Fáir hlynntir Héðinsfjarðagöngum 9. maí 2005 00:01 Mikill meirihluti er á móti því að ráðist verði í gerð Héðinsfjarðarganga eins og samgönguáætlun Sturla Böðvarssonar gerir ráð fyrir samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Eru alls tæp 70 prósent þeirra sem afstöðu tóku á móti framkvæmdinni en aðeins rétt rúm 30 prósent fylgjandi. Andstaðan við Héðinsfjarðargöng er mest áberandi meðal íbúa á höfuðborgarsvæðinu en þar eru 78.4 prósent alfarið á móti göngunum en tæplega 22 prósent þeim fylgjandi. Göngin hljóta heldur ekki náð fyrir augum landsbyggðarfólks. Tæp 57 prósent þeirra telja að ekki eigi að ráðast í gangagerð um Héðinsfjörð en 43 prósent eru þeim fylgjandi. Tiltölulega lítill munur reyndist vera milli kynja. Þannig reyndust 26.5 prósent karla og 34.8 prósent kvenna hlynnt fyrirhuguðum framkvæmdum. Meiri andstaða mælist þó meðal karlmanna eða 73.5 prósent en 65.2 prósent hjá kvenfólki. Fjölmörgum aðilum á suðvesturhorni landsins hefur blöskrað hversu lítill hluti fjármagns er ætlað til samgöngubóta á því svæði en þangað fer aðeins um 20 prósent þess fés sem nota á til nýframkvæmda í vegamálum. Hefur Gunnar I. Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, meðal annars lagt fram breytingartillögur á frumvarpinu sem fela meðal annars í sér að Héðinsfjarðargöng verða slegin af og meira fé veitt til verkefna á suðvesturhorni landsins. Könnunin var gerð símleiðis á sunnudaginn og var úrtakið 800 manns sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Var spurt hvort viðkomandi væri sammála því að gerð verði jarðgöng um Héðinsfjörð. Af aðspurðum kusu 29 ekki að svara og aðrir 137 voru óákveðnir og því 634 sem afstöðu tóku eða 79,3 prósent. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Sjá meira
Mikill meirihluti er á móti því að ráðist verði í gerð Héðinsfjarðarganga eins og samgönguáætlun Sturla Böðvarssonar gerir ráð fyrir samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Eru alls tæp 70 prósent þeirra sem afstöðu tóku á móti framkvæmdinni en aðeins rétt rúm 30 prósent fylgjandi. Andstaðan við Héðinsfjarðargöng er mest áberandi meðal íbúa á höfuðborgarsvæðinu en þar eru 78.4 prósent alfarið á móti göngunum en tæplega 22 prósent þeim fylgjandi. Göngin hljóta heldur ekki náð fyrir augum landsbyggðarfólks. Tæp 57 prósent þeirra telja að ekki eigi að ráðast í gangagerð um Héðinsfjörð en 43 prósent eru þeim fylgjandi. Tiltölulega lítill munur reyndist vera milli kynja. Þannig reyndust 26.5 prósent karla og 34.8 prósent kvenna hlynnt fyrirhuguðum framkvæmdum. Meiri andstaða mælist þó meðal karlmanna eða 73.5 prósent en 65.2 prósent hjá kvenfólki. Fjölmörgum aðilum á suðvesturhorni landsins hefur blöskrað hversu lítill hluti fjármagns er ætlað til samgöngubóta á því svæði en þangað fer aðeins um 20 prósent þess fés sem nota á til nýframkvæmda í vegamálum. Hefur Gunnar I. Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, meðal annars lagt fram breytingartillögur á frumvarpinu sem fela meðal annars í sér að Héðinsfjarðargöng verða slegin af og meira fé veitt til verkefna á suðvesturhorni landsins. Könnunin var gerð símleiðis á sunnudaginn og var úrtakið 800 manns sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Var spurt hvort viðkomandi væri sammála því að gerð verði jarðgöng um Héðinsfjörð. Af aðspurðum kusu 29 ekki að svara og aðrir 137 voru óákveðnir og því 634 sem afstöðu tóku eða 79,3 prósent.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Sjá meira