Aukið samstarf vegna hamfara 28. júní 2005 00:01 Norðurlöndin ætla að auka samstarf vegna náttúruhamfara. Þetta var ákveðið á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Danmörku í gær. Í þeim löndum þar sem engin eru íslensk sendiráð geta Íslendingar leitað aðstoðar í öðrum norrænum sendiráðum. Annars voru Evrópusambandsmál ofarlega á baugi þótt tvö ríki eigi ekki aðild að sambandinu. Aukið norrænt samstarf vegna hugsanlegra náttúruhamfara nær m.a. yfir áætlun um brottflutning fólks af hættusvæðum, hýsingu fórnarlamba, aðstoð við ættingja og upplýsingaveitu til fjölmiðla. Íbúar Norðurlandanna geta einnig leitað aðstoðar í öðrum orrænum sendiráðum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir það mikilvægt fyrir Íslendinga ef eitthvað kemur upp á, t.d. á ferðamannastöðum. „Við gátum sent flugvél með mjög litlum fyrirvara, og breytt henni í reynd í sjúkrastofu, þannig að við höfum líka reynslu sem getur komið til góða," segir Halldór. Hann segir málið verða rætt nánar á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem haldinn verður í Danmörku í ágúst. Norrænu ríkisstjórnirnar eru með þessu að bregðast við gagnrýni á störf sín í kjölfar flóðbylgjunnar í Asíu. Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðurlönd geti unnið betur saman en þá var gert. Evrópusambandið var líka rætt á fundinum í gær í ljósi þróunarinnar eftir að Frakkar og Hollendingar felldu stjórnarskrá sambandsins. Halldór og Bondevik eru sammála um að staða mála lengi enn frekar umræðuferlið um aðild landanna tveggja að sambandinu. Hagræðing á norrænu samstarfi er sú ákvörðun nefnd að fækka ráðherranefndum úr átján í ellefu. Aðspurður hvort norrænt samstarf sé að láta undan auknu Evrópusamstarfi segir Halldór svo alls ekki vera. Það liggi fyrir að stjórnmálamenn hafi minni tíma en áður vegna aukins alþjóðasamstarfs. „Það er algjörlega nauðsynlegt að samræma betur norræna samstarfið, fækka þar nefndum, sérstaklega ráðherranefndunum, þannig að þetta verði hagkvæmara," segir Halldór. Nánar verður fjallað um fund norrænu forsætisráðherranna sem lýkur í dag í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Norðurlöndin ætla að auka samstarf vegna náttúruhamfara. Þetta var ákveðið á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Danmörku í gær. Í þeim löndum þar sem engin eru íslensk sendiráð geta Íslendingar leitað aðstoðar í öðrum norrænum sendiráðum. Annars voru Evrópusambandsmál ofarlega á baugi þótt tvö ríki eigi ekki aðild að sambandinu. Aukið norrænt samstarf vegna hugsanlegra náttúruhamfara nær m.a. yfir áætlun um brottflutning fólks af hættusvæðum, hýsingu fórnarlamba, aðstoð við ættingja og upplýsingaveitu til fjölmiðla. Íbúar Norðurlandanna geta einnig leitað aðstoðar í öðrum orrænum sendiráðum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir það mikilvægt fyrir Íslendinga ef eitthvað kemur upp á, t.d. á ferðamannastöðum. „Við gátum sent flugvél með mjög litlum fyrirvara, og breytt henni í reynd í sjúkrastofu, þannig að við höfum líka reynslu sem getur komið til góða," segir Halldór. Hann segir málið verða rætt nánar á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem haldinn verður í Danmörku í ágúst. Norrænu ríkisstjórnirnar eru með þessu að bregðast við gagnrýni á störf sín í kjölfar flóðbylgjunnar í Asíu. Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðurlönd geti unnið betur saman en þá var gert. Evrópusambandið var líka rætt á fundinum í gær í ljósi þróunarinnar eftir að Frakkar og Hollendingar felldu stjórnarskrá sambandsins. Halldór og Bondevik eru sammála um að staða mála lengi enn frekar umræðuferlið um aðild landanna tveggja að sambandinu. Hagræðing á norrænu samstarfi er sú ákvörðun nefnd að fækka ráðherranefndum úr átján í ellefu. Aðspurður hvort norrænt samstarf sé að láta undan auknu Evrópusamstarfi segir Halldór svo alls ekki vera. Það liggi fyrir að stjórnmálamenn hafi minni tíma en áður vegna aukins alþjóðasamstarfs. „Það er algjörlega nauðsynlegt að samræma betur norræna samstarfið, fækka þar nefndum, sérstaklega ráðherranefndunum, þannig að þetta verði hagkvæmara," segir Halldór. Nánar verður fjallað um fund norrænu forsætisráðherranna sem lýkur í dag í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira