Þarf að yngja upp? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 13. október 2005 19:15 Rétt eins og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í Kastljósinu í gær er baráttan um borgina hafin. Þingið er farið í frí og stjórnmálafréttir úr þeim geira verða fátíðari. Þess í stað munu berast okkur fréttir af því hvernig gengur í samningaviðræðum flokkanna sem mynda R-listann og hverjir vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum sem verða næsta vor. Það sem einna mest hefur verið rætt um síðan á laugardag, þegar viðtal við Gísla Martein Baldursson birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, er hvort hann verði næsta "borgarstjórnarefni" Sjálfstæðismanna. Reyndar er fyrir löngu farið að ræða um slíkt sem möguleika, eða óskhyggju. Fleiri en einn og tveir fastagestir spjallþátta ýmiskonar hafa útlistað hann sem helstu von Sjálfstæðismanna til að bjarga Reykjavíkurborg frá enn einu kjörtímabili undir stjórn Reykjavíkurlistans. Gísli Marteinn er ungur, nokkuð óreyndur sem stjórnmálamaður þrátt fyrir að vera nú fyrsti varaborgarfulltrúi og því oft á fundum borgarstjórnar. Það er bara ekki sá Gísli sem við heyrum um, þekkjum og elskum, eða elskum að hata. Við, almenningur, þekkjum spjallþáttastjórnandann Gísla Martein, Eurovisionkynnirinn Gísla Martein, eða munum eftir honum úr Kastljósinu. Næstum því hvert einasta mannsbarn hér á Íslandi veit hver maðurinn er. Það eru voðalega fáir sem vita fyrir hvað hann stendur í pólitík. Allt frá því um síðustu alþingiskosningar hafa verið háværar raddir um mikilvægi þess að hafa unga fulltrúa í stjórnmálum. Það er talinn kostur að vera ungur. Hugsanlega því yngri fulltrúar séu ekki eins líklegir til að vera tengdir "flokkaspillingunni" sem sannarlega er til í hugum fólks, hvað svo sem viðkemur raunveruleikanum. Því er það talið Gísla til tekna að vera ungur, myndarlegur og þekktur. Að vera þekktur kom sér vel fyrir núverandi fylkisstjóra í Kaliforníu. Það hefur ekki reynst jafn drjúgt fyrir menn hér heima. Eyþór Arnalds bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningar eftir að hafa verið varaborgarfulltrúi. Tónlistarfrægðin dugði ekki til. Jakob Frímann tók svo þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir síðustu alþingiskosningar. Það dugði honum ekki að allir elska Stuðmenn. Það er marg mjög frambærilegt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem ætlar sér stóra hluti í komandi prófkjöri. Vonandi fyrir þann tíma verða kjósendur búin að fá að kynnast stjórnmálamanninum Gísla Marteini. Annars vegar vegna þess að það er aldrei gott að kjósa eitthvað sem maður veit ekki hvað er. Hins vegar hans vegna, því frægðin ein og sér er ekki líkleg til að skila honum mörgum atkvæðum ef eitthvað er að marka söguna. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Rétt eins og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í Kastljósinu í gær er baráttan um borgina hafin. Þingið er farið í frí og stjórnmálafréttir úr þeim geira verða fátíðari. Þess í stað munu berast okkur fréttir af því hvernig gengur í samningaviðræðum flokkanna sem mynda R-listann og hverjir vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum sem verða næsta vor. Það sem einna mest hefur verið rætt um síðan á laugardag, þegar viðtal við Gísla Martein Baldursson birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, er hvort hann verði næsta "borgarstjórnarefni" Sjálfstæðismanna. Reyndar er fyrir löngu farið að ræða um slíkt sem möguleika, eða óskhyggju. Fleiri en einn og tveir fastagestir spjallþátta ýmiskonar hafa útlistað hann sem helstu von Sjálfstæðismanna til að bjarga Reykjavíkurborg frá enn einu kjörtímabili undir stjórn Reykjavíkurlistans. Gísli Marteinn er ungur, nokkuð óreyndur sem stjórnmálamaður þrátt fyrir að vera nú fyrsti varaborgarfulltrúi og því oft á fundum borgarstjórnar. Það er bara ekki sá Gísli sem við heyrum um, þekkjum og elskum, eða elskum að hata. Við, almenningur, þekkjum spjallþáttastjórnandann Gísla Martein, Eurovisionkynnirinn Gísla Martein, eða munum eftir honum úr Kastljósinu. Næstum því hvert einasta mannsbarn hér á Íslandi veit hver maðurinn er. Það eru voðalega fáir sem vita fyrir hvað hann stendur í pólitík. Allt frá því um síðustu alþingiskosningar hafa verið háværar raddir um mikilvægi þess að hafa unga fulltrúa í stjórnmálum. Það er talinn kostur að vera ungur. Hugsanlega því yngri fulltrúar séu ekki eins líklegir til að vera tengdir "flokkaspillingunni" sem sannarlega er til í hugum fólks, hvað svo sem viðkemur raunveruleikanum. Því er það talið Gísla til tekna að vera ungur, myndarlegur og þekktur. Að vera þekktur kom sér vel fyrir núverandi fylkisstjóra í Kaliforníu. Það hefur ekki reynst jafn drjúgt fyrir menn hér heima. Eyþór Arnalds bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningar eftir að hafa verið varaborgarfulltrúi. Tónlistarfrægðin dugði ekki til. Jakob Frímann tók svo þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir síðustu alþingiskosningar. Það dugði honum ekki að allir elska Stuðmenn. Það er marg mjög frambærilegt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem ætlar sér stóra hluti í komandi prófkjöri. Vonandi fyrir þann tíma verða kjósendur búin að fá að kynnast stjórnmálamanninum Gísla Marteini. Annars vegar vegna þess að það er aldrei gott að kjósa eitthvað sem maður veit ekki hvað er. Hins vegar hans vegna, því frægðin ein og sér er ekki líkleg til að skila honum mörgum atkvæðum ef eitthvað er að marka söguna. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun