Leyft að veiða meiri ýsu og ufsa 6. júní 2005 00:01 Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að veiðar úr þorskstofninum verði minnkaðar um sjö þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri LÍÚ er sama sinnis og fagnar auknum veiðiheimildum á ýsu og ufsa. Ekki hefur tekist að stækka þorskstofninn eins og stefnt hefur verið að. Hafrannsóknarstofnunin leggur því til að aflahámark þorksins á næsta fiskveiðiári verði 198 þúsund tonn sem er minnkun um sjö þúsund tonn. Á móti er lagt til að kvóti ýsu verði aukinn um 15 þúsund tonn og kvóti ufsa verði aukinn um 10 þúsund tonn. Aðspurður hvað skýrslan segi um ástand fiskistofna segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar, að það sé almennt nokkuð gott. Þorskstofninn sé að braggast þó svo að hann hafi viljað sjá meiri bata. Náðst hafi árangur síðustu árin m.a. með styrkingu hrygningarstofnsins en áhyggjur manna snúist um samsetningu hans og stofnunin telji að það þurfi að skoða hana sérstaklega. Aukin hlýindi eru talin vera helstu áhrifaþættir fyrir styrk ýsunnar og ufsans. Eins hefur stofn skötuselsins og síldarinnar stækkað. En valda hlýindin því að aðrir stofnar minnki? Jóhann segir að hlýviðriseinkenni geti að sjálfsögðu haft neikvæð áhrif á aðra stofna. Í því sambandi hafi menn mestar áhyggjur af loðnunni sem sé kaldsjávartegund. Ef það hitni enn meira en á undanförnum misserum fari menn að hafa áhyggjur af því að loðnan verði ekki sá mikilvægi þáttur í vistkerfinu hér við landi sem hún hafi verið. Ekki hefur tekist að mæla stofnstærð loðnunnar sem er helsta fæða þorsksins og mun Hafrannsóknarstofnunin ekki mæla fyrir um opnun loðnuvertíðar fyrr en þær mælingar takast. En hvaða afleiðingar hafa þessar veiðiheimildir fyrir þjóðarbúið? Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að útlit sé fyrir að þær komi vel út í heildina fjárhagslega en auðvitað sé það misjafnt eftir einstökum útgerðum. Fjárhagslegar afleiðingar fyrir þjóðarbúið verði hins vegar ekki miklar. Friðrik segir enn fremur að það séu viss vonbrigði að þorskkvótann þurfi að minnka. Hins vegar sé gríðarmikill vöxtur í ýsunni og það hafi aldrei verið jafnmikið veitt af henni og verði gert á næsta ári. Þá aukist ufsakvótinn en aðrir stofnar séu flestir á svipuðu róli og í fyrra. Aðspurður hvort allir geti verið sammála því að nauðsynlegt sé að draga úr þorskveiðunum segir Friðrik að svo sé ekki. Sumir vilji veiða meira og haldi að allt bjargist með því. Íslendingar hafi veitt of mikið síðustu 50 árin og nú séu þeir að súpa seyðið af því. Kenningin um að veiða meira hafi verið prófuð en hún gangi ekki upp og þess vegna séu menn í þeirri stöðu sem þeir eru í núna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að veiðar úr þorskstofninum verði minnkaðar um sjö þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri LÍÚ er sama sinnis og fagnar auknum veiðiheimildum á ýsu og ufsa. Ekki hefur tekist að stækka þorskstofninn eins og stefnt hefur verið að. Hafrannsóknarstofnunin leggur því til að aflahámark þorksins á næsta fiskveiðiári verði 198 þúsund tonn sem er minnkun um sjö þúsund tonn. Á móti er lagt til að kvóti ýsu verði aukinn um 15 þúsund tonn og kvóti ufsa verði aukinn um 10 þúsund tonn. Aðspurður hvað skýrslan segi um ástand fiskistofna segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar, að það sé almennt nokkuð gott. Þorskstofninn sé að braggast þó svo að hann hafi viljað sjá meiri bata. Náðst hafi árangur síðustu árin m.a. með styrkingu hrygningarstofnsins en áhyggjur manna snúist um samsetningu hans og stofnunin telji að það þurfi að skoða hana sérstaklega. Aukin hlýindi eru talin vera helstu áhrifaþættir fyrir styrk ýsunnar og ufsans. Eins hefur stofn skötuselsins og síldarinnar stækkað. En valda hlýindin því að aðrir stofnar minnki? Jóhann segir að hlýviðriseinkenni geti að sjálfsögðu haft neikvæð áhrif á aðra stofna. Í því sambandi hafi menn mestar áhyggjur af loðnunni sem sé kaldsjávartegund. Ef það hitni enn meira en á undanförnum misserum fari menn að hafa áhyggjur af því að loðnan verði ekki sá mikilvægi þáttur í vistkerfinu hér við landi sem hún hafi verið. Ekki hefur tekist að mæla stofnstærð loðnunnar sem er helsta fæða þorsksins og mun Hafrannsóknarstofnunin ekki mæla fyrir um opnun loðnuvertíðar fyrr en þær mælingar takast. En hvaða afleiðingar hafa þessar veiðiheimildir fyrir þjóðarbúið? Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að útlit sé fyrir að þær komi vel út í heildina fjárhagslega en auðvitað sé það misjafnt eftir einstökum útgerðum. Fjárhagslegar afleiðingar fyrir þjóðarbúið verði hins vegar ekki miklar. Friðrik segir enn fremur að það séu viss vonbrigði að þorskkvótann þurfi að minnka. Hins vegar sé gríðarmikill vöxtur í ýsunni og það hafi aldrei verið jafnmikið veitt af henni og verði gert á næsta ári. Þá aukist ufsakvótinn en aðrir stofnar séu flestir á svipuðu róli og í fyrra. Aðspurður hvort allir geti verið sammála því að nauðsynlegt sé að draga úr þorskveiðunum segir Friðrik að svo sé ekki. Sumir vilji veiða meira og haldi að allt bjargist með því. Íslendingar hafi veitt of mikið síðustu 50 árin og nú séu þeir að súpa seyðið af því. Kenningin um að veiða meira hafi verið prófuð en hún gangi ekki upp og þess vegna séu menn í þeirri stöðu sem þeir eru í núna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira