Þarf að yngja upp? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 13. október 2005 19:15 Rétt eins og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í Kastljósinu í gær er baráttan um borgina hafin. Þingið er farið í frí og stjórnmálafréttir úr þeim geira verða fátíðari. Þess í stað munu berast okkur fréttir af því hvernig gengur í samningaviðræðum flokkanna sem mynda R-listann og hverjir vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum sem verða næsta vor. Það sem einna mest hefur verið rætt um síðan á laugardag, þegar viðtal við Gísla Martein Baldursson birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, er hvort hann verði næsta "borgarstjórnarefni" Sjálfstæðismanna. Reyndar er fyrir löngu farið að ræða um slíkt sem möguleika, eða óskhyggju. Fleiri en einn og tveir fastagestir spjallþátta ýmiskonar hafa útlistað hann sem helstu von Sjálfstæðismanna til að bjarga Reykjavíkurborg frá enn einu kjörtímabili undir stjórn Reykjavíkurlistans. Gísli Marteinn er ungur, nokkuð óreyndur sem stjórnmálamaður þrátt fyrir að vera nú fyrsti varaborgarfulltrúi og því oft á fundum borgarstjórnar. Það er bara ekki sá Gísli sem við heyrum um, þekkjum og elskum, eða elskum að hata. Við, almenningur, þekkjum spjallþáttastjórnandann Gísla Martein, Eurovisionkynnirinn Gísla Martein, eða munum eftir honum úr Kastljósinu. Næstum því hvert einasta mannsbarn hér á Íslandi veit hver maðurinn er. Það eru voðalega fáir sem vita fyrir hvað hann stendur í pólitík. Allt frá því um síðustu alþingiskosningar hafa verið háværar raddir um mikilvægi þess að hafa unga fulltrúa í stjórnmálum. Það er talinn kostur að vera ungur. Hugsanlega því yngri fulltrúar séu ekki eins líklegir til að vera tengdir "flokkaspillingunni" sem sannarlega er til í hugum fólks, hvað svo sem viðkemur raunveruleikanum. Því er það talið Gísla til tekna að vera ungur, myndarlegur og þekktur. Að vera þekktur kom sér vel fyrir núverandi fylkisstjóra í Kaliforníu. Það hefur ekki reynst jafn drjúgt fyrir menn hér heima. Eyþór Arnalds bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningar eftir að hafa verið varaborgarfulltrúi. Tónlistarfrægðin dugði ekki til. Jakob Frímann tók svo þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir síðustu alþingiskosningar. Það dugði honum ekki að allir elska Stuðmenn. Það er marg mjög frambærilegt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem ætlar sér stóra hluti í komandi prófkjöri. Vonandi fyrir þann tíma verða kjósendur búin að fá að kynnast stjórnmálamanninum Gísla Marteini. Annars vegar vegna þess að það er aldrei gott að kjósa eitthvað sem maður veit ekki hvað er. Hins vegar hans vegna, því frægðin ein og sér er ekki líkleg til að skila honum mörgum atkvæðum ef eitthvað er að marka söguna. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Rétt eins og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í Kastljósinu í gær er baráttan um borgina hafin. Þingið er farið í frí og stjórnmálafréttir úr þeim geira verða fátíðari. Þess í stað munu berast okkur fréttir af því hvernig gengur í samningaviðræðum flokkanna sem mynda R-listann og hverjir vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum sem verða næsta vor. Það sem einna mest hefur verið rætt um síðan á laugardag, þegar viðtal við Gísla Martein Baldursson birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, er hvort hann verði næsta "borgarstjórnarefni" Sjálfstæðismanna. Reyndar er fyrir löngu farið að ræða um slíkt sem möguleika, eða óskhyggju. Fleiri en einn og tveir fastagestir spjallþátta ýmiskonar hafa útlistað hann sem helstu von Sjálfstæðismanna til að bjarga Reykjavíkurborg frá enn einu kjörtímabili undir stjórn Reykjavíkurlistans. Gísli Marteinn er ungur, nokkuð óreyndur sem stjórnmálamaður þrátt fyrir að vera nú fyrsti varaborgarfulltrúi og því oft á fundum borgarstjórnar. Það er bara ekki sá Gísli sem við heyrum um, þekkjum og elskum, eða elskum að hata. Við, almenningur, þekkjum spjallþáttastjórnandann Gísla Martein, Eurovisionkynnirinn Gísla Martein, eða munum eftir honum úr Kastljósinu. Næstum því hvert einasta mannsbarn hér á Íslandi veit hver maðurinn er. Það eru voðalega fáir sem vita fyrir hvað hann stendur í pólitík. Allt frá því um síðustu alþingiskosningar hafa verið háværar raddir um mikilvægi þess að hafa unga fulltrúa í stjórnmálum. Það er talinn kostur að vera ungur. Hugsanlega því yngri fulltrúar séu ekki eins líklegir til að vera tengdir "flokkaspillingunni" sem sannarlega er til í hugum fólks, hvað svo sem viðkemur raunveruleikanum. Því er það talið Gísla til tekna að vera ungur, myndarlegur og þekktur. Að vera þekktur kom sér vel fyrir núverandi fylkisstjóra í Kaliforníu. Það hefur ekki reynst jafn drjúgt fyrir menn hér heima. Eyþór Arnalds bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningar eftir að hafa verið varaborgarfulltrúi. Tónlistarfrægðin dugði ekki til. Jakob Frímann tók svo þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir síðustu alþingiskosningar. Það dugði honum ekki að allir elska Stuðmenn. Það er marg mjög frambærilegt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem ætlar sér stóra hluti í komandi prófkjöri. Vonandi fyrir þann tíma verða kjósendur búin að fá að kynnast stjórnmálamanninum Gísla Marteini. Annars vegar vegna þess að það er aldrei gott að kjósa eitthvað sem maður veit ekki hvað er. Hins vegar hans vegna, því frægðin ein og sér er ekki líkleg til að skila honum mörgum atkvæðum ef eitthvað er að marka söguna. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun