Verða að tryggja stöðugleika 13. október 2005 19:18 Stjórnvöld verða að gera meira til að tryggja stöðugleika en þau hafa gert til þessa, segir framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands og tveir stjórnarandstöðuþingmenn. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir betra ef ríkisstjórnin notaði ríkisfjármálin til að halda þenslunni í skefjum en að Seðlabankinn notaði gengið til þess, því það þrengdi að afkomu fyrirtækjanna í landinu sem aftur skapaði þrýsting á þau að lækka launakostnað. Seðlabankinn tilkynnti vaxtahækkun í fyrradag og hafa stýrivextir ekki verið hærri í rúm þrjú ár. "Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar. Hann telur lausatök stjórnarflokkanna í ríkisfjármálum hafa haft slæm áhrif á efnahagslífið. "Í gegnum tíðina hafa fjárlögin aldrei staðist og oft hefur munað tugum milljarða á þeim og raunveruleikanum sem blasir við á ríkisreikningnum. Ríkisstjórnin þarf að beita meiri ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálunum." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, tók í sama streng og sagðist búast við að ástandið í efnahagsmálum yrði svipað á meðan Seðlabankinn sæi sig knúinn til að hækki vextina aftur og aftur. Steingrímur skoraði á ríkisstjórnina að gefa út yfirlýsingu þess efnis að ekki yrði stuðlað að fleiri stóriðjuframkvæmdum í bili. "Slík yfirlýsing ein og sér myndi strax verða til þess að kæla hagkerfið." Einnig vildi hann að hætt yrði við skattalækkunaráformin. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, taldi á hinn bóginn að ríkisstjórnin beitti þegar aðhaldi. Búið væri að fresta framkvæmdum í vegamálum fyrir einhverja milljarða og reka ætti ríkissjóð með afgangi á fjárlagaári. Hann sagði jafnframt að verðbólgan væri innan markmiða Seðlabankans ef breytingar á húsnæðisliðnum væru ekki taldar með. Hækkun fasteignaverðs hækkaði neysluverðsvísitöluna, en skuldbreytingar eldri lána kæmu ekki inn í hana til lækkunar. Pétur segir merkilegt að lækkun á greiðslubyrði almennings komi fram sem hækkun á neysluverðsvísitölu. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Stjórnvöld verða að gera meira til að tryggja stöðugleika en þau hafa gert til þessa, segir framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands og tveir stjórnarandstöðuþingmenn. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir betra ef ríkisstjórnin notaði ríkisfjármálin til að halda þenslunni í skefjum en að Seðlabankinn notaði gengið til þess, því það þrengdi að afkomu fyrirtækjanna í landinu sem aftur skapaði þrýsting á þau að lækka launakostnað. Seðlabankinn tilkynnti vaxtahækkun í fyrradag og hafa stýrivextir ekki verið hærri í rúm þrjú ár. "Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar. Hann telur lausatök stjórnarflokkanna í ríkisfjármálum hafa haft slæm áhrif á efnahagslífið. "Í gegnum tíðina hafa fjárlögin aldrei staðist og oft hefur munað tugum milljarða á þeim og raunveruleikanum sem blasir við á ríkisreikningnum. Ríkisstjórnin þarf að beita meiri ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálunum." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, tók í sama streng og sagðist búast við að ástandið í efnahagsmálum yrði svipað á meðan Seðlabankinn sæi sig knúinn til að hækki vextina aftur og aftur. Steingrímur skoraði á ríkisstjórnina að gefa út yfirlýsingu þess efnis að ekki yrði stuðlað að fleiri stóriðjuframkvæmdum í bili. "Slík yfirlýsing ein og sér myndi strax verða til þess að kæla hagkerfið." Einnig vildi hann að hætt yrði við skattalækkunaráformin. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, taldi á hinn bóginn að ríkisstjórnin beitti þegar aðhaldi. Búið væri að fresta framkvæmdum í vegamálum fyrir einhverja milljarða og reka ætti ríkissjóð með afgangi á fjárlagaári. Hann sagði jafnframt að verðbólgan væri innan markmiða Seðlabankans ef breytingar á húsnæðisliðnum væru ekki taldar með. Hækkun fasteignaverðs hækkaði neysluverðsvísitöluna, en skuldbreytingar eldri lána kæmu ekki inn í hana til lækkunar. Pétur segir merkilegt að lækkun á greiðslubyrði almennings komi fram sem hækkun á neysluverðsvísitölu. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira