Detroit 4 - Philadelphia 1 4. maí 2005 00:01 Þegar mest liggur við, eru NBA meistararnir bestir. Sú varð að minnsta kosti raunin í nótt, þegar Detroit sló Philadelphia út úr úrslitakeppninni. Eftir að hafa leikið illa í þriðja leikfjórðungi í gær, stigu þeir á bensínið í lokaleikhlutanum og kláruðu dæmið. Pistons mæta annað hvort Indiana eða Boston í næstu umferð. Það sama var uppi á teningnum í leiknum í nótt og í öllum hinum fjórum. Lið Philadelphia barðist eins og ljón með litla stríðsmanninn Allen Iverson fremstan í flokki eins og endranær, en hafði einfaldlega ekki það sem til þurfti til að leggja meistarana. Munurinn á liðunum var bara of mikill. "Þeir eru meistaralið, þegar þeir þurfa geta þeir skrúað upp leik sinn og klárað dæmið," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia. "Við vildum ekki missa forystu okkar niður í leiknum og allir vita að fjórði leikhlutinn er okkar leikhluti," sagði Richard Hamilton, sem skoraði 10 af 23 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Allen Iverson tognaði illa á ökkla í fjórða leikhlutanum og haltraði af leikvelli. Hann var þó ekki lengi að láta tjasla sér saman aftur og mætti strax í baráttuna aftur, en hann skoraði 34 stig fyrir Philadelphia í leiknum. "Mér fannst það hetjulegt af honum að koma aftur inn á völlinn meiddur," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons, sem þjálfaði Iverson hjá Philadelphia einmitt í 6 ár."Hann er hugrakkur." LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, sem naumlega missti af úrslitakeppninni, var staddur á leiknum í nótt sem áhorfandi og spjallaði meðal annars við Allen Iverson á meðan Detroit tóku tvö af vítaskotum sínum í leiknum. Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 34 stig (7 stoðs), Samuel Dalembert 11 stig (10 frák), Chris Webber 11 stig (8 frák), Andre Iguodala 9 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 23 stig (7 stoðs), Richard Hamilton 23 stig (5 stoðs, 5 frák), Tayshaun Prince 14 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák), Rasheed Wallace 9 stig (9 frák), Antoinio McDyess 8 stig. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Þegar mest liggur við, eru NBA meistararnir bestir. Sú varð að minnsta kosti raunin í nótt, þegar Detroit sló Philadelphia út úr úrslitakeppninni. Eftir að hafa leikið illa í þriðja leikfjórðungi í gær, stigu þeir á bensínið í lokaleikhlutanum og kláruðu dæmið. Pistons mæta annað hvort Indiana eða Boston í næstu umferð. Það sama var uppi á teningnum í leiknum í nótt og í öllum hinum fjórum. Lið Philadelphia barðist eins og ljón með litla stríðsmanninn Allen Iverson fremstan í flokki eins og endranær, en hafði einfaldlega ekki það sem til þurfti til að leggja meistarana. Munurinn á liðunum var bara of mikill. "Þeir eru meistaralið, þegar þeir þurfa geta þeir skrúað upp leik sinn og klárað dæmið," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia. "Við vildum ekki missa forystu okkar niður í leiknum og allir vita að fjórði leikhlutinn er okkar leikhluti," sagði Richard Hamilton, sem skoraði 10 af 23 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Allen Iverson tognaði illa á ökkla í fjórða leikhlutanum og haltraði af leikvelli. Hann var þó ekki lengi að láta tjasla sér saman aftur og mætti strax í baráttuna aftur, en hann skoraði 34 stig fyrir Philadelphia í leiknum. "Mér fannst það hetjulegt af honum að koma aftur inn á völlinn meiddur," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons, sem þjálfaði Iverson hjá Philadelphia einmitt í 6 ár."Hann er hugrakkur." LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, sem naumlega missti af úrslitakeppninni, var staddur á leiknum í nótt sem áhorfandi og spjallaði meðal annars við Allen Iverson á meðan Detroit tóku tvö af vítaskotum sínum í leiknum. Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 34 stig (7 stoðs), Samuel Dalembert 11 stig (10 frák), Chris Webber 11 stig (8 frák), Andre Iguodala 9 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 23 stig (7 stoðs), Richard Hamilton 23 stig (5 stoðs, 5 frák), Tayshaun Prince 14 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák), Rasheed Wallace 9 stig (9 frák), Antoinio McDyess 8 stig.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira