Halldór: Hótaði aldrei stjórnarslitum 31. maí 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ýmislegt sem komið hefur fram í Fréttablaðinu að undanförnu um sölu bankanna ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Í samtali við Talstöðina segir Halldór það vitleysu að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna sölu VÍS til Samsonarfélaga. Davíð Oddsson hefði þurft að taka ákvörðun um slíkt. Þess ber að geta að því var ekki haldið fram í Fréttablaðinu. Rétt er hins vegar að því var haldið fram að Halldór hefði sagt að yrði VÍS selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva ferlið væri Halldór þó augljóslega að brjóta gegn stjórnarsáttmála en það hefði í því tilfelli komið í hlut Davíðs að taka um það ákvörðun hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu. Halldór Ásgrímsson sagði allt einkavæðingaferlið sáraeinfalt - hann sagði stjórnvöld hafa reynt að fá erlendan kjölfestufjárfesti að málinu en það hafi ekki gengið og því hafi verið kærkomið að fá tilboð frá Samson árið 2002 - Tilboð sem setti einkavæðingaferlið af stað öðru sinni. 5 aðilar sýndu þá bankanum áhuga - einkavæðinganefnd taldi 3 þeirra uppfylla skilyrði kaupenda, og voru hafnar viðræður við þessa aðila. Um afskipti sín af málinu segir Halldór í samtalinu við Talstöðina að mjög eðlilegt sé að ráðherrar komi að ferlinu - það séu jú þeir sem á endanum taki ákvarðanir. Hann segir símafund sinn með fulltrúum Kaldbaks og S-hópsins vegna kaupa þeirra á Búnaðarbankanum hafa komið þannig til að Jóhannes Geir Sigurgeirsson - fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og nú stjórnarformaður Landsvirkjunnar - hafi haft samband og óskað eftir þessum viðræðum Halldórs, Kaldbaks og S hóps. Vegna anna hafi ekki verið hægt að koma því við - því hafi reynst nauðsynlegt að halda símafund. Halldór Ásgrímsson segir að fljótlega uppúr því hafi hann horfið úr málinu sökum veikinda en telur samstarfsmenn sína í ríkisstjórn hafa klárað einkavæðingaferli ríkisbankanna vel.Hægt er að hlusta á viðtal Jóhanns Haukssonar í heild sinni á vef Talstöðvarinnar. Allt og sumt Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Talstöðin Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ýmislegt sem komið hefur fram í Fréttablaðinu að undanförnu um sölu bankanna ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Í samtali við Talstöðina segir Halldór það vitleysu að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna sölu VÍS til Samsonarfélaga. Davíð Oddsson hefði þurft að taka ákvörðun um slíkt. Þess ber að geta að því var ekki haldið fram í Fréttablaðinu. Rétt er hins vegar að því var haldið fram að Halldór hefði sagt að yrði VÍS selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva ferlið væri Halldór þó augljóslega að brjóta gegn stjórnarsáttmála en það hefði í því tilfelli komið í hlut Davíðs að taka um það ákvörðun hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu. Halldór Ásgrímsson sagði allt einkavæðingaferlið sáraeinfalt - hann sagði stjórnvöld hafa reynt að fá erlendan kjölfestufjárfesti að málinu en það hafi ekki gengið og því hafi verið kærkomið að fá tilboð frá Samson árið 2002 - Tilboð sem setti einkavæðingaferlið af stað öðru sinni. 5 aðilar sýndu þá bankanum áhuga - einkavæðinganefnd taldi 3 þeirra uppfylla skilyrði kaupenda, og voru hafnar viðræður við þessa aðila. Um afskipti sín af málinu segir Halldór í samtalinu við Talstöðina að mjög eðlilegt sé að ráðherrar komi að ferlinu - það séu jú þeir sem á endanum taki ákvarðanir. Hann segir símafund sinn með fulltrúum Kaldbaks og S-hópsins vegna kaupa þeirra á Búnaðarbankanum hafa komið þannig til að Jóhannes Geir Sigurgeirsson - fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og nú stjórnarformaður Landsvirkjunnar - hafi haft samband og óskað eftir þessum viðræðum Halldórs, Kaldbaks og S hóps. Vegna anna hafi ekki verið hægt að koma því við - því hafi reynst nauðsynlegt að halda símafund. Halldór Ásgrímsson segir að fljótlega uppúr því hafi hann horfið úr málinu sökum veikinda en telur samstarfsmenn sína í ríkisstjórn hafa klárað einkavæðingaferli ríkisbankanna vel.Hægt er að hlusta á viðtal Jóhanns Haukssonar í heild sinni á vef Talstöðvarinnar.
Allt og sumt Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Talstöðin Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira