Olíufélögin borga 1,5 milljarða 2. maí 2005 00:01 Stóru olíufélögin þrjú þurfa í dag að greiða ríkissjóði samanlagt einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir ólögmætt verðsamráð við sölu á bensíni og olíu hér á landi um árabil, þótt þau ætli að áfrýja málum sínum til dómstóla. Hjá Fjársýslu ríkisins fékkst það staðfest að greiðsluseðlar vegna sektanna hafi verið sendir félögunum og fjármálaráðuneytið hefur synjað hugmyndum a.m.k. Esso um að fá að láta bankatryggingar nægja þar til dómur er genginn í áfrýjunarmálum þeirra. Rök ráðuneytisins eru meðal annars þau að ef einstaklingur fær hækkun á sína skatta verður hann að greiða samkvæmt þeirri ákvörðun, þar til kæra hans ber ef til vill þann árangur að hann fær lækkun. Þá fær hann mismuninn endurgreiddan með vöxtum. Það sama skal ganga yfir olíufélögin, að mati fjármálaráðuneytisins. Kristján Loftsson, formaður stjórnar Kers sem á Esso, sagði nýlega í viðtali við Morgunblaðið að félögin ættu ekki þessar upphæðir undir koddanum og að Esso yrði að fá lán fyrir greiðslunni. Esso á að greiða 490 milljónir í sektir. Í viðskiptaheiminum er bent á hugsanlegt samhengi þess að Skeljungur sé nú að selja verðmæta lóð við Gullengi í Grafarvogi, sem félagið fékk undir bensínstöð, á almennum markaði undir fjölbýlishús en Skeljungur á að greiða 450 milljónir í sekt. Ekkert fréttist úr herbúðum Olís, enda hefur Einar Benediktsson forstjóri ekki tjáð sig við fjölmiðla um langt skeið. Olís ber hæstu sektina eða 560 milljónir. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort félagið stendur í eignasölu. Það félag var hins vegar fyrst til að tilkynna að það myndi áfrýja þessari niðurstöðu áfrýjunarnefndar um samkeppnismál, sem þó lækkaði upphaflegar sektarupphæðir Samkeppnisstofnunar umtalsvert. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Stóru olíufélögin þrjú þurfa í dag að greiða ríkissjóði samanlagt einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir ólögmætt verðsamráð við sölu á bensíni og olíu hér á landi um árabil, þótt þau ætli að áfrýja málum sínum til dómstóla. Hjá Fjársýslu ríkisins fékkst það staðfest að greiðsluseðlar vegna sektanna hafi verið sendir félögunum og fjármálaráðuneytið hefur synjað hugmyndum a.m.k. Esso um að fá að láta bankatryggingar nægja þar til dómur er genginn í áfrýjunarmálum þeirra. Rök ráðuneytisins eru meðal annars þau að ef einstaklingur fær hækkun á sína skatta verður hann að greiða samkvæmt þeirri ákvörðun, þar til kæra hans ber ef til vill þann árangur að hann fær lækkun. Þá fær hann mismuninn endurgreiddan með vöxtum. Það sama skal ganga yfir olíufélögin, að mati fjármálaráðuneytisins. Kristján Loftsson, formaður stjórnar Kers sem á Esso, sagði nýlega í viðtali við Morgunblaðið að félögin ættu ekki þessar upphæðir undir koddanum og að Esso yrði að fá lán fyrir greiðslunni. Esso á að greiða 490 milljónir í sektir. Í viðskiptaheiminum er bent á hugsanlegt samhengi þess að Skeljungur sé nú að selja verðmæta lóð við Gullengi í Grafarvogi, sem félagið fékk undir bensínstöð, á almennum markaði undir fjölbýlishús en Skeljungur á að greiða 450 milljónir í sekt. Ekkert fréttist úr herbúðum Olís, enda hefur Einar Benediktsson forstjóri ekki tjáð sig við fjölmiðla um langt skeið. Olís ber hæstu sektina eða 560 milljónir. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort félagið stendur í eignasölu. Það félag var hins vegar fyrst til að tilkynna að það myndi áfrýja þessari niðurstöðu áfrýjunarnefndar um samkeppnismál, sem þó lækkaði upphaflegar sektarupphæðir Samkeppnisstofnunar umtalsvert.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira