Fjallar ekki frekar um bankasölu 8. júní 2005 00:01 Löngum fundi fjárlaganefndar með ríkisendurskoðanda og framkvæmdanefnd um einkavæðingu lauk í gær með samþykkt meirihlutans um að nefndin fjallaði ekki frekar um málið. "Við mótmæltum þessu," segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar og talsmaður minnihlutans í málinu. "Það kom margt fram á fundinum sem kallaði á frekari útskýringar. Þess vegna óskuðum við eftir því að halda þessari umræðu áfram og klára hana í næstu viku. Á það var ekki fallist. Samt eigum við eftir að fara yfir upplýsingar og vinna úr þeim. Í rauninni er okkur þingmönnunum bent á að spyrja viðkomandi ráðherra sjálfa, en þingið kemur ekki saman fyrr en fyrsta október," segir Lúðvík. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar segir að það hafi verið mat meirihluta fjárlaganefndar að búið væri að fá upplýsingar og svör sem varpi skýru ljósi á málið. "Ég hafði boðið ákveðna leið til þess að ljúka málinu með sátt í nefndinni í næstu viku. Því miður náði það ekki fram að ganga," segir Magnús. Stjórnarandstæðingar í fjárlaganefnd stöldruðu sérstakega við bréf sem Framkvæmdanefnd um einkavæðingu barst 2. september 2002 áður en Búnaðarbankinn var seldur. Þar er staðhæft að félagið Hesteyri hf. hafi þá verið að fullu og öllu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Hálfum mánuði fyrr, 16. ágúst 2002, var Hesteyri að hálfu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og að hálfu í eigu Skinneyjar Þinganess, fyrirtækis í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Á þessum tíma var Halldór Ásgrímsson varaformaður ráðherranefndarinnar um einkavæðinguna. "Það þarf að kanna sérstaklega hvort þau tengsl kunni að gera það að verkum að Halldór Ásgrímsson hafi verið vanhæfur til þess að fjalla um málið. Við vöktum sérstaka athygli á því að það væri óþægilegt að ljúka málinu með þetta upp í loft og reyndum því að fá frekari fundi," sagði Lúðvík Bergvinsson. Magnús Stefánsson formaður fjárlaganefndar segir að þetta bréf hafi verið rætt við einkavæðingarnefndina. "Um er að ræða eitt bréf sem nefndinni mun hafa borist frá einum aðila. Þeir munu senda okkur gögn í framhaldinu og það verður upplýst," segir Magnús. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Löngum fundi fjárlaganefndar með ríkisendurskoðanda og framkvæmdanefnd um einkavæðingu lauk í gær með samþykkt meirihlutans um að nefndin fjallaði ekki frekar um málið. "Við mótmæltum þessu," segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar og talsmaður minnihlutans í málinu. "Það kom margt fram á fundinum sem kallaði á frekari útskýringar. Þess vegna óskuðum við eftir því að halda þessari umræðu áfram og klára hana í næstu viku. Á það var ekki fallist. Samt eigum við eftir að fara yfir upplýsingar og vinna úr þeim. Í rauninni er okkur þingmönnunum bent á að spyrja viðkomandi ráðherra sjálfa, en þingið kemur ekki saman fyrr en fyrsta október," segir Lúðvík. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar segir að það hafi verið mat meirihluta fjárlaganefndar að búið væri að fá upplýsingar og svör sem varpi skýru ljósi á málið. "Ég hafði boðið ákveðna leið til þess að ljúka málinu með sátt í nefndinni í næstu viku. Því miður náði það ekki fram að ganga," segir Magnús. Stjórnarandstæðingar í fjárlaganefnd stöldruðu sérstakega við bréf sem Framkvæmdanefnd um einkavæðingu barst 2. september 2002 áður en Búnaðarbankinn var seldur. Þar er staðhæft að félagið Hesteyri hf. hafi þá verið að fullu og öllu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Hálfum mánuði fyrr, 16. ágúst 2002, var Hesteyri að hálfu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og að hálfu í eigu Skinneyjar Þinganess, fyrirtækis í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Á þessum tíma var Halldór Ásgrímsson varaformaður ráðherranefndarinnar um einkavæðinguna. "Það þarf að kanna sérstaklega hvort þau tengsl kunni að gera það að verkum að Halldór Ásgrímsson hafi verið vanhæfur til þess að fjalla um málið. Við vöktum sérstaka athygli á því að það væri óþægilegt að ljúka málinu með þetta upp í loft og reyndum því að fá frekari fundi," sagði Lúðvík Bergvinsson. Magnús Stefánsson formaður fjárlaganefndar segir að þetta bréf hafi verið rætt við einkavæðingarnefndina. "Um er að ræða eitt bréf sem nefndinni mun hafa borist frá einum aðila. Þeir munu senda okkur gögn í framhaldinu og það verður upplýst," segir Magnús.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira