Sakaði stjórnarflokkana um svik 11. maí 2005 00:01 Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Full ástæða væri til að breyta vinnutilhögun Alþingis en tugir frumvarpa biðu afgreiðslu og sum þeirra færu aldrei á dagskrá. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá. Það var Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna eftir að Halldór Ásgrímsson bar upp tillögu um frestun á fundum Alþingis. Kristinn segir ekki eðlilegt vinnulag að mál sem þingmenn vilji leggja fram komi ekki til umræðu mánuðum saman. Það verði ekki unað við þetta öllu lengur. Gera þurfi breytingar til að störf þingsins verði skilvirkari en verið hefur. Kristinn sagði þrjátíu frumvörp þingmanna bíða afgreiðslu, fimm hafi verið lögð fram fyrir áramót. Sextíu og fimm tillögur til þingsályktunar bíða einnig afgreiðslu. Kristinn sagði að þetta gæti ekki talist eðlilegt vinnulag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að víðast liggi þjóðþing niðri frá vori og fram á haust. Og ekki megi láta líta svo út að þingmenn séu í fríi þennan tíma, sífellt verði þetta annasamari tími, bæði vegna starfa heima í héraði og þátttöku í alþjóðastarfi. Hann vildi hins vegar lengja haustþingið og hefja þannig störf fyrr. Steingrímur sagði að skemmtilegar kenningar um að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin ættu ekki við rök styðjst þegar betur væri að gáð, enda hafi mjög miklar breytingar orðið á starfsháttum Alþingis og tilhögun allri á síðustu 15-25 árum. Það voru ekki allir þingmenn sáttir við að þeirra mál fengju ekki afgreiðslu. Meðal þeirra var Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, sem brást reiður við í morgun yfir því því að frumvarp hans um afnám fyrninga í kynferðisbrotamálum væri ekki á dagskrá. Hann segir þetta brot á samkomulagi formanna þingflokkanna frá því á mánudag. Því neitaði hins vegar Halldór Blöndal, forseti þingsins, og sagði að umrætt frumvarp hefði ekki verið hluti af því samkomulagi. Ágúst sagðist vona að með nýjum forseta Alþingis muni sjást breytingar á vinnulagi þingsins því borin von væri að núverandi forseti hefði nokkurn vilja til að bæta það, þótt það væri út í hött. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Full ástæða væri til að breyta vinnutilhögun Alþingis en tugir frumvarpa biðu afgreiðslu og sum þeirra færu aldrei á dagskrá. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá. Það var Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna eftir að Halldór Ásgrímsson bar upp tillögu um frestun á fundum Alþingis. Kristinn segir ekki eðlilegt vinnulag að mál sem þingmenn vilji leggja fram komi ekki til umræðu mánuðum saman. Það verði ekki unað við þetta öllu lengur. Gera þurfi breytingar til að störf þingsins verði skilvirkari en verið hefur. Kristinn sagði þrjátíu frumvörp þingmanna bíða afgreiðslu, fimm hafi verið lögð fram fyrir áramót. Sextíu og fimm tillögur til þingsályktunar bíða einnig afgreiðslu. Kristinn sagði að þetta gæti ekki talist eðlilegt vinnulag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að víðast liggi þjóðþing niðri frá vori og fram á haust. Og ekki megi láta líta svo út að þingmenn séu í fríi þennan tíma, sífellt verði þetta annasamari tími, bæði vegna starfa heima í héraði og þátttöku í alþjóðastarfi. Hann vildi hins vegar lengja haustþingið og hefja þannig störf fyrr. Steingrímur sagði að skemmtilegar kenningar um að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin ættu ekki við rök styðjst þegar betur væri að gáð, enda hafi mjög miklar breytingar orðið á starfsháttum Alþingis og tilhögun allri á síðustu 15-25 árum. Það voru ekki allir þingmenn sáttir við að þeirra mál fengju ekki afgreiðslu. Meðal þeirra var Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, sem brást reiður við í morgun yfir því því að frumvarp hans um afnám fyrninga í kynferðisbrotamálum væri ekki á dagskrá. Hann segir þetta brot á samkomulagi formanna þingflokkanna frá því á mánudag. Því neitaði hins vegar Halldór Blöndal, forseti þingsins, og sagði að umrætt frumvarp hefði ekki verið hluti af því samkomulagi. Ágúst sagðist vona að með nýjum forseta Alþingis muni sjást breytingar á vinnulagi þingsins því borin von væri að núverandi forseti hefði nokkurn vilja til að bæta það, þótt það væri út í hött.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent