Var yfirmaður rannsóknarréttar 19. apríl 2005 00:01 Rottweiler guðs, íhaldssami og umdeildi, þýski kardínálinn Joseph Ratzinger kallast framvegis Benedikt páfi sextándi. Hann var áður yfirmaður nútímaútgáfu rannsóknarréttarins. Fréttamenn sem fylgst hafa með atburðum undanfarinna vikna í Róm segja að Joseph Ratzinger hafi verið nokkuð öruggur með sig þegar hann hélt til páfakjörsins. Þá minnti hann hina kardinálana 114 á að fylgja ekki guðlausum tískustraumum. „Við færumst í áttina að einræði afstæðishyggjunnar þar sem stoltið og girndin ráða öllu,“ á hann að hafa sagt. Benedikt sextándi er 265. páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og sá fyrsti sem kemur frá Þýskalandi um hríð, eða frá því að Viktor annar var páfi á árunum 1055 til 1057. Alls hafa fimm Þjóðverjar gegnt embættinu á undan Ratzinger. Hann er fæddur 16. apríl 1927 í Bæjaralandi, var þar guðfræðiprófessor og erkibiskup í München áður en hann var kallaður til starfa í Páfagarði árið 1981. Þar tók hann við starfi yfirmanns söfnuðar trúarkenningarinnar en það er í raun arftaki rannsóknarréttarins illræmda. Þar var rétttrúnaðarkenningunni haldið á lofti. Ratzinger gengur undir ýmsum heldur neikvæðum nöfnum, rottweiler guðs og skriðdrekinn til að mynda. Hann var einn nánasti samverkamaður Jóhannesar Páls og eins konar varðhundur hans. Það var hlutverk Ratzingers að fylgja íhaldssamri stefnu páfa eftir. Hann er umdeildur vegna orða og skrifa í gegnum tíðina. Árið 2000 ritaði hann meðal annars að aðrar kristnar kirkjur væru ófullnægjandi en það vakti litla hrifningu meðal biskupakirkjufólks, lúterstrúarmanna og annarra mótmælenda. Hann hefur einnig lagst gegn því að Tyrkland fái inngöngu í Evrópusambandið og lagði til að bandarískum stjórnmálamönnum sem styddu rétt kvenna til fóstureyðinga yrði neitað um að ganga til altaris. Í fyrra fordæmdi hann svo það sem hann kallaði róttækan femínisma og sagði það hugmyndafræði sem græfi undan fjölskyldunni og brenglaði náttúrlegan mun á körlum og konum. Ratzinger var kjörinn eftir fjórðu umferð kosninga en fá fordæmi eru fyrir því að páfakjör gangi svo hratt fyrir sig. Píus tólfti var þó valinn eftir þriðju umferð árið 1939. Almennt er ekki búist við því að hann verði jafn lengi á páfastóli og Jóhannes Páll annar sem sat þar í 26 ár. Ratzinger, eða Benedikt, er raunar meðal elstu manna sem kjörnir hafa verið á páfastól, 78 ára gamall. Síðast var svo fullorðinn páfi kjörinn árið 1730, en það var Klementínus annar. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Rottweiler guðs, íhaldssami og umdeildi, þýski kardínálinn Joseph Ratzinger kallast framvegis Benedikt páfi sextándi. Hann var áður yfirmaður nútímaútgáfu rannsóknarréttarins. Fréttamenn sem fylgst hafa með atburðum undanfarinna vikna í Róm segja að Joseph Ratzinger hafi verið nokkuð öruggur með sig þegar hann hélt til páfakjörsins. Þá minnti hann hina kardinálana 114 á að fylgja ekki guðlausum tískustraumum. „Við færumst í áttina að einræði afstæðishyggjunnar þar sem stoltið og girndin ráða öllu,“ á hann að hafa sagt. Benedikt sextándi er 265. páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og sá fyrsti sem kemur frá Þýskalandi um hríð, eða frá því að Viktor annar var páfi á árunum 1055 til 1057. Alls hafa fimm Þjóðverjar gegnt embættinu á undan Ratzinger. Hann er fæddur 16. apríl 1927 í Bæjaralandi, var þar guðfræðiprófessor og erkibiskup í München áður en hann var kallaður til starfa í Páfagarði árið 1981. Þar tók hann við starfi yfirmanns söfnuðar trúarkenningarinnar en það er í raun arftaki rannsóknarréttarins illræmda. Þar var rétttrúnaðarkenningunni haldið á lofti. Ratzinger gengur undir ýmsum heldur neikvæðum nöfnum, rottweiler guðs og skriðdrekinn til að mynda. Hann var einn nánasti samverkamaður Jóhannesar Páls og eins konar varðhundur hans. Það var hlutverk Ratzingers að fylgja íhaldssamri stefnu páfa eftir. Hann er umdeildur vegna orða og skrifa í gegnum tíðina. Árið 2000 ritaði hann meðal annars að aðrar kristnar kirkjur væru ófullnægjandi en það vakti litla hrifningu meðal biskupakirkjufólks, lúterstrúarmanna og annarra mótmælenda. Hann hefur einnig lagst gegn því að Tyrkland fái inngöngu í Evrópusambandið og lagði til að bandarískum stjórnmálamönnum sem styddu rétt kvenna til fóstureyðinga yrði neitað um að ganga til altaris. Í fyrra fordæmdi hann svo það sem hann kallaði róttækan femínisma og sagði það hugmyndafræði sem græfi undan fjölskyldunni og brenglaði náttúrlegan mun á körlum og konum. Ratzinger var kjörinn eftir fjórðu umferð kosninga en fá fordæmi eru fyrir því að páfakjör gangi svo hratt fyrir sig. Píus tólfti var þó valinn eftir þriðju umferð árið 1939. Almennt er ekki búist við því að hann verði jafn lengi á páfastóli og Jóhannes Páll annar sem sat þar í 26 ár. Ratzinger, eða Benedikt, er raunar meðal elstu manna sem kjörnir hafa verið á páfastól, 78 ára gamall. Síðast var svo fullorðinn páfi kjörinn árið 1730, en það var Klementínus annar.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira