Messuhald verður tileinkað páfa 3. apríl 2005 00:01 Kaþólikkar á Íslandi leituðu margir í kirkjur eftir að þeim bárust tíðindin í gær, tóku þátt í bænastundum og kveiktu á kertum. Messuhald í dag og alla næsta viku mun verða tileinkað minningu Jóhannesar Páls páfa. Í Róm og í Páfagarði hefst nú undirbúningur útfarar og vals eftirmanns páfa. Jóhannes Páll páfi annar sat á páfastóli í 26 ár og stýrði kaþólsku kirkjunni í gegnum umbrotatíma í heimssögunni. Hann beitti sér gegn kommúnisma og síðar því sem hann taldi neikvæð áhrif kapítalisma, svo að dæmi séu tekin. Hann var fyrsti páfinn sem messaði í kirkju mótmælenda, steig fæti inn í bænahús gyðinga og mosku. Hann var einnig fyrsti páfinn í 455 ár sem ekki var ítalskur. Í Rómarborg er búist við því að pílagrímar hvaðanæva úr heiminum streymi nú til borgarinnar til að vera viðstaddir útför páfa sem verður að líkindum á milli miðvikudagsins og föstudagsins í þessari viku. Aukalestir eru þegar komnar í umferð, drykkjarvatn hefur verið flutt til borgarinnar og þúsundir rúma hafa verið útvegaðar til að unnt sé að hýsa allan mannfjöldann. Talsmenn Páfagarðs hafa greint frá því að lík páfa muni liggja í basilíku heilags Péturs frá morgundeginum svo að almenningur geti vottað honum virðingu sína. 117 kardínálum kaþólsku kirkjunnar um víða veröld verður því næst stefnt til Páfagarðs til páfakjörfundar sem verður að líkindum eftir um hálfan mánuð eða svo. Þeirra bíður það verk að velja eftirmann Jóhannesar Páls. Nokkur nöfn hafa verið nefnd en enginn þeirra sem nefndur hefur verið til sögunnar er talinn sérstaklega líklegur eftirmaður. Sömu sögu var raunar að segja af Jóhannesi Páli þegar hann var valinn á sínum tíma. Í ljósi þess að hann skipaði alla nema tvo þeirra kardínála sem velja eftirmanninn er líkum þó leitt að því að næsti páfi muni haga starfa sínum í anda Jóhannesar Páls. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Kaþólikkar á Íslandi leituðu margir í kirkjur eftir að þeim bárust tíðindin í gær, tóku þátt í bænastundum og kveiktu á kertum. Messuhald í dag og alla næsta viku mun verða tileinkað minningu Jóhannesar Páls páfa. Í Róm og í Páfagarði hefst nú undirbúningur útfarar og vals eftirmanns páfa. Jóhannes Páll páfi annar sat á páfastóli í 26 ár og stýrði kaþólsku kirkjunni í gegnum umbrotatíma í heimssögunni. Hann beitti sér gegn kommúnisma og síðar því sem hann taldi neikvæð áhrif kapítalisma, svo að dæmi séu tekin. Hann var fyrsti páfinn sem messaði í kirkju mótmælenda, steig fæti inn í bænahús gyðinga og mosku. Hann var einnig fyrsti páfinn í 455 ár sem ekki var ítalskur. Í Rómarborg er búist við því að pílagrímar hvaðanæva úr heiminum streymi nú til borgarinnar til að vera viðstaddir útför páfa sem verður að líkindum á milli miðvikudagsins og föstudagsins í þessari viku. Aukalestir eru þegar komnar í umferð, drykkjarvatn hefur verið flutt til borgarinnar og þúsundir rúma hafa verið útvegaðar til að unnt sé að hýsa allan mannfjöldann. Talsmenn Páfagarðs hafa greint frá því að lík páfa muni liggja í basilíku heilags Péturs frá morgundeginum svo að almenningur geti vottað honum virðingu sína. 117 kardínálum kaþólsku kirkjunnar um víða veröld verður því næst stefnt til Páfagarðs til páfakjörfundar sem verður að líkindum eftir um hálfan mánuð eða svo. Þeirra bíður það verk að velja eftirmann Jóhannesar Páls. Nokkur nöfn hafa verið nefnd en enginn þeirra sem nefndur hefur verið til sögunnar er talinn sérstaklega líklegur eftirmaður. Sömu sögu var raunar að segja af Jóhannesi Páli þegar hann var valinn á sínum tíma. Í ljósi þess að hann skipaði alla nema tvo þeirra kardínála sem velja eftirmanninn er líkum þó leitt að því að næsti páfi muni haga starfa sínum í anda Jóhannesar Páls.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira