og geymdi hana fast upp við íbúðarhús sitt. Bensínafgreiðslumaður fyrir norðan afgreiddi annan sem keypti nóg magn í tunnur til að endast honum næstu árin. Gestur Guðjónsson, yfirmaður öryggismála hjá Olíudreifingu, sagði að sala dísilolíu vikuna fyrir mánaðarmót hefði verið margföld á við venjulega og ljóst að fjölmargir landsmenn hömstruðu þá vikuna. "Við vorum búnir að vara við þessu fyrir löngu síðan. Eftirlit með þessu var lítið sem ekkert og það er ekki hlutverk olíufélaganna að banna viðskiptavinum sínum kaup á olíu. Í raun gæti viðskiptavinur heimtað að við dældum sundlaug hans fulla af olíu og við urðum að hlýða. Þetta er enn eitt klúður ríkisins við upptöku þessa olíugjalds þegar aðrar þjóðir Evrópu eru að leggja þetta af." Brunamálastjóri sagði hættuna mikla af því að geyma olíu inni í byggingum. "Hún er ekki eins eldfim og bensínið en guð hjálpi þeim sem koma að slíkum birgðum í brennandi húsi."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent