Telur Skerjafjarðarveg óraunhæfan 8. júní 2005 00:01 Samgönguráðherra líst illa á hugmyndir Reykjavíkurlistans um hraðbraut yfir Skerjafjörðinn. Álftnesingar segja að borgaryfirvöld hafi ekkert rætt við þau um málið. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi varpaði á borgarstjórnarfundi í fyrradag fram hugmyndum um lagningu vegar frá Vatnsmýri yfir á Álftanes. Hann taldi að afnvel mætti gera göng styttri en Hvalfjarðargöng sem opnuðust nærri Álverinu í Straumsvík. "Það á ekki að vera að afvegaleiða fólk með hugmyndum eins og þessari sem lausn til næstu ára," segir Sturla Böðvarsson um innlegg Stefáns. "Þetta er framtíðarmúsík sem er ekki við sjóndeildarhring í dag." Sturla segir að megináherslan í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu næstu árin verði lögð Sundabrautina, og ennfremur á Hringbraut-Miklubraut, Reykjanesbraut og Suðurlandsveg. Sturla rifjaði einnig upp að Reykjavíkurflugvöllur hefði verið endurbyggður til ársins 2016 með sérstöku leyfi borgaryfirvalda. Gunnar Valur Gíslason, bæjarstjóri á Álftanesi, sagði engan frá Reykjavíkurborg hafa rætt við sig um þessar hugmyndir. Skerjafjarðarvegur er sextíu ára gömul hugmynd sem margoft hefur verið rædd. Gunnar Valur segir að hugmyndin hafi síðast verið skoðuð við gerð svæðisskipulags árið 2002, en þá hafi vegurinn ekki verið talinn hagkvæmur. Gunnar Valur bendir líka á að Reykjavík sé ekki einráð um vegaframkvæmdir yfir Skerjafjörðinn. "Það er óvíst að Álftnesingar myndu samþykkja veg þarna á milli." Stefán sagðist í gærkvöldi ekki hafa tekið mið af síðasta svæðisskipulagi þar sem margt hefði breyst síðan þá. Bílaeign hefði aukist um 50% á nokkrum árum og verðmæti lands ykist sífellt. "Það þarf sífellt að endurmeta hvað er hagkvæmt og hvað ekki," segir Stefán. Hann sagðist einnig vera sammála því að Sundabraut ætti að hafa forgang. "Ég tók það skýrt fram í ræðunni," segir Stefán. "Það er verið að horfa tuttugu ár fram í tímann ef flugvöllurinn skyldi fara. Vatnsmýrin myndi þá byggjast smám saman og þetta gæti komið í framhaldi af því." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Samgönguráðherra líst illa á hugmyndir Reykjavíkurlistans um hraðbraut yfir Skerjafjörðinn. Álftnesingar segja að borgaryfirvöld hafi ekkert rætt við þau um málið. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi varpaði á borgarstjórnarfundi í fyrradag fram hugmyndum um lagningu vegar frá Vatnsmýri yfir á Álftanes. Hann taldi að afnvel mætti gera göng styttri en Hvalfjarðargöng sem opnuðust nærri Álverinu í Straumsvík. "Það á ekki að vera að afvegaleiða fólk með hugmyndum eins og þessari sem lausn til næstu ára," segir Sturla Böðvarsson um innlegg Stefáns. "Þetta er framtíðarmúsík sem er ekki við sjóndeildarhring í dag." Sturla segir að megináherslan í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu næstu árin verði lögð Sundabrautina, og ennfremur á Hringbraut-Miklubraut, Reykjanesbraut og Suðurlandsveg. Sturla rifjaði einnig upp að Reykjavíkurflugvöllur hefði verið endurbyggður til ársins 2016 með sérstöku leyfi borgaryfirvalda. Gunnar Valur Gíslason, bæjarstjóri á Álftanesi, sagði engan frá Reykjavíkurborg hafa rætt við sig um þessar hugmyndir. Skerjafjarðarvegur er sextíu ára gömul hugmynd sem margoft hefur verið rædd. Gunnar Valur segir að hugmyndin hafi síðast verið skoðuð við gerð svæðisskipulags árið 2002, en þá hafi vegurinn ekki verið talinn hagkvæmur. Gunnar Valur bendir líka á að Reykjavík sé ekki einráð um vegaframkvæmdir yfir Skerjafjörðinn. "Það er óvíst að Álftnesingar myndu samþykkja veg þarna á milli." Stefán sagðist í gærkvöldi ekki hafa tekið mið af síðasta svæðisskipulagi þar sem margt hefði breyst síðan þá. Bílaeign hefði aukist um 50% á nokkrum árum og verðmæti lands ykist sífellt. "Það þarf sífellt að endurmeta hvað er hagkvæmt og hvað ekki," segir Stefán. Hann sagðist einnig vera sammála því að Sundabraut ætti að hafa forgang. "Ég tók það skýrt fram í ræðunni," segir Stefán. "Það er verið að horfa tuttugu ár fram í tímann ef flugvöllurinn skyldi fara. Vatnsmýrin myndi þá byggjast smám saman og þetta gæti komið í framhaldi af því."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira