Fischer: Bandaríkjamenn vonsviknir 22. mars 2005 00:01 Bandarísk stjórnvöld segja að það valdi þeim vonbrigðum að Bobby Fischer hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirvöld í Japan íhuga að senda Fischer til Íslands, um leið og ríkisborgararéttur hans verður staðfestur. Lög um að veita Fischer íslenskan ríkisborgararétt voru birt á vef Stjórnartíðinda síðdegis og öðluðust þau þar með gildi þannig að Fischer er formlega orðinn Íslendingur. Handhafar forsetavalds, auk dómsmálaráðherra, staðfestu lögin þar sem forseti Íslands er í útlöndum. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, verða staðfest lög send lögfræðingi Fischers í Japan síðar í kvöld og þau síðan afhent japönskum yfirvöldum á morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá bandaríska sendiráðinu segja bandarísk stjórnvöld að það valdi þeim vonbrigðum að Fischer skuli hafa verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Bandarísk stjórnvöld hafa sent þeim íslensku formleg, skrifleg skilaboð vegna máls Fischers. Í þeim er ítrekað að þau telji réttara að skákmeistarinn leysi úr málum sínum fyrir dómstólum vestan hafs. Ekki er víst hvort eða hvenær Fischer verður leystur úr haldi í Japan en þarlend yfirvöld íhuga nú að veita honum ferðafrelsi. Chieko Nono, dómsmálaráðherra Japans, vitnaði í dag í Innflytjendaeftirlitið þar í landi sem segir að samkvæmt lögum megi Fischer fara til annars lands ef hann hljóti íslenskan ríkisborgararétt. „Ef þetta er tilfellið tel ég að Innflytjendaeftirlitið muni rannsaka málið og taka viðeigandi ákvörðun varðandi áfangastað hasn þegar honum verður vísað úr landi,“ sagði Nono. Við afgreiðslu málsins á Alþingi var 21 þingmaður fjarverandi en tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá, Dagný Jónsdóttir og Birkir Jón Jónsson. Þau skýra ákvörðun sína á þann vegt að fullt af fólki sækist eftir hæli á Íslandi en sé vísað frá og þeim finnist mjög mikilvægt að gæta jafnræðis, í þessu máli sem öðrum. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld segja að það valdi þeim vonbrigðum að Bobby Fischer hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirvöld í Japan íhuga að senda Fischer til Íslands, um leið og ríkisborgararéttur hans verður staðfestur. Lög um að veita Fischer íslenskan ríkisborgararétt voru birt á vef Stjórnartíðinda síðdegis og öðluðust þau þar með gildi þannig að Fischer er formlega orðinn Íslendingur. Handhafar forsetavalds, auk dómsmálaráðherra, staðfestu lögin þar sem forseti Íslands er í útlöndum. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, verða staðfest lög send lögfræðingi Fischers í Japan síðar í kvöld og þau síðan afhent japönskum yfirvöldum á morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá bandaríska sendiráðinu segja bandarísk stjórnvöld að það valdi þeim vonbrigðum að Fischer skuli hafa verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Bandarísk stjórnvöld hafa sent þeim íslensku formleg, skrifleg skilaboð vegna máls Fischers. Í þeim er ítrekað að þau telji réttara að skákmeistarinn leysi úr málum sínum fyrir dómstólum vestan hafs. Ekki er víst hvort eða hvenær Fischer verður leystur úr haldi í Japan en þarlend yfirvöld íhuga nú að veita honum ferðafrelsi. Chieko Nono, dómsmálaráðherra Japans, vitnaði í dag í Innflytjendaeftirlitið þar í landi sem segir að samkvæmt lögum megi Fischer fara til annars lands ef hann hljóti íslenskan ríkisborgararétt. „Ef þetta er tilfellið tel ég að Innflytjendaeftirlitið muni rannsaka málið og taka viðeigandi ákvörðun varðandi áfangastað hasn þegar honum verður vísað úr landi,“ sagði Nono. Við afgreiðslu málsins á Alþingi var 21 þingmaður fjarverandi en tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá, Dagný Jónsdóttir og Birkir Jón Jónsson. Þau skýra ákvörðun sína á þann vegt að fullt af fólki sækist eftir hæli á Íslandi en sé vísað frá og þeim finnist mjög mikilvægt að gæta jafnræðis, í þessu máli sem öðrum.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira