Sakar frjálslynda um ósannindi 5. júní 2005 00:01 Gunnar Örn Örlygsson þingmaður segir formann Frjálslynda flokksins fara með ósannindi í yfirlýsingum um brotthvarf hans úr flokknum þegar hann fullyrðir að hvergi hafi gætt misræmis í málefnalegum áherslum milli Gunnars og þingflokksins. Hann vísar til bréfs sem hann skrifaði formanninum 18. nóvember síðastliðinn. Í því segist Gunnar ekki eiga samleið með flokknum nema til grundvallarbreytinga komi á störfum hans. Hann segir flokkinn hafa einangrað sig frá almennri umræðu um þjóðmál og telur honum líkt við gamla Alþýðubandalagið vegna upphrópana í hvert sinn sem talsmenn fyrirtækja opni munninn. "Flokkurinn er miklu frekar vinstri sinnaður en nokkurn tímann hægra megin við miðju. Flokkurinn hefur elt skottið á Steingrími og Össuri frá fyrsta degi þessa kjörtímabils," segir í bréfinu. Í Gullkistunni, málgagni Frjálslynda flokksins, sem út kom í gær biður Guðjón A. Kristjánsson formaður flokksmenn afsökunar á brotthvarfi Gunnars og segir sinnaskipti hans hafa komið mjög á óvart "því tveim tímum áður höfðum við rætt saman um þátttöku hans í eldhúsdagsumræðu daginn eftir, 10. maí". Gunnar Örn segir fullyrðingar Guðjóns og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns frjálslyndra, rangar um að hvergi og aldrei hafi bólað á málefnalegum áherslumun milli hans og þeirra. "Báðir hafa ítrekað komið fram og fullyrt þessi ósannindi. Það verða þeir að eiga við sig og getur varla talist þeim til framdráttar. Ég bið kjósendur Frjálslynda flokksins afsökunar á hverflyndi þeirra sem eftir sitja í veikum þingflokki frjálslyndra," segir Gunnar Örn og telur flokkinn hafa brugðist kjósendum sínum. Þá gefur hann lítið fyrir vangaveltur um tímasetningu úrsagnar sinnar og áréttaði að Guðjón hefði fyrstur fengið að vita af ákvörðun sinni. Þó freistandi hafi verið segist Gunnar hafa ákveðið að birta ekki umrætt bréf til Guðjóns þegar umskiptingarnar stóðu yfir. "Ég leyfði mér að trúa að forsvarsmenn frjálslyndra og sérstaklega Guðjón myndu mæta þessari ákvörðun minni með reisn. Því miður hefur hið öndverða komið í ljós. Ég vona að birting bréfsins muni hreinsa mig af þeim ósannindum sem eftirstandandi þingflokkur frjálslyndra hefur haldið uppi og afhjúpi þá um leið sem rangt höfðu við." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Gunnar Örn Örlygsson þingmaður segir formann Frjálslynda flokksins fara með ósannindi í yfirlýsingum um brotthvarf hans úr flokknum þegar hann fullyrðir að hvergi hafi gætt misræmis í málefnalegum áherslum milli Gunnars og þingflokksins. Hann vísar til bréfs sem hann skrifaði formanninum 18. nóvember síðastliðinn. Í því segist Gunnar ekki eiga samleið með flokknum nema til grundvallarbreytinga komi á störfum hans. Hann segir flokkinn hafa einangrað sig frá almennri umræðu um þjóðmál og telur honum líkt við gamla Alþýðubandalagið vegna upphrópana í hvert sinn sem talsmenn fyrirtækja opni munninn. "Flokkurinn er miklu frekar vinstri sinnaður en nokkurn tímann hægra megin við miðju. Flokkurinn hefur elt skottið á Steingrími og Össuri frá fyrsta degi þessa kjörtímabils," segir í bréfinu. Í Gullkistunni, málgagni Frjálslynda flokksins, sem út kom í gær biður Guðjón A. Kristjánsson formaður flokksmenn afsökunar á brotthvarfi Gunnars og segir sinnaskipti hans hafa komið mjög á óvart "því tveim tímum áður höfðum við rætt saman um þátttöku hans í eldhúsdagsumræðu daginn eftir, 10. maí". Gunnar Örn segir fullyrðingar Guðjóns og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns frjálslyndra, rangar um að hvergi og aldrei hafi bólað á málefnalegum áherslumun milli hans og þeirra. "Báðir hafa ítrekað komið fram og fullyrt þessi ósannindi. Það verða þeir að eiga við sig og getur varla talist þeim til framdráttar. Ég bið kjósendur Frjálslynda flokksins afsökunar á hverflyndi þeirra sem eftir sitja í veikum þingflokki frjálslyndra," segir Gunnar Örn og telur flokkinn hafa brugðist kjósendum sínum. Þá gefur hann lítið fyrir vangaveltur um tímasetningu úrsagnar sinnar og áréttaði að Guðjón hefði fyrstur fengið að vita af ákvörðun sinni. Þó freistandi hafi verið segist Gunnar hafa ákveðið að birta ekki umrætt bréf til Guðjóns þegar umskiptingarnar stóðu yfir. "Ég leyfði mér að trúa að forsvarsmenn frjálslyndra og sérstaklega Guðjón myndu mæta þessari ákvörðun minni með reisn. Því miður hefur hið öndverða komið í ljós. Ég vona að birting bréfsins muni hreinsa mig af þeim ósannindum sem eftirstandandi þingflokkur frjálslyndra hefur haldið uppi og afhjúpi þá um leið sem rangt höfðu við."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira