Bless, bless handbolti Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 2. maí 2005 00:01 Mikið hefur verið skrifað um íslenskan handknattleik að undanförnu. Því miður hefur mikið af því ekki snúist um leikina sem eru í gangi heldur hvort íslenskur handknattleikur sé um það bil að geispa golunni. Ágætis sönnun á því var aðsóknin á laugardaginn þegar Haukar og ÍBV mættust í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Ásvellir voru hálftómir. Það mátti heyra skipanir þjálfara og hvatningarorð leikmanna til hvors annars. 700 áhorfendur mættu. Árið í fyrra var slæmt en árið í ár er eitt allsherjar klúður og gæti reynst handknattleiknum dýrkeypt. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um fyrirkomulagið. Það er klúður og frá því átti að hverfa strax eftir fyrsta árið. Annað atriði er stemmningsleysið sem einkennt hefur úrslitakeppnina. Þessi hluti mótsins, sem á að vera hvað mest spennandi, hefur verið algjörlega samhengislaus. Haukaliðið var í tólf daga fríi eftir átta liða úrslitin og "fékk" svo níu daga frí eftir undanúrslitin. ÍBV fékk minna frí enda spiluðu þeir tveimur leikjum fleira. Engu að síður var úrslitakeppnin látin dragast á langinn og ástæðan var einföld. Ekki átti að skyggja á kvennahandboltann. Þetta reyndist heldur betur röng ákvörðun því að nánast enginn mætti á fyrsta leikinn á Ásvöllum þegar ÍBV og Haukar hófu einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaboltanum. Þriðja atriðið sem bendir til þess að handknattleikur er kominn upp að vegg er dómgæslan. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað í dómarastéttinni og dómgæslan í vetur hefur á köflum verið til skammar. Þegar Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leikinn á laugardaginn milli Hauka og ÍBV sást vel hversu miklu máli góð dómgæsla skiptir. Því miður er ekki að sjá arftaka þeirra í bráð. Í kvöld mætast Haukar og ÍBV öðru sinni í Eyjum. Leiknum verður sjónvarpað strax að loknum fréttum og veðri klukkan 19.35. Sem er hreinlega ótrúlegt, að ekki verði meira sagt. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að vinsælasti íþróttarmaðurinn okkar, Eiður Smári, er að keppa um sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Liverpool í beinni útsendingu á Sýn nánast á sama tíma. Valið verður væntanlega ekki erfitt fyrir þá sem hafa á annað borð áhuga á íþróttum. Þetta verður því enn eitt atriðið sem leiðir til þess að leikur Hauka og ÍBV fer fyrir ofan garð og neðan. Það er einhver slikja sem liggur yfir handknattleiknum í dag og þeir sem standa þessari íþrótt næst vita að þessari slykju verður að bægja frá ef ekki á illa að fara. Handknattleikur er skemmtileg íþrótt sem sameinar hraða, mörk, spennu og hörku. Ef HSÍ tekur málin til gagngerrar endurskoðunar þá er hugsanlegt að handknattleikur verði á ný vinsælasta íþróttin á Íslandi. Ef ekki, þá mun handknattleikurinn líða undir lok eftir örfá ár. Það þarf að hafa það í huga að þetta er sú hópíþrótt sem við höfum náð hvað lengst í. Við erum alltaf með einn einstakling í fremstu röð sem spilar meðal bestu félagsliða heims. Við erum Evrópumeistarar 18 ára og yngri. Við erum yfirleitt á öllum stórmótum. Karlalandsliðið í knattspyrnu er í 95. sæti á styrkleikalista FIFA á meðan við erum meðal átta bestu í heiminum í handknattleik. Þegar Evrópumótið í Svíþjóð var gekk þjóðin af göflunum, flykktist í bíósali og studdi sitt lið. HSÍ hefur væntanlega aldrei fengið jafn mikið af frjálsum fjárframlögum og þá. Handknattleiksforystunni hefur því miður ekki enn tekist að nýta sér þann meðbyr sem handknattleikurinn ætti með réttu að vera í.Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið skrifað um íslenskan handknattleik að undanförnu. Því miður hefur mikið af því ekki snúist um leikina sem eru í gangi heldur hvort íslenskur handknattleikur sé um það bil að geispa golunni. Ágætis sönnun á því var aðsóknin á laugardaginn þegar Haukar og ÍBV mættust í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Ásvellir voru hálftómir. Það mátti heyra skipanir þjálfara og hvatningarorð leikmanna til hvors annars. 700 áhorfendur mættu. Árið í fyrra var slæmt en árið í ár er eitt allsherjar klúður og gæti reynst handknattleiknum dýrkeypt. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um fyrirkomulagið. Það er klúður og frá því átti að hverfa strax eftir fyrsta árið. Annað atriði er stemmningsleysið sem einkennt hefur úrslitakeppnina. Þessi hluti mótsins, sem á að vera hvað mest spennandi, hefur verið algjörlega samhengislaus. Haukaliðið var í tólf daga fríi eftir átta liða úrslitin og "fékk" svo níu daga frí eftir undanúrslitin. ÍBV fékk minna frí enda spiluðu þeir tveimur leikjum fleira. Engu að síður var úrslitakeppnin látin dragast á langinn og ástæðan var einföld. Ekki átti að skyggja á kvennahandboltann. Þetta reyndist heldur betur röng ákvörðun því að nánast enginn mætti á fyrsta leikinn á Ásvöllum þegar ÍBV og Haukar hófu einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaboltanum. Þriðja atriðið sem bendir til þess að handknattleikur er kominn upp að vegg er dómgæslan. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað í dómarastéttinni og dómgæslan í vetur hefur á köflum verið til skammar. Þegar Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leikinn á laugardaginn milli Hauka og ÍBV sást vel hversu miklu máli góð dómgæsla skiptir. Því miður er ekki að sjá arftaka þeirra í bráð. Í kvöld mætast Haukar og ÍBV öðru sinni í Eyjum. Leiknum verður sjónvarpað strax að loknum fréttum og veðri klukkan 19.35. Sem er hreinlega ótrúlegt, að ekki verði meira sagt. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að vinsælasti íþróttarmaðurinn okkar, Eiður Smári, er að keppa um sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Liverpool í beinni útsendingu á Sýn nánast á sama tíma. Valið verður væntanlega ekki erfitt fyrir þá sem hafa á annað borð áhuga á íþróttum. Þetta verður því enn eitt atriðið sem leiðir til þess að leikur Hauka og ÍBV fer fyrir ofan garð og neðan. Það er einhver slikja sem liggur yfir handknattleiknum í dag og þeir sem standa þessari íþrótt næst vita að þessari slykju verður að bægja frá ef ekki á illa að fara. Handknattleikur er skemmtileg íþrótt sem sameinar hraða, mörk, spennu og hörku. Ef HSÍ tekur málin til gagngerrar endurskoðunar þá er hugsanlegt að handknattleikur verði á ný vinsælasta íþróttin á Íslandi. Ef ekki, þá mun handknattleikurinn líða undir lok eftir örfá ár. Það þarf að hafa það í huga að þetta er sú hópíþrótt sem við höfum náð hvað lengst í. Við erum alltaf með einn einstakling í fremstu röð sem spilar meðal bestu félagsliða heims. Við erum Evrópumeistarar 18 ára og yngri. Við erum yfirleitt á öllum stórmótum. Karlalandsliðið í knattspyrnu er í 95. sæti á styrkleikalista FIFA á meðan við erum meðal átta bestu í heiminum í handknattleik. Þegar Evrópumótið í Svíþjóð var gekk þjóðin af göflunum, flykktist í bíósali og studdi sitt lið. HSÍ hefur væntanlega aldrei fengið jafn mikið af frjálsum fjárframlögum og þá. Handknattleiksforystunni hefur því miður ekki enn tekist að nýta sér þann meðbyr sem handknattleikurinn ætti með réttu að vera í.Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun