Fráfallið hefur pólitísk áhrif 4. apríl 2005 00:01 Fráfall Jóhannesar Páls páfa hefur pólitísk áhrif um allan heim og það ekki aðeins í löndum kaþólskra. Ákveðið hefur verið að páfi verði jarðsunginn næstkomandi föstudag. Kardinálar hvaðanæva að úr heiminum hittust á fundi í Róm í morgun til að skipuleggja útför páfa. Skömmu fyrir hádegi var síðan tilkynnt að útför hans yrði á föstudaginn, klukkan átta fyrir hádegi að íslenskum tíma, og að páfi yrði jarðaður í St. Péturskirkju í Vatíkaninu, líkt og flestir páfar hingað til. Kaþólska kirkjan hefur tilkynnt um níu daga sorgartímabil í tengslum við útförina. Lík páfa mun síðdegis í dag verða flutt í Péturskirkjuna og verður látið standa þar uppi svo almenningur geti gengið fram hjá því og vottað honum síðustu virðingu sína. Um 200 þúsund manns söfnuðust saman á Péturstorginu í gær og er búist við að gríðarlegur mannfjöldi leggi leið sína í kirkjuna, að minnsta kosti tvær milljónir manna. Öll hótel og gistiheimili eru þegar uppbókuð í Róm en verið er að reyna að gera ráðstafanir til að taka á móti mannfjöldanum, meðal annars með því að skipuleggja gistirými í skólum. Dauði páfa hefur haft áhrif um allan heim, jafnvel á pólitíska framvindu í löndum sem ekki eru kaþólsk. Þannig hefur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ákveðið að fresta því um að minnsta kosti sólarhring að boða til þingkosninga í landinu. Karl Bretaprins er kominn heim úr skíðafríi sínu vegna dauða páfa og jarðaför páfa setur nokkurt strik í brúðkaupsáætlanir Karls því hann og Camilla Parker Bowles ætla einmitt að ganga í hjónaband á föstudaginn. Þá hafa sveitastjórnarkosningar sem nú fara fram á Ítalíu algerlega fallið í skuggann af fráfalli páfans. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Fráfall Jóhannesar Páls páfa hefur pólitísk áhrif um allan heim og það ekki aðeins í löndum kaþólskra. Ákveðið hefur verið að páfi verði jarðsunginn næstkomandi föstudag. Kardinálar hvaðanæva að úr heiminum hittust á fundi í Róm í morgun til að skipuleggja útför páfa. Skömmu fyrir hádegi var síðan tilkynnt að útför hans yrði á föstudaginn, klukkan átta fyrir hádegi að íslenskum tíma, og að páfi yrði jarðaður í St. Péturskirkju í Vatíkaninu, líkt og flestir páfar hingað til. Kaþólska kirkjan hefur tilkynnt um níu daga sorgartímabil í tengslum við útförina. Lík páfa mun síðdegis í dag verða flutt í Péturskirkjuna og verður látið standa þar uppi svo almenningur geti gengið fram hjá því og vottað honum síðustu virðingu sína. Um 200 þúsund manns söfnuðust saman á Péturstorginu í gær og er búist við að gríðarlegur mannfjöldi leggi leið sína í kirkjuna, að minnsta kosti tvær milljónir manna. Öll hótel og gistiheimili eru þegar uppbókuð í Róm en verið er að reyna að gera ráðstafanir til að taka á móti mannfjöldanum, meðal annars með því að skipuleggja gistirými í skólum. Dauði páfa hefur haft áhrif um allan heim, jafnvel á pólitíska framvindu í löndum sem ekki eru kaþólsk. Þannig hefur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ákveðið að fresta því um að minnsta kosti sólarhring að boða til þingkosninga í landinu. Karl Bretaprins er kominn heim úr skíðafríi sínu vegna dauða páfa og jarðaför páfa setur nokkurt strik í brúðkaupsáætlanir Karls því hann og Camilla Parker Bowles ætla einmitt að ganga í hjónaband á föstudaginn. Þá hafa sveitastjórnarkosningar sem nú fara fram á Ítalíu algerlega fallið í skuggann af fráfalli páfans.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira