Reynt að koma Pólverjum úr landi 21. júní 2005 00:01 Alþýðusamband Íslands vinnur nú í því að tryggja stöðu tólf Pólverja sem búið hafa við slæmar aðstæður og unnið hér á landi á ósæmandi kjörum. ASÍ telur að fyrirtækið sem flutti Pólverjana hingað til lands hafi reynt að koma þeim úr landi svo þeir gætu ekki borið vitni. Rannsókn málsins miðar að því að kanna aðbúnað, réttindi og kjör Pólverjanna að sögn Geirs Jóns Þórissonar hjá lögreglunni í Reykjavík. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, segir félagið reyna að tryggja hagsmuni Pólverjanna. Aðspurður um kjör Pólverjanna segir Halldór að ráðningarsamninginn hafi enginn annar átt að sjá nema Pólverjarnir og vinnuveitandinn en þeir hafi verið með 480 krónur að jafnaði á tímann fyrir að minnsta kosti 250 vinnustundir á mánuði. Samkvæmt ráðningarsamningnum hafi ekki verið gert ráð fyrir að þeir nytu neinna annarra réttinda eins og lög og kjarasamningar geri ráð fyrir. Þetta sé langt undir því sem þekkist á vinnumarkaði eða nokkrum hafi dottið í hug að borga hér. Pólverjarnir eru nú undir tilsjón ASÍ sem vinnur að því með lögreglunni að komast að hinu sanna um veru Pólverjanna hér. Halldór segir að eins og sakir standi reyni sambandið að tryggja hagsmuni þeirra og að þeir verði ekki fórnarlömb þeirrar atburðarásar sem farið hafi af stað í gær. Þá muni ASÍ afla sér frekari upplýsinga um fyrirtækið sem hafi flutt Pólverjana inn. Grunur er um að eitt tiltekið fyrirtæki hafi flutt Pólverjana hingað til lands og síðan leigt þá áfram til annarra fyrirtækja. Halldór segir þó ekki ástæðu til að ætla að fyrirtækin sem höfðu Pólverjana í vinnu hafi vitað um kjör þeirra eða aðstæður. Þau fyrirtæki vinni nú með ASÍ og lögreglunni að því að upplýsa málið. Annað er hins vegar að segja um fyrirtækið sem grunað er um brotið og telur ASÍ jafnvel að það hafi reynt að leggja stein í götu þeirra. Halldór segir fyrirtækið hafi með einhverjum hætti ætlað að koma í veg fyrir að Pólverjarnir gætu gert grein fyrir sínum málum og sækja sinn rétt en engar sannanir liggi enn fyrir um það. Reynist sá grunur á rökum reistur að gróflega hafi verið brotið á mönnunum munu þeir sem það gerðu verða sóttir til saka að sögn lögreglu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Alþýðusamband Íslands vinnur nú í því að tryggja stöðu tólf Pólverja sem búið hafa við slæmar aðstæður og unnið hér á landi á ósæmandi kjörum. ASÍ telur að fyrirtækið sem flutti Pólverjana hingað til lands hafi reynt að koma þeim úr landi svo þeir gætu ekki borið vitni. Rannsókn málsins miðar að því að kanna aðbúnað, réttindi og kjör Pólverjanna að sögn Geirs Jóns Þórissonar hjá lögreglunni í Reykjavík. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, segir félagið reyna að tryggja hagsmuni Pólverjanna. Aðspurður um kjör Pólverjanna segir Halldór að ráðningarsamninginn hafi enginn annar átt að sjá nema Pólverjarnir og vinnuveitandinn en þeir hafi verið með 480 krónur að jafnaði á tímann fyrir að minnsta kosti 250 vinnustundir á mánuði. Samkvæmt ráðningarsamningnum hafi ekki verið gert ráð fyrir að þeir nytu neinna annarra réttinda eins og lög og kjarasamningar geri ráð fyrir. Þetta sé langt undir því sem þekkist á vinnumarkaði eða nokkrum hafi dottið í hug að borga hér. Pólverjarnir eru nú undir tilsjón ASÍ sem vinnur að því með lögreglunni að komast að hinu sanna um veru Pólverjanna hér. Halldór segir að eins og sakir standi reyni sambandið að tryggja hagsmuni þeirra og að þeir verði ekki fórnarlömb þeirrar atburðarásar sem farið hafi af stað í gær. Þá muni ASÍ afla sér frekari upplýsinga um fyrirtækið sem hafi flutt Pólverjana inn. Grunur er um að eitt tiltekið fyrirtæki hafi flutt Pólverjana hingað til lands og síðan leigt þá áfram til annarra fyrirtækja. Halldór segir þó ekki ástæðu til að ætla að fyrirtækin sem höfðu Pólverjana í vinnu hafi vitað um kjör þeirra eða aðstæður. Þau fyrirtæki vinni nú með ASÍ og lögreglunni að því að upplýsa málið. Annað er hins vegar að segja um fyrirtækið sem grunað er um brotið og telur ASÍ jafnvel að það hafi reynt að leggja stein í götu þeirra. Halldór segir fyrirtækið hafi með einhverjum hætti ætlað að koma í veg fyrir að Pólverjarnir gætu gert grein fyrir sínum málum og sækja sinn rétt en engar sannanir liggi enn fyrir um það. Reynist sá grunur á rökum reistur að gróflega hafi verið brotið á mönnunum munu þeir sem það gerðu verða sóttir til saka að sögn lögreglu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira