Slíta öllu samstarfi við ráðherra 15. júní 2005 00:01 Kennarasambandið hefur slitið öllu samstarfi við menntamálaráðherra um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Formaður Kennarasambandsins segir að með þessu sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra sem hvorki ræði við kennara né svari ósk þeirra um viðræður vegna áformanna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að árangurslaust hafi verið leitað eftir viðræðum og viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við sjónarmiðum sambandsins vegna áforma um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Eiríkur segir að Þorgerður Katrín hafi ekki séð ástæðu til að svara nokkru og á meðan það ástand vari hafi henni verið sent bréf í gær þar sem tilkynnt er að Kennarasambandið og aðildarfélög þess dragi sig út úr öllu samstarfi vegna breytinga á stúdentsprófinu. „Við höfum ítrekað reynt að fá fund með ráðherra til að ræða okkar sjónarmið og koma þeim á framfæri. Ráðherra hefur ekki séð sér fært að hitta okkur. Við höfum fengið að hitta embættismenn á fundi sem lofuðu okkur að koma okkar sjónarmiðum á framfæri við ráðherra og lofuðu því jafnframt að við myndum fá viðbrögð. Þau viðbrögð höfum við ekki fengið þannig að þetta virðist vera einhliða frá henni og við sjáum ekki ástæðu til þess að setja okkar fólk í vinnu hjá ráðherra sem vill ekki hlusta á okkur,“ segir Eiríkur. Hann segir þessi vinnubrögð einsdæmi. „Ég er búinn að vera í forystusveit kennara í um 20 ár. Við höfum alltaf getað fengið fund með ráðherra til þess að koma okkar sjónarmiðum á framfæri en þarna er ráðherra sem hvorki vill hlusta á okkur eða taka mark á okkur og þá sjáum við ekki ástæðu til þess að eiga samstarf við slíkan ráðherra.“ Formaður Kennarasambands Íslands bendir meðal annars á að eitt af aðildarfélögum sambandsins hafi óskað eftir fundi með ráðherra í febrúar í fyrra en ráðherra hafi ekki enn séð ástæðu til að svara því erindi. Hann segir í raun og veru sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra en ekki sé verið að segja að Kennarasambandið eigi að stjórna ráðherranum. Eiríkur nefnir Björn Bjarnason sem dæmi. Hægt hafi verið að hringja í hann eða skrifstofu hans og fundað hafi verið samdægurs eða daginn eftir. Erindi sambandsins hafi ekki alltaf náð í gegn en hlustað hafi verið á forsvarsmenn þess og rökrætt hafi verið um hlutina. Núverandi menntamálaráðherra hafi greinilega aðra skoðun og vilji hvorki hlusta á sambandið né taka á því mark. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu sem er stödd á fundi í Kaupmannahöfn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Kennarasambandið hefur slitið öllu samstarfi við menntamálaráðherra um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Formaður Kennarasambandsins segir að með þessu sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra sem hvorki ræði við kennara né svari ósk þeirra um viðræður vegna áformanna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að árangurslaust hafi verið leitað eftir viðræðum og viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við sjónarmiðum sambandsins vegna áforma um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Eiríkur segir að Þorgerður Katrín hafi ekki séð ástæðu til að svara nokkru og á meðan það ástand vari hafi henni verið sent bréf í gær þar sem tilkynnt er að Kennarasambandið og aðildarfélög þess dragi sig út úr öllu samstarfi vegna breytinga á stúdentsprófinu. „Við höfum ítrekað reynt að fá fund með ráðherra til að ræða okkar sjónarmið og koma þeim á framfæri. Ráðherra hefur ekki séð sér fært að hitta okkur. Við höfum fengið að hitta embættismenn á fundi sem lofuðu okkur að koma okkar sjónarmiðum á framfæri við ráðherra og lofuðu því jafnframt að við myndum fá viðbrögð. Þau viðbrögð höfum við ekki fengið þannig að þetta virðist vera einhliða frá henni og við sjáum ekki ástæðu til þess að setja okkar fólk í vinnu hjá ráðherra sem vill ekki hlusta á okkur,“ segir Eiríkur. Hann segir þessi vinnubrögð einsdæmi. „Ég er búinn að vera í forystusveit kennara í um 20 ár. Við höfum alltaf getað fengið fund með ráðherra til þess að koma okkar sjónarmiðum á framfæri en þarna er ráðherra sem hvorki vill hlusta á okkur eða taka mark á okkur og þá sjáum við ekki ástæðu til þess að eiga samstarf við slíkan ráðherra.“ Formaður Kennarasambands Íslands bendir meðal annars á að eitt af aðildarfélögum sambandsins hafi óskað eftir fundi með ráðherra í febrúar í fyrra en ráðherra hafi ekki enn séð ástæðu til að svara því erindi. Hann segir í raun og veru sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra en ekki sé verið að segja að Kennarasambandið eigi að stjórna ráðherranum. Eiríkur nefnir Björn Bjarnason sem dæmi. Hægt hafi verið að hringja í hann eða skrifstofu hans og fundað hafi verið samdægurs eða daginn eftir. Erindi sambandsins hafi ekki alltaf náð í gegn en hlustað hafi verið á forsvarsmenn þess og rökrætt hafi verið um hlutina. Núverandi menntamálaráðherra hafi greinilega aðra skoðun og vilji hvorki hlusta á sambandið né taka á því mark. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu sem er stödd á fundi í Kaupmannahöfn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira